Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 ✝ Margrét S. Einarsdóttir fæddist 4. maí 1929 á Búðareyri í Reyðarfirði. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Huldu- hlíð á Eskifirði 12. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Einar Guð- mundsson, trésmið- ur og timbur- maður, f. 29.02. 1888, d. 24. jan. 1975, og Steinunn S. Krist- insdóttir Beck, húsmóðir og verkakona, f. 1. 1. 1899, d.19. mars 1997. Systkini Margrétar voru drengur, f. 1922, d. 1922, Kristinn Þór, f. 1925, Már, f. 1926, d. 1943, og Örn, f. 1932, d. 2021. Margrét giftist Marinó Ólasyni Sigurbjörnssyni frá Langanesi þann 6. september 1951. Marinó var f. 3. 3. 1923, d. 11.7. 2012. Foreldrar Marinós voru Sigurbjörn Ólason, f. 1889, d. 1964, og Guðný Soffía Halls- dóttir, f. 1896, d. 1925. Fóstra Marinós var Guðlaug Óladóttir, f. 1898, d. 1979. Börn Mar- grétar og Marinós eru 1) Stein- unn, f. 1948, d. 2018, maki Sig- urður Benjamínsson, f. 1945. Synir þeirra eru a) Þórir Mar- inó, f. 1968, sambýliskona Nan- ette Fickendey. Dóttir Þóris og Elísabetar Björnsdóttur er Leó, Hildur Ynja og Hjörvar Leon. 4) Marinó Már, f. 1959. Börn hans og Unnar Fríðu Hall- dórsdóttur eru a) Guðbjörg Arney f. 1993, sambýlismaður Sindri Magnússon. Sonur þeirra er Bastian Thor. b) Einar Guð- jón, f. 1996. 5) Guðný Soffía, f. 1961, maki Haraldur Kr. Har- aldsson, f. 1957. Börn þeirra eru a) Arna, f. 1983, sambýlis- maður Hilmar E. Jónsson. Börn þeirra eru Elfa Ísold og Skírnir Örn. b) Elfur, f. 1985. Sonur hennar og Ólafs I. Gunnars- sonar er Óliver Blær. c) Rafn Andri, f. 1989, maki Jessica So- telo. d) Hlynur, f. 1992. 6) Gauti Arnar, f. 1967, maki Hulda Sverrisdóttir, f. 1967. Dætur þeirra eru a) Kolfinna, f. 1996, b) Rebekka, f. 1999, og c) Aþena, f. 2004. Margrét bjó alla sína tíð á Reyðarfirði og var fyrst og fremst húsmóðir af guðs náð og alla tíð mikil hannyrðakona. Eftir að börnin uxu úr grasi hóf hún störf í leikskólanum á Reyðarfirði og starfaði þar til starfsloka, var vinsæl og vel lið- in. Með starfinu á leikskólanum vann hún við skúringar í versl- un KHB Reyðarfirði til fjölda ára, ásamt því að aðstoða eigin- mann sinn við afgreiðslu í útibúi Flugfélags Íslands, sem var á heimili þeirra í tugi ára. Margrét verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 22. júlí 2021, klukkan 13. Útförinni verður streymt. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. Brynja Lísa. Dóttir hennar er Ísabella Sól. Sonur Þóris og Valdísar Vilhjálms- dóttur er Sigurður Ingvar. b) Einar Björn, f. 1969. 2) Einar, f. 1951, d. 2016, maki Ólafía K. Kristjánsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru a) Mar- grét Soffía, f. 1987, b) Kristján Andri, f. 1993, c) Katrín Edda, f. 1993, sambýlis- maður Gunnar Sigurgeirsson. Fyrir á Ólafía dótturina Sigríði Björk, f. 1975, maki Sveinn Gunnarsson. Synir þeirra eru Sólon og Sölvi. Sambýliskona Sólons er Alina Maurer. 