Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 9

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 7 Prófessorinn sagðist ekki viss þegar hann var spurður hvort þetta yrði átakavetur í stjórn- málum, hann var varkár þegar hann sagði: „Það verða náttúrulega eins og alltaf átök um einstök mál en ég á nú frekar von á því að það verði ekki stórfelld átök en maður veit aldrei.“ Af langri reynslu vissi Ólafur Þ. Harðarson að betra væri að slá engu endanlega föstu – „en maður veit aldrei“. II. Á þessari stundu hafði prófessorinn ekki frekar en aðrir hugmyndaflug til að ímynda sér að umræður um uppreist æru barna- níðings leiddu til stjórnarslita. Málið hafði verið rætt frá 15. júní 2017 þegar hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu að Robert Downey gæti fengið lögmannsréttindi að nýju. Hann fékk uppreist æru 16. september 2016 að lokinni hefðbundinni afgreiðslu í innanríkisráðuneytinu. Til að gera langa sögu stutta skal vitnað til þess sem Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra sagði um framvindu mála í Morgunblaðinu mánudaginn 18. september: „Allt þar til í síðustu viku hef ég ekki séð gögn í nokkru máli er lýtur að uppreist æru og afgreidd hafa verið í ráðuneytinu fyrir mína tíð, utan frumrits tillögu til forseta Íslands í máli Róberts Downey [frá septem- ber 2016]. Ég óskaði aldrei eftir því og hafði ekki nokkurn hug á að setja mig inn í einstakar embættisfærslur forvera minna. Hinn 21. júlí var ég hins vegar upplýst um það af ráðuneytisstjóra, án þess að hafa eftir því leitað, að við skoðun eldri gagna hefði komið í ljós að meðal umsagna í einu máli sem afgreitt hafði verið sama dag og umsókn Róberts, hafi verið umsögn föður forsætisráðherra. Vikurnar á undan, í tengsl- um við mál Róberts Downey, höfðu verið sagðar misvísandi fréttir af því að forsætis- ráðherra, sem þá var fjármálaráðherra, hafi á einhvern hátt haft aðkomu að afgreiðslu málsins. Ég hafði ekki látið þær fréttir mig nokkru varða enda fyrir mína tíð í embætti. Allt að einu, í ljósi þessara fjölskyldutengsla ráðherrans við einn umsagnaraðila taldi ég rétt að ræða þetta við forsætisráðherra. Hann kom af fjöllum. Síðar var það staðfest að forsætisráðherra hafði alls ekki gegnt stöðu innanríkisráðherra við afgreiðslu málsins í september 2016. Hann sat hins vegar ríkisstjórnarfundinn sem afgreiddi málið til forseta. Ákvörðun um uppreist æru fer frá ráðu- neyti inn á borð ríkisstjórnar og þaðan til for- seta. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta kynnt sér þau skjöl sem búa þar að baki. Efni þeirra skjala er því ekki trúnaðarmál fyrir þeim, hvað þá forsætisráðherranum sjálfum. Þegar af þeirri ástæðu getur það aldrei verið trúnaðarbrot að ræða slík mál við forsætisráðherrann sem hafði heimild til að kynna sér öll þau gögn á sínum tíma. Þar fyrir utan verða fagráðherrar að geta rætt við forsætisráðherra í trúnaði og án takmarkana. Annað væri fásinna. Forsætis- ráðherra er þá bundinn sama trúnaði og fagráðherrann í málinu. Allur áburður um trúnaðarbrot af minni hálfu stenst ekki skoðun.“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.