Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 15

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 15
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 13 Styttra gat það ekki verið og getur hver ráðið í textann að vild. Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktaði hins vegar sunnudaginn 17. september á þann veg að ráðherrar flokksins ættu að sitja í starfs- stjórninni og sagði ráðið einnig: „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga.“ Þessi málflutningur dugar flokkunum ekki nema í nokkra daga. VIII. Sigurður I. Jóhannsson, formaður Framsóknar- flokksins, kannaði föstudaginn 15. september hvort vilji væri til að reyna að koma á fót „einhvers konar minnihlutastjórn“. Ekki hefði verið „vilji til þess að verja hana“ sagði hann við mbl.is miðvikudaginn 20. september. Hann hefði einkum horft til stjórnar VG, Framsóknarflokks og Sam- fylkingar. Síðan hefði hann þriðjudaginn 19. september heyrt um „einhverjar þreifingar um fimm flokka stjórn sem ég fékk þó ekki skilið því það væri þá fyrst og fremst verið að tala um ríkisstjórn fyrir næstu sex vikurnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Þetta minnir á að erfitt verður að mynda ríkisstjórn eftir kosningar fái sjö eða átta flokkar menn kjörna á þing. Stóra línan í stjórnmálum er á milli Sjálfstæðisflokks og VG. Það má bæði líta á hana sem markalínu eða línu sem þarf að stytta svo að flokkarnir geti starfað saman. Á flokksráðsfundi VG 19. ágúst 2017 sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG: „Vaxandi misskipting gæðanna sprettur beinlínis af því efnahagskerfi og þeim pólitísku stefnum sem hafa verið ráðandi undanfarna áratugi og nú er svo komið að sífellt fleira fólk er farið að finna fyrir því.“ Hvað felst í þessum orðum? Hvaða efna- hagskerfi vill flokksformaðurinn? Kerfið í Venezúela? Þar er skýrasta dæmið um örlög þjóðar sem lýtur stjórn manna sem risu gegn „því efnahagskerfi og þeim pólitísku stefnum sem hafa verið ráðandi undanfarna áratugi“. Bjarni Benediktsson bauð Katrínu lykilinn að fjármálaráðuneytinu, vildi hún ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn. Katrín sagði „bakland“ sitt ekki vilja slíkt samstarf. Það er fólkið að baki Svandísi Svavarsdóttur í VG-101. Treysta Sjálfstæðis- menn VG-mönnum sem vilja kollvarpa efnahagskerfinu? Eftir að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, lagði fram fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2018 þótti mörgum Sjálfstæðismönnum nóg um skatta- og útgjaldahækkanirnar og skortinn á uppstokkun í ríkiskerfinu. Varla yrði það betra með VG við stjórn ríkisfjármála. Smíði samsæriskenninga og gerð krafna um rannsókn á einhverju sem hefur verið upplýst má ekki verða til þess að stóra línan gleymist. Línan sem ræður hvort hér er samfélag þar sem framtak og dugnaður einstaklinga fær að njóta sín eða þjóðfélagskerfi þar sem allir keppast við að tryggja eigin hag með kröfum á hendur ríkinu. Bjarni er orðinn þjálfaður í átökum þar sem ráðist er hann af óbilgirni vegna athafna annarra. Hann lét árásirnar nú ekki hagga sér heldur hélt á málinu af festu og leiddi það í réttan farveg með því að leggja það í dóm kjósenda. Hann sýndi frumkvæði forystumanns á örlagastundu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.