3) Sig- urbjörn, f. 1956, maki Sigríður S. Ólafsdóttir, f. 1957. Börn þeirra eru a) Íris, f. 1976, maki Haukur Guðnason. Börn þeirra eru Ísak Elí, Aron Elvar og Diljá Harpa. Fyrir á Íris Rakel Hebu með Inga Þ. Rúnarssyni. Sambýlismaður Rakelar Hebu er Baldur M. Finnsson. b) Alma, f. 1980, maki Arnar Már Eiríks- son. Sonur þeirra er Eron Gauti. Fyrir á Alma synina Maron Fannar og Nóel Darra með Aðalsteini Ólafssyni. c) Marinó Óli, f. 1985, maki Hjör- dís Helga Seljan Þóroddsdóttir. Börn þeirra eru Sigurbjörn Við komumst ekki í gegnum lífið án einhvers konar þjáninga og sorgar, það er hluti af því að vera þátttakandi í lífinu. Nú þegar Margrét tengdamóðir mín hefur kvatt þessa jarðvist níutíu og tveggja ára að aldri erum við sorgmædd. Sorgmædd vegna þess sem við missum og söknum en við erum líka þakklát fyrir lífshlaup hennar, allar samveru- stundirnar, þótt við byggjum hvor í sínum landshlutanum, þakklát fyrir öll símtölin, hlát- urinn og húmorinn sem alltaf var stutt í, fyrir áhuga hennar á lífshlaupi afkomenda sinna og hversu vel hún fylgdist með hverjum og einum þótt hópurinn væri stór og hversu stolt hún var af þeim. Svo var hún líka skemmtileg amma sem hikaði ekki við að taka þátt í glensi með barnabörnunum. Margrét og Marinó áttu sam- leið í um 65 ár. Þau höfðu lagt hornstein að þeirri fjölskyldu sem ég eignaðist þegar ég kynntist Einari mínum og okkur Sirrý var tekið opnum örmum. Hópurinn þeirra samanstóð af sex systkinahópi á mismunandi aldri, en milli þeirra ríkti kær- leikur, gleði og vinátta. Fyrir það er ég þakklát. Margrét og Marinó áttu hamingjusama sam- leið í um 65 ár en samrýndari hjón hef ég ekki hitt þótt ólík væru. Þau voru samstíga og studdu hvort annað þótt þau væru ekki alltaf sammála, en það gerði lífið bara skemmti- legra. Missir Margrétar var því mikill þegar Marinó féll frá árið 2012 og ekki síður þegar tvö elstu börnin hennar létust, Ein- ar árið 2016 og Steinunn 2018. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni ánægjulega samleið sem aldrei bar skugga á. Ég bið henni góðrar heim- komu til Sumarlandsins í faðm þess sem hún elskaði mest. Ólafía K. Kristjánsdóttir. Elsku amma mín. Ég sit og reyni að skrifa til þín en kem fáu í orð. Söknuðurinn er mikill. Minningarnar óteljandi. Allar stundirnar þegar ég kom austur til ykkar afa að sumri til. Þetta var hápunktur ársins. Sjaldnast var maður tilbúinn að fara og tárin voru farin að renna áður en maður var kominn niður Heiðarveginn þegar kom að því að fara suður. Þakklát er ég fyr- ir eina og hálfa árið sem Bastían langömmustrákurinn þinn fékk að kynnast þér. Þú hringdir minnst þrisvar í viku meðan ég var ólétt til að heyra hvernig ég hefði það og passa að ég væri örugglega ekki að ofgera mér. Fyrir ári ákvað ég að bruna austur í nokkra daga til að Bastían gæti loksins hitt lang- ömmu Möggu í fyrsta skiptið. Hann var svo heillaður og leið vel í fanginu á þér þegar þú faðmaðir hann að þér í fyrsta skiptið, enda hvergi betra að vera en í langömmufangi. Ég mun geyma teppið vel sem þú heklaðir fyrir hann og minna hann daglega á hversu falleg og góð þú varst. Í dag sakna ég mikið að geta ekki hringt í þig myndsímtölin sem pabbi tengdi þig inn í þegar heimsfaraldurinn skall á til að við gætum séð hvor aðra. Ég hringdi í þig þegar Bastían gerði eitthvað í fyrsta skipti eða bara þegar við vorum að borða eða leika. Það skipti ekki máli. Okkur þótti bara gott að hafa ömmu og langömmu með. Þegar ég hóf störf í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimilinu þar sem Örn heitinn bróðir þinn dvaldi, þá hringdi ég í þig þegar tækifæri gafst. Þið voruð svo glöð að sjá hvort annað í mynd, þótt mesta gleðin væri mín megin að þessi stund ætti sér stað. Dagarnir hafa verið skrýtnir síðan þú tókst þinn síð- asta andardrátt. Fyrir ári fylgdi ég þér inn í herbergið þitt í Hulduhlíð eftir fyrstu samveru- stundina þar sem Bastían var með. Í dag fylgi