Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 56

Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 56
VIÐTAL Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við erum mjög spennt því nú er afmælisár, hátíðin á tuttugu og fimm ára afmæli, svo dagskráin er vegleg,“ segir Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, en hún og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, eig- inmaður hennar, eru nýir listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar í Borgarfirði sem fram fer 23. til 25. júlí. „Við tökum við keflinu frá Sigur- geiri Agnarssyni sem hefur séð um hátíðina undan- farin átta ár. Þar á undan var Auður Hafsteinsdóttir með hátíðina í tvö ár en á undan henni sá Steinunn Birna Ragnarsdóttir um listræna stjórnun en hún er líka upphafs- maður hátíðarinnar. Það sem okkur Sigurð Bjarka langaði til að gera í til- efni af afmæli hátíðarinnar var að tengja við Borgarfjörðinn og Vest- urlandið. Þess vegna ákváðum við að nota tækifærið og heiðra minningu Þorsteins frá Hamri, en hann er fæddur og uppalinn á Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði og var í Héraðsskólanum í Reykholti á sínum tíma. Við pöntuðum nýtt tónverk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur fyrir sópran, strengjakvartett og píanó sem verður frumflutt á sunnu- deginum. Ingibjörg samdi þetta verk við ljóð eftir Þorstein frá Hamri, en hún valdi úrval af ljóðum frá öllum hans skáldferli, bæði gömul og ný ljóð. Við erum mjög spennt að kynna útkomuna, því Ingibjörg hefur mikið næmi til að flétta ljóð inn í tónlist, hún hefur gert það áður,“ segir Þór- unn og bætir við að jafnframt verði fyrirlestur um Þorstein frá Hamri á laugardeginum í Snorrastofu, þar sem Ástráður Eysteinsson mun fjalla um verk skáldsins. Tónlist, kirkja og Snorrastofa Þórunn segir að þau Sigurð Bjarka hafi langað til að vera bæði með hljóðfæraleikara sem hafa fylgt há- tíðinni frá upphafi, eins og Auði Haf- steinsdóttur og Bryndísi Höllu, en líka unga, sem eru að koma fram á hátíðinni í fyrsta skipti. „Okkur finnst gaman að Sigur- björn Bernharðsson fiðluleikari kem- ur í fyrsta sinn fram á hátíðinni. Her- dís Anna Jónasdóttir sópransöng- kona, Bjarni Frímann Bjarnason, píanó- og víóluleikari, og Gunnhildur Daðadóttir fiðluleikari eru öll einnig að koma fram í fyrsta skipti á hátíð- inni,“ segir Þórunn og bætir við að hátíðin sé í raun einnig vígsluafmæli kirkjunnar og því verði fagnað á sunnudeginum með hátíðarmessu þar sem Hildur Björk Hörpudóttir þjónar fyrir altari, en hún er nýráðin prestur í Reykholtskirkju. „Upphaf þessarar tónleikahátíðar er í tengslum við byggingu kirkj- unnar, þetta er því sameiginleg hátíð tónlistar, kirkjunnar og Snorrastofu. Steinunn Birna píanóleikari verður sérstakur gestur á sunnudeginum og leikur á píanó, því hún er jú upphafs- maður hátíðarinnar.“ Þórunn segir að í gegnum tíðina hafi verið allur gangur á hvort kór kæmi fram á Reykholtshátíð eða ekki, en það verður ekki að þessu sinni. „Áherslan hjá okkur Sigurði Bjarka núna er á kammertónlistina og okkur langaði til að tvinna sönginn meira inn í alla hátíðina, en söng- konan Herdís Anna kemur fram á öllum tónleikunum. Hún syngur óperuaríur á föstudeginum, sönglög á laugardeginum og kemur líka fram í einu verki með kvartett á laugar- dagskvöldinu. Svo syngur hún í nýja verkinu hennar Ingibjargar Ýrar á sunnudeginum. Í fyrsta sinn á Íslandi? Jafnframt verður flutt stórt strengjakammerverk á öllum tón- leikunum, þrír kvintettar og einn sextett. Okkur finnst gaman þegar eru tveir sellistar á hátíðinni, Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson, því þá er hægt að flytja þessa dásamlegu sellókvintetta, en þeir eru ekki mjög margir til. Þegar bætt er einu sellói við strengjakvartett þá kemur aukin dýpt, þar sem annað sellóið getur fengið stærra bassahlutverk á meðan hitt sellóið fær lýrískara hlutverk. Þá gerist eitthvað stórkostlegt. Við bjóðum upp á Schubert- sellókvintett og svo Glazunov- sellókvintettinn, en það er hugsan- legt að hann hafi aldrei verið fluttur á Íslandi áður. Þetta er algjör perla, ótrúlega fallegt stykki. Þessir kvintettar eru báðir á laugardeginum en á sunnudeginum verður Brahms- strengjasextett, sem er viðeigandi grand finale á svona hátíð,“ segir Þórunn sem mun sjálf spila á hátíð- inni eins og hún hefur oft gert áður, og sama á við eiginmanninn, Sigurð Bjarka, hinn listræna stjórnanda hátíðarinnar. Allar nánari upplýs- ingar og dagskrána í heild má nálg- ast á vefnum reykholtshatid.is. Tvinna sönginn meira inn í alla hátíðina - Fagna 25 ára afmæli Reykholts- hátíðar með veglegri dagskrá - Nýtt tónverk frumflutt til að heiðra minningu Þorsteins frá Hamri Steinunn Birna Ragnarsdóttir Auður Hafsteinsdóttir Ljósmynd/Valgerður G. Halldórsdóttir Sumarhátíð Snorralaug og Reykholtskirkja, sem hýsir tónlistarhátíðina. Sigurður Bjarki Gunnarsson Þorsteinn frá Hamri Herdís Anna Jónasdóttir Sigurbjörn Bernharðsson Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Bryndís Halla Gylfadóttir Þórunn Ósk Marinósdóttir 56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Ljósmyndaprentun Frábært fyrir ljósmyndara. Bjóðum upp á prentun í öllum stærðum, t.d. á striga, álplötu eða pappír. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|konni@xprent.is www.xprent.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.