Þjóðmál - 01.09.2017, Side 22

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 22
20 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Lilja Dögg Alfreðsdóttir Stöðugleikasjóður í auðlindahagkerfinu Efnahagsmál Eitt helsta verkefni stjórnmálamanna á Íslandi er að stuðla að stöðugleika. Stofnun Stöðug- leikasjóðs á Íslandi yrði mikilvægt skref að því marki sem gæti markað vatnaskil í sögu þjóðarinnar. Ísland er lítið opið hagkerfi, þar sem útflutningur landsins nemur um 55% af landsframleiðslu. Gjaldeyristekjur Íslands koma frá ríkulegum náttúruauðlindum sem landið er gæfuríkt að búa að. Þrjár af fjórum meginstoðum útflutnings byggja á náttúru- auðlindum landsins, ferðaþjónusta, sjávar- útvegur og orkuiðnaður. Hugverkaiðnaður er sívaxandi útflutningsgrein sem byggir á íslensku hugviti og er það vel, enda mikil- vægt að útflutningsstoðir landsins séu sem fjölbreyttastar. Meginstoðir útflutnings íslenska þjóðarbúsins eru byggðar á auðlind- um og vegna smæðar hagkerfisins mun hagkerfið alltaf búa við hagsveiflur, sem gera almenn-ingi og fyrirtækjum í landinu erfiðara fyrir að gera áætlanir um framtíðina. Til að treysta umgjörð um hagstjórn á Íslandi þarf að ráðast í ýmsar stefnumótandi aðgerðir eins og að treysta betur samspil ríkisfjármálastefnu og peningastefnu ásamt því að styrkja stoðir vinnumarkaðarins.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.