Þjóðmál - 01.09.2017, Page 26

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 26
24 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Þýsk stjórnmál Björn Jón Bragason Hagsæld fyrir alla Þýsku þingkosningarnar, stefna Kristilegra demókrata, