Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 14
12 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 VII. Hér hefur verið lýst sögulegu ferli og leitast við að skýra það með orðum þeirra sem mest á mæddi. Þar er hlutur Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Á. Andersen stærstur. Þau koma bæði heil frá orrustunni. Bjarni er orðinn þjálfaður í átökum þar sem ráðist er hann af óbilgirni vegna athafna annarra. Hann lét árásirnar nú ekki hagga sér heldur hélt á málinu af festu og leiddi það í réttan farveg með því að leggja það í dóm kjósenda. Hann sýndi frumkvæði forystumanns á örlagastundu. Forystumenn hinna stjórnarflokkanna urðu að engu. Engu var líkara en þeir gerðu sér ekki grein fyrir afleiðingum stjórnarslitanna. Innan Viðreisnar brást ráðgjafaráð við á þann veg að krefjast afsagnar Bjarna og Sigríðar á meðan rannsókn málsins færi fram: Afsagnar ráðherra sem höfðu beðist lausnar! Þá lét Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í veðri vaka að ef til vill sætu hann og samflokksmenn hans ekki í starfsstjórninni. Sigríður lét ekki slá sig út af laginu heldur lagði spilin á borðið af einurð og hreinskilni. Hún hafði skýr rök fyrir hverju skrefi sem hún steig. Eftir að engum duldist að hún hefði tekið á málum vegna uppreistar æru á annan veg en forverar hennar á ráðherrastóli héldu andstæðingar hennar dauðahaldi í kenninguna um að samtal hennar við Bjarna Benediktsson væri hluti af einhverju samsæri sem þyrfti að upplýsa. Dómsmálaráðherra sat opinn fund stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar alþingis þriðjudaginn 19. september og svaraði greiðlega. Það lýsir vel vinnubrögðum Pírata að Jón Þór Ólafsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmenn flokksins, sögðu í lok fundarins að mörgum spurningum væri enn ósvarað. Þar mætti til að mynda nefna spurninguna hvort starfs- manni ráðuneytisins hefði verið heimilt að upplýsa ráðherrann um aðkomu föður forsætisráðherra, sagði í frásögn fréttastofu ríkisútvarpsins. Augljóst er að Píratar eru alltaf við sama heygarðshornið – þeir telja sig aldrei fá fullnægjandi svör og geta því aldrei tekið afstöðu til mála. Stjórnmálamenn af þessu tagi dæma sig úr leik, enginn vill starfa með þeim. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, tók að sögn fréttastofunnar í sama streng og Píratar sem sýnir á hvaða leið 101-armur VG er í aðdraganda kosninganna. Taldi Svandís fá svör hafa verið gefin við spurningum sem hefðu kviknað í tengslum við stjórnarslitin! Varla hefur þingflokksformaður VG í raun vænst þess að dómsmálaráðherra gæti sett sig í spor þeirra sem hittust heima hjá Óttari Proppé að kvöldi 14. september og afgreiddu í hring, hver á innan við 90 sekúndum, að þeir ættu að slíta stjórnarsamstarfinu vegna máls sem var í raun órætt og ókannað. Á vefsíðu Bjartrar framtíðar var þessi texti birtur föstudaginn 15. september: „Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benedikts- sonar. Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.“ Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.