Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 46

Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 ✝ Kristinn Krist- insson húsa- smíðameistari fæddist í Reykja- vík 30. nóvember 1953. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 11. júlí 2021. Hann var sonur hjónanna Kristins Daníelssonar, raf- virkja og ljósa- meistara hjá Þjóðleikhúsinu, f. 1926, d. 2017, og Hólmfríðar Ásmundsdóttur kjólasauma- meistara, f. 1932, d. 2020. Systkini Kristins eru Daníel, f. 1950, d. 2017, Ásmundur, f. 1951, Hólmfríður Guðbjörg, f. 1955, Knútur, f. 1958, Magnús, f. 1959, Sigurður, f. 1961, og Áslaug, f. 1962. Eftirlifandi eiginkona Krist- ins er Ásdís Þórarinsdóttir, f. 17. desember 1953, en hún og Kristinn fóru að vera saman á unglingsárum þótt þau hafi ekki gengið í hjónaband fyrr en 7. september 2013. For- eldrar Ásdísar voru Sigrún Torfadóttir, f. 1932, d. 2014, og Þórarinn Björgvinsson, f. 1936, d. 1982. Börn Kristins og Ásdísar eru 1) Sigrún Krist- insdóttir, f. 1978, maki Hinrik Már Ásgeirsson, f. 1978. Þeirra börn: Ásgeir Kristinn, f. 2008, og Halla Sig- rún, f. 2010. 2) Kristinn Gunnar Kristinsson, f. 1987, maki Mar- grét Jóna Gests- dóttir, f. 1988. Þeirra dætur eru Snædís Rún, f. 2018, og nýfædd dóttir. Kristinn ólst upp á Sogavegi 90 í Reykjavík og fór ungur að vinna í byggingarvinnu hjá afa sínum. Hann lærði síðar tré- smíðar í Iðnskólanum í Reykja- vík og lauk meistaraprófi í húsasmíðum árið 1979. Hann starfaði við fag sitt alla tíð og byggði meðal annars hús þeirra hjóna að Álfhólsvegi 104 í Kópavogi og sumarhús fjöl- skyldunnar í Öndverðarnesi. Kristinn var félagslega sinn- aður og sat í stjórn Meist- arafélags húsasmiða um árabil, auk þess sem hann var félagi í Kiwanisklúbbnum Höfða. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 22. júlí 2021, klukkan 13. Elsku hjartans pabbi minn, nú ert þú fallinn frá. Seinasta árið gekkstu í gegn- um mjög erfið veikindi sem snögglega rændu þér frá mér og orð fá því ekki lýst hve þung- bært það var. Frá því að það gerðist hefur hafsjór af tilfinn- ingum runnið í gegnum huga minn og hefur söknuðurinn ver- ið mikill. Af svo mörgum góðum minningum er að taka og eru mér ofarlega í minni allar skíða- ferðirnar okkar. Þú varst með ótrúlegt verkvit og er ég alveg óendanlega þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér, ég mun til dæmis aldrei gleyma stundinni sem þú kenndir mér að bora í vegg og kvöldinu sem við eydd- um í að bera á girðinguna heima á Álfhólsveginum. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa til við allt og mér sér- staklega eftirminnilegt þegar þið mamma komuð út til Sví- þjóðar að hjálpa okkur að mála íbúðina okkar. Þar sýndir þú sterkt þinn einstaka karakter, sem var jákvæðni, styrkur og baráttuvilji, þegar þú hvattir mig áfram þegar ég hélt að verkið myndi aldrei klárast. Það var alveg yndislegt að sjá hvað þú naust þess að vera með barnabörnum þínum og eiga þau dýrmætar minningar meðal ann- ars um veitingastaða-, leikhús- og veiðiferðir að ógleymdum minningum um snjóhúsabygg- ingar með þér, en þau segja að enginn kunni að byggja snjóhús eins og afi Kiddi. Ég get ekki sagt þér hversu mikið ég sakna allra morgun- símtalanna okkar þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar og hef ég í ófá skipti ver- ið komin með símann í höndina þegar ég hef fattað að það er ekki lengur hægt að hringja í þig. Þú varst mikill sveitakarl og verst finnst mér að þú náðir aldrei að komast í sveitina mína, við vorum búin að tala svo mikið um hana og hlakka svo mikið til að eyða saman tíma þar. Elsku pabbi minn, ég kveð þig á orðunum sem þú kvaddir mig alltaf með: „Love you!