ég þér síðasta spölinn í fangið á afa. Stund- irnar verða ekki fleiri í bili en í huganum lifa þær sterkt. Elsku amma mín. Takk fyrir allt. Elska þig alltaf. Þín ömmustelpa, Guðbjörg Arney Marinósdóttir. Margar af mínum allra bestu minningum eru frá sumarfríum hjá ömmu og afa á Reyðó, berjamó, ísbíltúrar, nýbakað bakkelsi, sundferðir, kjötsúpa, lautarferðir, samvera með ömmu og afa. Fyrir borgarbarn var Reyðarfjörður ævintýraver- öld þar sem allt aðrar reglur giltu en annars staðar. Þar var alltaf matmálstími þrátt fyrir að sá á undan væri bara nýbúinn, það mátti borða ís á hverjum degi og það mátti fara í sund oft á dag. Við amma bjuggum hvor í sínum landshlutanum alla tíð en samband okkar var sterkt og gott. Sumarið 2013 var ég hjá ömmu í tæpa 4 mánuði. Alla morgna reif hún sig á fætur til að drekka með mér morgunkaffi áður en ég fór í vinnu. Þær stundir voru dýrmætar - þótt ég hafi stundum sleppt næstneðsta þrepinu í stiganum sem brakaði í til að vekja hana ekki. Það virkaði þó aldrei, alltaf mætti hún í morgunkaffið. Þegar við amma vorum sam- an í seinni tíð sátum við yfirleitt með handavinnuna okkar og ræddum saman um gamla tíma og nýja. Þegar við hringdumst á var yfirleitt fyrst rætt um veðr- ið og svo hvað við værum að gera í höndunum þann daginn. Elsku amma, takk fyrir sam- verustundirnar, samtölin og alla handavinnuna. Með söknuði og kveðju til fólksins okkar í Sumarlandinu, Margrét Soffía Einarsdóttir. Elsku amma Magga hefur kvatt okkur. Það er sárt og enn þá svo óraunverulegt. Amma Magga var einstök kona. Hún var glaðlynd, falleg, hjartahlý og skemmtileg. Hún hafði mik- inn húmor og svo innilegan hlát- ur sem ég veit að margir eiga eftir að sakna. Við fjölskyldan vorum rík að eiga hana að. Amma var ótrúlega hæfileika- rík. Hún heklaði, prjónaði, saumaði og fleira eins og ekkert væri. Svo var ekkert sjálfsagð- ara en að deila afrakstrinum með fjölskyldunni og vinum. Það hefur alltaf verið og verður áfram gott að ylja sér í hlýjum og fallegum ömmuvettlingum. Amma var einnig ótrúlega flink í eldhúsinu. Hún gerði að mínu mati langbestu kjötsúpuna sem var alltaf á boðstólum þegar komið var á Heiðó eftir langa bílferð að sunnan. Ég er þakklát fyrir mynd- símtölin sem við áttum síðast- liðið ár. Það var dýrmætt að geta séð ömmu reglulega og spjallað um daginn og veginn, yfirleitt um prjónaskap, veðrið, skólann og vinnu. Ég veit að amma var líka þakklát fyrir að geta séð fólkið sitt fyrir sunnan meira, enda sagði hún mér það í hvert skipti þegar við kvödd- umst. Elsku amma Magga, hvíldu í friði. Þín verður sárt saknað. Kolfinna Gautadóttir. Ég sit á tröppunum á Heið- arvegi 12 þar sem ég hef iðulega heimsótt ömmu Möggu en núna rifja ég upp minningar um hana til að hripa niður nokkur orð. Ég var á leiðinni með mömmu í heimsókn til hennar en lífið hafði önnur plön og amma kvaddi áður en við komumst á leiðarenda. Ég fæ því að njóta þess að vera á Reyðó lengur, hitta fjölskylduna og fylgja ömmu síðasta spölinn. Minning- arnar eru óteljandi um ömmu, bæði frá því ég var barn hjá henni og afa á sumrin og í seinni tíð skemmtileg hnyttin samtöl og handavinna. Húmor- inn hennar og stríðnin eru mér minnisstæð og hversu vel til höfð hún var alltaf. Á Heiðarvegi var alltaf gott að vera og amma sendi afa ósjaldan að kaupa ís eða gotterí handa mér og sjálf lumaði hún að sjálfsögðu á mola. Í seinni tíð heyrðumst við oft- ast í síma og jafnvel