Morgunblaðið - 22.07.2021, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Múlaþing
Sími 4 700 700
mulathing@mulathing.is
mulathing.is
Aðalskipulag Seyðisfjarðar 2010-2030
Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann
9. júní 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi
Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í samræmi
við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér
skilgreiningu á efnistökusvæði í Stafdal í norðanverðum
Efri Staf í Seyðisfirði. Fyrirhugað er að taka 45.000 m3 af
efni af svæði sem nær yfir 9000 m2 svæði, þar sem fast
berg verður losað með sprengingum. Svæðið er austan
við Stafdalsá, um 500 m utar og neðar í Stafdal, fjær
skíðasvæðinu. Svæðið er á grannsvæði vatnsverndar.
Hægt er að nálgast skipulagstillöguna ásamt
umhverfisskýrslu á heimasíðu Múlaþings,
www.mulathing.is og á skrifstofum sveitarfélagsins að
Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu mun jafnframt liggja
frammi hjá Skipulagsstofnun á auglýsingatíma.
Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar
ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa
Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á
netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is
til og með 3. september 2021.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir
tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Skipulagsfulltrúi Múlaþings
Múlaþing
Tilkynningar
hagvangur.is
Helstu verkefni og ábyrgð
• Dagleg stjórnun og rekstur bandalagsins
• Eftirfylgni og framkvæmd með ákvörðunum stjórnar og samþykktum aðalfundar
• Umsjón með fjármálarekstri, s.s. gerð fjárhagsáætlunar, ársreiknings og ársskýrslu
• Yfirumsjón með bókhaldi og launavinnslu ásamt samskiptum við endurskoðendur
• Mótun verkferla ásamt því að stýra umbótum í innra starfi
• Starfsmannamál og utanumhald starfsþróunar
• Samskipti og samningagerð við opinbera aðila í samráði við formann
• Önnur tilfallandi verkefni í samráði við formann
Hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Reynsla af félagsmálastarfi er skilyrði
• Reynsla af fjármálum og rekstri
• Reynsla af stjórnunarstörfum og leiðtogahæfileikar
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
• Góð íslensku- og enskukunnátta og færni í einu norðurlandamáli
er kostur
Framkvæmdastjóri – Öryrkjabandalag Íslands
Öryrkjabandalag Íslands leitar að jákvæðum og kraftmiklum framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri bandalagsins. Áhersla er
lögð á stjórnunar- og skipulagshæfileika, faglegan metnað og hæfileika til að vinna sjálfstætt og í nánu samstarfi við stjórn að fjölbreyttum
verkefnum. Leitað er að framúrskarandi leiðtoga með brennandi áhuga á mannréttindum og félagsmálastarfi.
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) eru heildarsamtök hagsmuna og mannréttinda fatlaðs fólks á Íslandi. Bandalagið samanstendur af 41
aðildarfélagi fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin eru hagsmunasamtök ólíkra
fötlunarhópa sem öll starfa á landsvísu. Samanlagður félagafjöldi þeirra er um 30 þúsund manns. Hlutverk ÖBÍ er að vinna að samfélagslegu
réttlæti, bættum lífsgæðum og kjörum auk þess að vera stefnumótandi í réttindamálum hagsmunahópsins. Skrifstofa ÖBÍ er í góðu og
aðgengilegu húsnæði í Sigtúni 42, Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.obi.is.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Fatlað fólk er sérstaklega hvatt til að sækja um.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til
að gegna starfinu rökstudd.
Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Starfssvið m.a:
• Ábyrgð á daglegum rekstri þjónustuskrifstofu
• Stefnumótun í samráði við stjórn og formann
• Samskipti við Mennta- og menningarmálaráðuneytið,
tengdar stofnanir og skóla auk þess að sinna erlendum
samskiptum.
• Undirbúningur og skipulag félagsfunda og námskeiða.
• Stuðningur við félagsmenn
• Söfnun gagna og upplýsinga
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði
• Stjórnunar- og rekstrarreynsla æskileg
• Brennandi áhugi á skólastarfi og starfsreynsla úr fram-
haldsskóla æskileg
• Þekking á námskrárgerð og kjarasamningum sem lúta að
starfi framhaldsskóla og lagaumhverfi þeirra
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
SKÓLAMEISTARAFÉLAG ÍSLANDS
vettvangur framhaldsskólanna og stjórnenda þeirra
Skrifstofustjóri
Launakjör verða í samræmi við kjarasamning BHM og ríkisins.
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2021. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsókn skal berast á netfangið smi@smi.is. Nánari upplýsingar veita Kristinn Þorsteinsson formaður SMÍ, kristinn@fg.is og
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson skrifstofustjóri SMÍ, smi@smi.is
Skólameistarafélag Íslands (https://smi.is), vettvangur framhaldsskólanna og stjórnenda þeirra auglýsir starf
skrifstofustjóra. Um er að ræða 70% starf.Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2021.
SMÍ þarf öflugan einstakling með þekkingu á framhaldsskólunum og reynslu í stjórnun.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Vélahönnun
• Gerð smíðateikninga
• Samsetning og smíði búnaðar
• Samskipti við birgja og samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun á sviði vélaverkfræði, tæknifræði, iðnfræði
eða sambærilegum greinum
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í
mannlegum samskiptum
• Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku
(ríðin!i í star$
• "aka 'átt í mótun eigin starfsumhver#s og viðfangsefna
• Góðan starfsanda
• Metnaðarfull og faglegt vinnuumhver#
Einn eða #eirri af kostum kæmu að gagni:
• Kunnátta í Inventor og AutoCad
• Iðnmenntun á tengdu sviði
• Starfsreynsla í sjávarútvegi
!skilegt er að viðkomandi geti ha#ð störf sem fyrst&
Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð.is umsóknafrestur er til og með 13. águst 2021
)ánari uppl(singar veitir $áll Helgason í tölvupósti palli%klaki&is
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað&
Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um star#ð&
Hönnun, sjálfvirkni og smíði
LEITUM að skapandi og metnaðarfullum vélhönnuði
sem vill taka þátt í þróun í vaxandi fyrirtæki.
KLAKI er framsækið fyrirtæki sem s)rhæ$r sig í framleiðslu á tæk*um% róbótalausnum og b"naði
sem auka s*álfvirkni ásamt b"naði til framleiðslu% bæði til s*ós og lan!s. 'æði framleiðslunnar og
góð verð eru &ættir sem ávallt eru hafðir í fyrirr"mi.
VÉLHÖNNUÐUR
Raðauglýsingar
intellecta.is