Morgunblaðið - 22.07.2021, Page 64
WWW.ILVA.IS
1.júlí - 9.ágúst
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
virkir dagar 11-18:30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
virkir dagar 11-18
s: 522 4500 - www.ILVA.is
Útsala
40%
40%
40%
30%
30%
30%
WESTON hægindastóll. Brúnt bonded
leður. 129.900 kr. NÚ 77.940 KR.
DC 9100 3ja sæta sófi. Savoy split leður. L219 cm.
299.900 kr. NÚ 179.940 KR.
WOODY sófaborð.
Hvíttuð eik. 80x128 cm.
79.900 kr. NÚ 47.940 KR.
LANGKAWI hliðarborð. 16.900 kr.
NÚ 11.830 KR.
CLEO skemill, grár, grænn eða ocher.
18.900 kr. NÚ 13.230 KR.
BJORG 2ja sæta sófi. L151 cm.
109.900 kr. NÚ 76.930 KR.
Hljómsveitin Brek leikur í Skyrgerðinni í Hveragerði í
kvöld kl. 20.30 og á Icelandic Lava Show í Vík á laugar-
dag kl. 18. Sveitina skipa þau Harpa Þorvaldsdóttir,
söngkona og píanóleikari, Jóhann Ingi Benediktsson á
gítar, Guðmundur Atli Pétursson á mandólín og Sigmar
Þór Matthíasson á kontrabassa. Þau sendu frá sér sína
fyrstu plötu í seinasta mánuði. Lögin eru sungin á
íslensku og mikil áhersla á fjölskrúðugt málfar. Sveitin
leitast við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna
ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar
tegundir þjóðlagatónlistar.
Brek spilar í Hveragerði og Vík
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 203. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Milwaukee Bucks vann loks sinn annan meistaratitil
eftir fimmtíu ára bið með sigri á Phoenix Suns, 105:98,
í sjötta leik úrslitarimmu NBA-deildarinnar í körfu-
knattleik í Milwaukee. Lykillinn að sigri Milwaukee var
stórleikur Giannis Antetokounmpos, sem skoraði
fimmtíu stig, tók fjórtán fráköst og varði fimm skot.
Gunnar Valgeirsson fjallar um Giannis og úrslitaleikinn
í blaðinu í dag. »54
Stórleikur Grikkjans réð úrslitum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í hópi Stuðmanna var Tómas mikil-
vægur hlekkur. Lundin var létt, sem
bjargaði oft málum. Okkur finnst því
mikilvægt að Tómasarlund verði víða
og dafni vel,“ segir Jakob Frímann
Magnússon.
Vinir og samstarfsfólk Tómasar
Magnúsar Tómassonar heitins, svo
sem úr Stuðmönnum og Græna hern-
um, komu saman í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum í Laugardal í
Reykjavík í gær þar sem opnaður var
svonefndur Tómasarlundur. Austast
og innst í garðinum góða hafa verið
gróðursett fjögur tré í minningu
Tómasar; tákn um bassastrengina
fjóra sem Tómas lék fimlega á.
Framan við trén er bekkur í litum
regnbogans, sem minnir á fjölbreyti-
leika mannlífsins.
Skógur og geðrækt
„Við ætlum á næstunni að rækta
Tómasarlund um land allt, en verk-
efnið fléttar saman skógrækt og geð-
rækt. Látum til okkar taka á um tutt-
ugu stöðum á landinu. Næst er að
gróðursetja í nýjum Tómasarlundi
við Hamar, nærri Borgarnesi. Þá
munum við láta til okkar taka í
Laugahlíð í Svarfaðardal, beint á
móti bænum Völlum, en þaðan var
Tómas ættaður. Þar þarf að taka til
hendi. Stærsti Tómasarlundurinn er
hins vegar við Kjarnaskóg á Akur-
eyri,“ segir Jakob.
Tómas Magnús Tómasson (1954-
2018) var einn hugmyndasmiða
Græna hersins og sá sem gaf honum
nafn. Lund og skapgerð Tómasar var
annáluð og laðaðist fólk jafnan að
glaðlegu fasi hans, ljúflyndi, sagna-
gáfu og annáluðum skemmtilegheit-
um. Hann var oft kallaður Bassaleik-
ari Íslands og lék ekki aðeins með
Stuðmönnum og Þursaflokknum
heldur á fleiri hljóðritum en nokkur
íslenskur tónlistarmaður hefur gert
fyrr og síðar. Þá stjórnaði hann upp-
tökum á mörgum mest seldu hljóm-
plötum á Íslandi. Nærtækt er þar að
nefnda Vísnaplöturnar góðkunnu,
sem seldust í bílförmum.
Fegrar, hreinsar og málar
Græni herinn ferðast um landið í
sumar og gróðursetur, fegrar,
hreinsar og málar. Markmið fimm
ára áætlunar í starfinu er að fegra
hringveginn og nærumhverfi hans til
muna. Þegar hafa mörg tonn af
járnarusli verið fjarlægð og haldið
verður áfram á þeirri sömu braut í
næstu framtíð.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Minning Vinir Tómasar á bekknum í Laugardalnum í gær og að baki til hægri eru trén sem gróðursettt voru í minn-
ingu hans. Á myndinni eru, frá vinstri í fremri röð, Þorgils Björgvinsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Andrea Gylfadótt-
ir og Einar Rúnarsson. Aftar eru Jakob Frímann Magnússon, Pálmi Sigurhjartarson og Ásgeir Óskarsson.
Tómasarlund í hávegum
- Fallegur lundur í Laugardalnum - Fjögur tré og bassa-
strengir - Í minningu Tómasar - Glaðlyndi og sagnagáfa
Bassinn Tómas Tómasson á góðri
stundu með Stuðmönnum árið 2005.