“ Þín Sigrún Kristinsdóttir. Elsku bróðir og vinur, nú þegar þú ert fallinn frá rifjast upp margar góðar minningar. Af Sogaveginum þar sem ávallt var líf og fjör í okkar stóra systk- inahópi. Þú fórst Í Vatnaskóg með okkur Dassa þrátt fyrir ungan aldur. Eftir það varstu ávallt mikill skógarmaður. Við fylgdumst mikið að, ég og Kiddi, bæði í vinnu og áhugamálum. Við fórum oft saman á tónleika hér á landi ásamt eiginkonum okkar og ógleymanleg er ferð okkar bræðra á tvenna Rolling Stones-tónleika á Wembley. Kiddi hafði mikinn áhuga á íþróttum og var gaman að hafa verið með honum á Laugardals- velli ásamt fleirum úr fjölskyld- unni þegar Víkingur varð bik- armeistari 2019. Það hefur verið hefð hjá okkur systkinunum að öll stórfjölskyldan hittist ávallt 17. júní og á jóladag. Kiddi ásamt Bubbu hafði veg og vanda af þessum veislum, enda vildi Kiddi að fjölskylduböndin myndu haldast með næstu kyn- slóðum. Þessar veislur voru oft mjög fjörugar enda margir komnir saman. Við eigum eftir sakna þess í komandi jólaboðum að hafa ekki Kidda til að leiða hópinn í gegnum Höfuð, herðar, hné og tær. Í vinnu hafði Kiddi gott orð- spor enda hann var bæði dug- legur og góður fagmaður. Hann sinnti einnig félagsstörfum af fullum krafti. En fyrst og fremst var Kiddi góður maður sem setti fjölskylduna í fyrsta sæti. Á þessari kveðjustund langar mig að þakka þér fyrir ynd- islegar samverustundir í gegn- um lífið. Dídi, Sigrún, Kristinn Gunnar og fjölskyldur, ykkar missir er mikill en við Sigrún vottum ykk- ur innilega samúð okkar. Ásmundur (Ási bróðir). Í dag kveðjum við Kidda bróður, mág og frænda. Það er margs að minnast og margt að þakka. Núna yljum við okkur við myndir og minningar um sam- verustundir og síðasta símtalið, þegar Kiddi sagðist koma heim á næstu dögum. Kiddi var trésmíðameistari að húsinu okkar, við vorum ná- grannar í mörg ár og áttum við fjölskyldurnar margar góðar samverustundir. Það var stelp- unum okkar ógleymanlegt þegar Kiddi bauð þeim með í bæj- arferðir á Þorláksmessu og á skíði. Kiddi var með afbrigðum hjálpsamur og er skrítið að geta ekki lengur hringt í hann að leita góðra ráða eða bara til að spjalla. Jóla- og 17. júní-boðin sem þau Kiddi og Bubba skipu- lögðu og héldu heima hjá Bubbu voru þau allra skemmtilegustu. Núna er komið skarð í Sogaveg- arhópinn þegar tveir af bræðr- unum eru fallnir frá. Þeir bræð- urnir Kiddi og Dassi létust báðir á besta aldri og finnum við sárt fyrir því þegar fjölskyldan hitt- ist. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Við vottum ykkur, elsku Dídí, Sigrún, Kristinn Gunnar og fjöl- skyldur, okkar innilegustu sam- úð. Magnús, Dagný, Hrefna, Sandra, Lilja, Freyja Rut og fjölskyldur. Þegar kær fjölskyldumeðlim- ur fellur frá rifjar maður gjarn- an upp fyrstu kynni. Svo er einnig með Kristin, sem alla tíð var kallaður Kiddi. Þar sem við Ásdís, eftirlifandi eiginkona hans, og ég erum systradætur, og Dídí og móðir hennar bjuggu alltaf með ömmu okkar, var mikill samgangur milli heimil- anna því amma var heimsótt mjög reglulega. Svo var það eitt árið þegar Dídí var sextán ára að skyndi- lega var farið að tala um ungan mann þegar við komum í heim- sókn. Kiddi var mættur inn í líf hennar og vílaði ekki fyrir sér að stökkva yfir Fossvogsdalinn, hvort sem var í birtu eða myrkri, til að heimsækja hana og halda svo heim á Sogaveginn að heimsókn lokinni – eða allt þar til hann hætti að halda þangað og var bara um kyrrt á Álfhólsveginum hjá Dídí