þótt ég hefði ekki látið heyra í mér lengi þá vissi amma alltaf hvað ég var að brasa því hún forvitn- aðist um mig hjá mömmu, hún vildi vita allt um fólkið sitt. Minningarnar eru margar um kærleiksríka ömmu mína og ég mun alltaf minnast hennar af hlýju og þakklæti. Elfur Haraldsdóttir. Elsku amma Magga er fallin frá. Amma Magga með fallega brosið og dillandi hláturinn. Þakklæti og gleði er mér efst í huga þegar ég hugsa til baka til þess tíma þegar ég hitti hana fyrst. Ég man sérstaklega vel eftir því hvað mér leið vel á Heiðarveginum þegar ég var lít- il stelpa og hvernig mér var strax tekið sem einni af barna- börnunum þegar mamma og Einar fóru að vera saman. Í kringum ömmu Möggu var mikil ást og gleði, mikið hlegið og mikið borðað, ég lærði það ung að árum að á Heiðarveginum var ekki hægt að verða svöng. Það breyttist ekki með árunum og eiga allir fjölskyldumeðlimir góðar minningar úr eldhúsinu á Heiðarveginum. Amma Magga var mikil barnagæla og bar hún mikla virðingu fyrir börnum og talaði alltaf svo fallega við þau. Ég er þakklát fyrir að báðir synir mín- ir eiga góðar minningar með langömmu sinni. Takk fyrir allt, elsku amma og langamma. Sigríður Björk og fjölskylda. Það er sárt að kveðja en minningarnar um ömmu Möggu erum við þakklát fyrir að eiga. Sumrin hjá ömmu og afa á Reyðarfirði voru yndisleg, þar sem stjanað var við okkur frá morgni til kvölds. Okkur þótti mest spennandi þegar við kom- um þeim á óvart og mættum án þess að gera boð á undan okkur. Það voru morgunverðarhlað- borð, bakkelsi í kaffinu og ísbílt- úrar til Egilsstaða. Í seinni tíð þegar ég kom austur var amma oftar en ekki með kláran heitan ávaxtagraut með rjóma, en hún vissi að hann væri í miklu uppá- haldi hjá mér. Fyrir heimför vorum við svo vel nestuð og stundum fylgdu amma og afi okkur meira segja hluta af leið- inni. Amma var mjög áhugasöm um alla fjölskylduna sína og væntumþykjan frá henni var auðfundin. Samtölin milli ömmu og afa voru skemmtileg en þau voru miklir vinir og fyrirmyndir fyrir okkur hin. Mér þykir ein- staklega vænt um þegar við heimsóttum ömmu á Hulduhlíð með krakkana. Skírnir var sér- lega ánægður með fyrsta brjóst- sykurinn sem hann smakkaði, sem langamma laumaði að hon- um úr nammiskúffunni og minn- ist hann oft á þá stund. Amma var mikil listakona í höndunum og eigum við sjöl, sokka og vettlinga frá henni sem halda á okkur yl ásamt fal- legu jólaskrauti sem fer upp ár hvert. Hvíl í friði, elsku amma Magga og takk fyrir allar góðu stundirnar. Arna Haraldsdóttir. Óvænt en snöggt kemur kall- ið svo hverfult er þetta líf. Ég var fyrir skömmu búin að tala við Möggu vinkonu í síma og hún var kát og hress að vanda. Við bjuggum hlið við hlið í 12 ár á Heiðarveginum á Reyðar- firði, og oft var morgunkaffið tekið og hin daglegu mál rædd. Börnin okkar á svipuðum aldri. Hún var okkur ógleymanleg gönguferðin okkar á Þorláks- messu, við vorum búnar í jóla- stússinu og skemmtum okkur vel. Við vorum líka seigar þegar við fórum að læra á bíl, þótt endingin hafi ekki verið löng þá höfðum við allavega prófið. Lífið er ekki alltaf dans á rós- um. Sorgin helltist yfir Möggu, hún missti manninn sinn og tvö börnin sín en vann úr því með sínu góða skapi. Svo skildi leiðir þegar ég flutti suður en sam- band okkar hélst alltaf. Við vor- um hressar og kátar þegar við hittumst þótt oft væri langt á milli. Ég vil þakka Möggu fyrir okkar kynni. