Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 ...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flækjur Ekkert vesen Ómissandi í eldhúsið Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni og Húsasmiðjunni www.danco.is Heildsöludreifing „EFTIR SEINNA SLYSIÐ HÆTTI ÉG AÐ KEPPA Í SLÁTTUVÉLARALLI OG EINBEITTI MÉR AÐ SJÓRÆNINGJALEIK.“ „ÞÉR LÉTTIR EFLAUST AÐ VITA AÐ VIÐ ERUM LENT HEILU OG HÖLDNU, FRÚ MÍN GÓÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gyrða sig í brók saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GLEÐILEG JÓL, FISKAFÉS! GLEÐILEG JÓL, KÖRTURASS! OG GLEÐILEGT NÝTT ÁR, GÓR- ILLUGUMPUR! ERTU BÚINN AÐ HRINGJA Í BRÓÐUR ÞINN NÝLEGA? SAMA Á MÓTI, FÚLHESTUR! HRÓLFUR, BRÓÐIR SÆLL, SKILUR ÞÚ HUGTAKIÐ EILÍFÐ? EKKI MÓÐGAST, BRÓÐIRÓLAFUR, EN, JÁ, ÉG HEF DOTTAÐ UNDIR TUGUM PRÉDIKANA ÞINNA! eru fjöllin stærst og himininn svo tær og stjörnum prýddur á nótt- unni.“ Arngrímur vill helst ferðast langt og hefur t.d. heimsótt Brasilíu, Ekvador, Víetnam, Kúbu og Mjan- mar. „Ég var á leiðinni til Tansaníu í Afríku þegar Covid brast á en ég á það inni.“ Fjölskylda Arngrímur var giftur Stoyanka Guentcheva Tzoneva, f. 30.3. 1974, og þau eiga dótturina Elenu, f. 25.9. 1996, jógakennari í Reykjavík. Seinni eiginkona Arngríms var Ásta Sól Kristjánsdóttir, f. 26.6. 1975, og þau eiga synina Leon Bjart, f. 12.3. 2010, og Nóa Hrafn, f. 11.1. 2014. Þau skildu árið 2020. Hálfsystkini Arngríms, samfeðra, eru Örn, f. 28.5. 1945; Málfríður „Mollý“, f. 15.9. 1949; Jón, f. 30.4. 1951; Laufey, f. 25.2. 1953; Axel, f. 3.3. 1957; Ingi- björg „Dídí“, f. 8.2. 1958 og Baldur, f. 13.9. 1965. Foreldrar Arngríms voru hjónin Baldur Jónsson, f. 8.6. 1923, d. 18.4. 1994, yfirlæknir barnadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og Ólöf S. Arngrímsdóttir, f. 20.6. 1945, hjúkrunarfræðingur á lyflækn- isdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og síðar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þau bjuggu á Akureyri, en Ólöf býr nú í Reykjavík. Arngrímur Baldursson Jónína Stefanía Ingvarsdóttir húsfreyja í Árgerði í Svarfaðardal Sigurjón Baldvinsson b. í Árgerði í Svarfaðardal, sjómaður og bátasmiður á Dalvík og Ósi í Glerárþorpi Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja á Akureyri Sigurgeir Guðmundsson verkamaður í Hrísey og síðar sjómaður og iðnverkamaður á Akureyri, síðast bús. á Akureyri Ólöf Stefanía Arngrímsdóttir hjúkrunarfræðingur á Akureyri og síðar í Reykjavík (kjörforeldrar: Arngrímur Jón Vídalín Bjarnason og Elín Guðrún Einarsdóttir) Guðbjörg Sigurgeirsdóttir var á Höfða, Sauðanessókn, N-Þing., húskona á Brimnesi á Langanesi og ráðskona á Grund, Miðgarðasókn, Eyj. Þórður Guðmundur Björnsson húsmaður og daglaunamaður víða, síðar sjómaður á Þórshöfn og Húsavík Ólöf Ragnhildur Einarsdóttir húsfreyja á Grasgeira í Presthólahr., N-Þing. Jón Árnason vinnumaður á Tjörnesi og bóndi á Grasgeira í Presthólahr., N-Þing. Laufey Jónsdóttir húsfreyja á Akureyri Jón Kristjánsson bóndi á Akureyri, síðar veitinga- og verslunarmaður, kallaður Jón goði Elsa Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Landamótsseli og Arnstapa, Ljósavatnshreppi og Hrafnsstaðaseli og Hlíðarenda í Bárðardal Jón Kristján Jónsson bóndi á Hlíðarenda og Arndísarstöðum í Bárðardal og Nípá í Köldukinn. Vesturfari, gerðist bóndi í Dakota Úr frændgarði Arngríms Baldurssonar Baldur Jónsson barnalæknir á Akureyri Þetta Vísnahorn er skrifað 21. júlí, en þann dag sumarið 1846 dó Sigurður Breiðfjörð farinn að heilsu, en mislingar höfðu gengið um bæinn. Í formála fyrir ljóðum hans, sem út komu 1894, segir Ein- ar Benediktsson m.a.: „Það er al- geng sögn, að Sigurður hafi dáið úr sulti og mun sú tilhæfa vera í því, að hann hafði bæði ónógt og illt fæði í legunni, og er það næsta ófrægilegt, að enginn skyldi verða til þess að hjálpa Sigurði í nauðum hans þá, þar sem hann var vel kunnur flestum í bænum.“ Að þessu víkur Þorsteinn Erl- ingsson í ljóði sínu Eden: Eins fannst mér á Breiðfjörð hann bresta nú þor og biluð í strengjunum hljóðin; þó sagði ég: komdu, hver vísan er vor, nú viljum við borga þér óðinn; hann léttir oss heiman og heima vor spor, ég heyri hvert barn kunna ljóðin, og ef að við fellum þig aftur úr hor í annað sinn grætur þig þjóðin. Það er vandi að velja stökur eftir Sigurð, en þessar lærði ég í menntaskóla: Prestar hinum heimi frá hulda dóma segja, en skyldi þeim engum bregða í brá blessuðum nær þeir deyja. Mundum vér ei þora þá í þeirra húspostillum auðmjúklega að eftirsjá ýmsum pennavillum. Sigurður var fjögur ár á Græn- landi. Þaðan eru þessar stökur: Komir þú á Grænlands grund, ef gjörir ferð svo langa, þér vil ég kenna að þekkja sprund, sem þar á buxum ganga. Allar hafa þær hárið nett af hvirfli í topp umsnúið, vafið fast, svo fari slétt, fallega um er búið. Þessi vísa hefur orðið að hús- gangi: Ástin hefur hýrar brár en hendur sundurleitar, ein er mjúk en önnur sár en þó báðar heitar. Hér er braghenda: Sólin ekki sinna verka sakna lætur, jörðin undan grímu grætur grasabani komdu á fætur. Um sólskin í Vestmannaeyjum: Þegar ég fæ sól að sjá, svo ég þykist skilja hún skín þennan hólma á af hlýðni en ekki vilja. Og að lokum: Ráði sá sem ráðið hefur fyrri; það sem þykir barni best barnið stundum skaðar mest. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Í annað sinn grætur þig þjóðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.