sinni. Þessi eðaldrengur vann sig fljótt inn í hug og hjörtu fjöl- skyldunnar, alltaf boðinn og bú- inn að liðsinna öðrum. Hann var glettinn og hafði gaman af að segja sögur, sem gjarnan voru með gamansömum tóni, enda átti hann auðvelt með að blanda geði við fólk, hvort sem var í tengslum við vinnu, áhugamál eða innan fjölskyldunnar. Kiddi og Dídí voru einstak- lega umhyggjusöm við eldri son minn Guðjón, þegar hann var barn og þau enn barnlaus. Þá komu þau oft við hjá mér um helgar og fengu hann lánaðan til að fara með niður á Tjörn að gefa öndunum brauð. Svo var auðvitað rennt við í ísbúðinni, áður en honum var skilað aftur heim. Þetta voru sæludagar hjá þeim og milli þeirra mynduðust sterkar tengingar. Eins og gerist og gengur í erli lífsins fækkaði aðeins fund- um okkar þegar amma féll frá og við vorum upptekin hvort með sína fjölskylduna, en fjöl- skylduboð og heimsóknir milli mæðra okkar Dídíar voru þó áfram tenging okkar í milli. Eftir að ég missti manninn minn sýndu þau mér mikla hlýju og umhyggju og mér var gjarn- an boðið með þegar fjölskylda þeirra hittist, enda höfum við Dídí oft grínast með að við séum eins og þær samheldnu systur, sem mæður okkar voru. Vinir og félagar skipuðu alltaf stóran sess í lífi Kidda og Dídíar og þegar ég mætti í það sem ég taldi að ættu að vera lítil fjöl- skylduboð var þar fullt af vinum þeirra og starfsfélögum Kidda og alltaf var glatt á hjalla, þótt vín væri ekki haft um hönd. Í desember árið 2019 bauð ég bræðrum mínum og eiginkonum þeirra, ásamt Dídí og Kidda, í mat. Mér fannst mikilvægt að við héldum öll góðu sambandi hvert við annað og við töluðum um að endurtaka svona hitting reglulega. Eins og vanalega lék Kiddi á als oddi, hress og kátur og sagði skemmtisögur langt fram á nótt. Þetta var dásamleg kvöldstund og yndislegt að eiga þessa góðu minningu um hann, því nokkrum mánuðum síðar fékk hann áfall, sem tók hann í raun út úr lífi okkar allra, þótt hann hafi ekki látist fyrr en þann 11. júlí síð- astliðinn. Ég, ásamt sonum mínum Guðjóni og Guðlaugi og fjöl- skyldum þeirra, votta Dídí og börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum samúð okkar. Minning um mætan mann lifir áfram. Guðrún Bergmann. Þegar ég var lítil var há- punktur vikunnar þegar Kiddi og Dídí komu í heimsókn eða þegar við fórum til þeirra. Ef þau komu til okkar fann ég oftar en ekki á mér þegar þau voru væntanleg, reyndist það yfirleitt rétt og komst ég þá eiginlega ekki nógu hratt niður stigann heima til þess að heilsa þeim. Ég dýrkaði þau og dáði og geri enn enda vita allir sem þekkja til hversu frábær þau eru. Kiddi var gull af manni, ég gat alltaf leitað til hans og átti ég í honum aukapabba. Þegar ég var ung- lingur fannst mér ekki nógu lýs- andi fyrir það hver Kiddi og Dídí voru að kalla þau vinafólk pabba og mömmu, nei þau eru mamma mín og pabbi, bara í öðru veldi. Í þeim á ég aukasett af foreldrum og allir sem þekkja mig hafa heyrt mig tala um mömmu og pabba í öðru veldi. Við Kiddi áttum dásamlega vináttu og hefur alltaf hlakkað í mér að segja honum og Dídí frá því sem er að gerast í mínu lífi. Kiddi var mikill aðdáandi Roll- ing Stones og hef ég alltaf hugs- að til hans þegar ég sé merki Stones og varð til sú hefð að þegar ég fór utan var alltaf markmið að kaupa eitthvað merkt hljómsveitinni og gefa Kidda. Sú hefð hélst alveg fram á eina af síðustu utanlandsferð- um mínum fyrir veikindi Kidda og mun ég alltaf hafa augastað á merkinu og hugsa hlýtt til hans. Þegar ég hugsa til Kidda og hversu kær hann var mér er eitt sem stendur upp úr. Á 