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (höf. ók.) Hugur minn er heima á Reyðarfirði í dag, fjörðurinn og fjöllin standa sem fánaberi milli stranda. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu þinnar, mín elskulega vinkona Magga. Sofðu vært, þín Ólöf Sigríður Björnsdóttir. Elsku besta amma Magga mín. Þrátt fyrir að hafa náð háum aldri kom kallið snarlega, óvænt og langt fyrir aldur fram að mínu mati því ég trúði því alltaf að amma yrði 110 ára. Ég var svo lánsöm að alast upp með ömmu og afa í næsta nágrenni alla mína tíð og átti góð og inni- leg samskipti við þau bæði. Amma fylgdist alltaf með mér í lífi og starfi og svo vel fylgdist hún með að það hvarflaði að mér að hún hefði fengið þjálfun hjá leyniþjónustunni. Þegar ég var lítil gerði ég oft mínar allra bestu tilraunir til að læðast fram hjá Heiðó og niður í bæ. Ávallt hélt ég að mér hefði tek- ist vel upp og nú ég væri slopp- in við yfirheyrslu en yfirleitt skjátlaðist mér hrapallega því amma var mætt í gluggann og spurði mig spjörunum úr, alltaf með puttann á púlsinum og væntumþykju að leiðarljósi. Það var fastur punktur að koma við á Heiðó eftir skólaslit og fara yfir námsárangur vetrarins. Amma talaði oft um eina skiptið sem ég kom ekki við og var hún fljót að átta sig á því að undir- rituð hefði ekki verið sátt við uppskeruna það árið. Amma reyndist fjölskyldu minni afar vel og passaði upp á drengina mína. Tók á móti þeim eftir skóla og sinnti þeim, alltaf boðin og búin. Öll þorrablót sem við hjónin fórum á kom amma og gisti hjá strákunum mínum og átti með þeim góða kvöld- stund. Kom svo fram þegar ball- inu var lokið og spurði frétta. Maturinn hennar ömmu var allt- af bestur og veislurnar sem hún henti upp voru ógleymanlegar. Mest af öllu elskaði ég jólin á Heiðó. Heitt hangikjöt og kart- öflumús með miklu smjöri, ís með blönduðum ávöxtum og svo flatmagað í sófanum fram eftir degi. Amma var mikil hannyrða- kona, málaði á tau og á leir, prjónaði og heklaði eins og vél. Eitt sinn bauð hún mér með sér á prjónanámskeið þegar ég var unglingur og það sem hún var stolt af stelpunni sinni. Við átt- um líka okkar syrpur í að mála dúka og annað í þeim dúr. Í öll- um okkar samtölum var spurt „hvað eru með í höndunum“ sem þýddi „ertu ekki pottþétt að prjóna eitthvað eða hekla“. Eftir að afi lést styrktist vin- skapur okkar ömmu enn meira. Hún hringdi flest hádegi til að bjóða mér í mat. Þegar ég var ein heima með drengina mína kom hún oftar en ekki til mín í næturgistingu og við höfðum það gott saman. Ef spáin var vond gisti ég hjá henni og við héldum hvor annarri selskap. Þegar amma flutti á Hulduhlíð og ég með mína fjölskyldu í ömmuhús kom hún oft til okkar um helgar, gisti og naut sín á Heiðó með okkur. Við amma áttum ýmislegt sameiginlegt líkt og skósýki, félagslyndi, mögu- lega þrjósku og gátum við hleg- ið hátt yfir góðu svörtu gríni og þá heyrðist í henni „þetta er nú meiri andskotans vitleysan“. Amma var drottning sem elsk- aði föt, skó og glingur. Ég sagði við hana fyrir mörgum árum að hún væri dekurrassgat því afi bar í hana föt og fínerí. Það þótti henni mjög fyndið og vitn- aði oft í að hún væri bara dek- urrassgat eins og ég hafði sagt. Amma var frábær, algjörlega frábær og það vita þeir sem þekktu hana. Með söknuð í hjarta og þakklæti kveð ég elsku ömmu Möggu mína. Alma Sigurbjörnsdóttir. Margrét S. Einarsdóttir Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.