16 ára afmælisdaginn minn lofaði hann mér því að ef þess þyrfti myndi hann glaður ganga með mér inn kirkjugólfið á brúðkaupsdaginn minn. Þetta þykir mér svo óend- anlega vænt um, hann nær kannski ekki að vera með mér í persónu á viðburðum í lífi mínu hér eftir en hann mun alltaf vera með mér í anda og eiga stóran stað í hjarta mínu. Ég gæti setið við skrif í marga daga og talað um það hvað Kiddi var frábær, skemmtilegur og fyndinn en ég trúi því að allir sem hafa kynnst Kidda viti nákvæmlega hversu góður maður hann var, ég hef aldrei séð sólina fyrir honum og mun það aldrei breytast. Elsku Kiddi minn, ég sakna þess svo innilega að fá símtöl frá þér, hvort sem það var til þess að fá hjálp við að panta eitthvað misgáfulegt á netinu, til þess að syngja fyrir mig afmælissönginn eða bara til þess að heyra í mér hljóðið og stríða mér smá. Það er skrítið að þegar komið er á Álfhólsveginn sé enginn Kiddi þar til að spjalla við og hlæja með. Elsku Kiddi, síðustu daga hef ég hlegið og grátið til skiptis á meðan ég rifja upp öll góðu augnablikin og frábæru minn- ingarnar okkar. Missir okkar sem þekktum þig er mikill og sakna ég þín ólýsanlega mikið. Ég er heppnasta stelpa heims að hafa átt þig og vináttu okkar og mun minning þín fylgja mér út ævina. Takk fyrir allt elsku besti Kiddi minn, takk fyrir all- ar góðu stundirnar, alla hjálpina og hláturinn, þú varst besti aukapabbi sem hægt er að óska sér. Ég er svo þakklát fyrir þessa auka fjölskyldu mína og sendi þeim Dídí, Sigrúnu, Kristni Gunnari og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur en við syrgjum saman elsku besta Kidda okkar sem við þurftum að kveðja allt of snemma. Eydís Sigrún Jónsdóttir. Við Kiddi kynntumst um það bil 10 ára. Þá strax mátti sjá hvað hann var vinnusamur. Við Sogaveginn stóðu Vonarland og Brekka. Á Vonarlandi var Ingv- ar Helgason með lager fyrir leikfangaheildsölu. Þetta var fyrir tíma flutningagámanna. Ingvar flutti inn leikföng, ég man aðallega eftir skipa- og flugvélamódelum. Þessi varning- ur kom í stórum trékössum. Sennilega var tínt í stykkjatali upp úr kössunum og borið á höndum inn á lagerinn sem var í aflögðu fjósi. Þar var annað gengi sem raðaði upp í hillur. Þessi vinna var unnin fram í myrkur og launin voru flugvéla- og skipamódel. Allt varð að komast í búðirnar fyrir jól. Allt- af var það Kiddi sem lét vita að nú væri vinna. Á Brekku leigði annar heildsali, Gói, hann flutti inn glervöru, kaffi- og matarstell frá Kína og Austur-Evrópu. Þessi vara kom líka í trékössum, öllu pakkað inn hálm. Það þurfti að skilja allt frá hálminum og koma inn í hillur og hálminum niður í kjallara, sem var undir lagernum. Þegar leikurinn var farinn að æsast fórum við með hálminum líka niður í kjallara og fengum að slást í smá stund þangað til við urðum þreyttir og meðfærilegri. Kiddi var í sam- bandi við Góa fram á fullorðins- árin, þá kom í ljós að Gói hét Þorgrímur Guðlaugsson. Á Brekku var annar leiguliði, Gunnar Daníelsson, eins konar hobbíbóndi. Gunnar hélt kindur, sáði og sló túnin, við strákarnir hjálpuðum til við að snúa heyinu og koma því í hlöðuna sem var á staðnum. Ég þurfti bara að nefna það við Kidda, hvort við ættum að fara að veiða, þá var slegið til. Fyrstu túrarnir vor í læk uppi við Laxalón. Lækurinn rann frá laxeldisstöðinni og nið- ur í Grafavog. Við hjóluðum þarna upp eftir, um 6 km hvor leið og nóg af fiski. Við vorum innan við tólf ára. Á veturna fór- um við á jakahlaup inn á Elliða- árvog, þetta var stórhættulegt, við lærðum allt um sjávarföllin á eigin skinni og komum oft votir og kaldir heim. Þetta var á þeim árum þegar krakkar fóru út á morgnana og komu inn á kvöld- in. Og við vorum svo sem ekki yfirheyrðir um hvar við hefðum verið. Við vorum orðnir ca 16 ára þegar pabbi minn fékk að- gang að sumarhúsi uppi á Kjal- arnesi. Ég fékk leyfi til að fara með Kidda þangað upp eftir. Þetta hefur verið 1969. Á staðn- um var kolagrill. Svona höfðum við bara séð á myndum en töld- um okkur vita hvernig átti að nota það. Eftir helgina fórum við í Ellingsen og spurðum um grillkol, einn afgreiðslumaðurinn mundi eftir að það væri eitthvað slíkt til inni á lager, það væri ekkert verð á því. Það endaði með að við fengum pokann á eina krónu. Helgina eftir var þetta prófað með nokkrum vin- um, við vorum sammála um að við hefðum aldrei smakkað betri hamborgara. Ekki skemmdi fyr- ir að það var stutt að fara yfir í Saltvík. Síðustu fimm árin reddaði Kiddi okkur veiði í vatni uppi í Kjós hjá vinnuveitanda sínum. Þangað fórum við einu sinni á ári, ég, Kiddi, Palli og Nonni, og veiddum úr bát þangað til við töldum komið nóg, nutum svo vellystinga hjá Rannsý og Eiríki fram í myrkur, sælir og saddir héldum við svo heim. Kiddi og Dídi voru afar sam- rýnd hjón, góðir foreldrar og frábær afi og amma. Þau byggðu sér sumarhús, ferðuðust með börnunum og síðast en ekki síst voru þau góðir vinir vina sinna. Elsku Dídí, Sigrún og fjölskylda, Kristinn Gunnar og fjölskylda, við Hrönn sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Einar Þór Lárusson, Hrönn kristjánsdóttir. Kiddi smiður var enginn venjulegur smiður, hann var miklu meira. Leiðir okkar lágu saman fyrir hartnær 40 árum og alla tíð síðan hefur hann séð um allt „sem þarf hamar og sög í“ fyrir okkur Helgu. Hjartahlýrri manni hef ég vart kynnst og heiðarleika hans, heilindi og réttlætiskennd mætt- um við öll taka okkur til fyr- irmyndar. „Þetta er ekkert mál, við reddum þessu,“ var alltaf svarið ef á hjálp þurfti að halda. En svo kom höggið, eins og hamar úr heiðskíru lofti hefði hitt eitt- hvað, sem ekki átti að hitta og Kidda var kippt úr sambandi. Nú er Kiddi hjá himnaföður og þar hefur sá fengið sér við hlið sannan himnasmið. Við Helga Lísa vottum hans nánustu og öllum öðrum sem hann þekktu og syrgja okkar dýpstu samúð. Páll Kr. Pálsson. Stórt skarð er höggvið í vina- og félagahópinn okkar við fráfall okkar góða og trygga félaga Kristins Kristinssonar og langar mig að minnast hans með fáein- um orðum. Ég kynntist honum þegar hann gekk í Kiwanisklúbbinn Höfða og hefur ekki borið skugga á okkar samband öll þessi ár. Hann var mér einstak- lega góður og ljúfur vinur. Hann birtist okkur sem hæg- látur, einlægur en jafnframt mjög jákvæður og hlýr maður. Gott var að leita til hans með hin ýmsu mál og sinnti hann þeim störfum að alúð. Eitt af þeim störfum sem gaf honum mikla ánægju var barna-Kiwan- isklúbbur í Grafarvogi sem hann hélt utan um til nokkra ára. Margar eru minningar okkar um skemmtilegar ferðir með þeim hjónum sem farnar hafa verið bæði innan- sem utan- lands. Óhætt er að segja að upp úr standi ferð okkar til Wies- baden í Þýskalandi sem farin var fyrir nokkrum árum, þar sem við áttum ógleymanlegar stundir saman. Nú er komið að kveðjustund, það er sárt, en minning um góð- an dreng, kæran vin og traustan félaga huggar okkur. Elsku Dídí, Sigrún, Kristinn Gunnar og fjölskylda, mikill er ykkar missir og er samúð okkar hjá ykkur. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) F.h. félaga og eiginkvenna Kiwanisklúbbsins Höfða, Guðmundur. Kristinn Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.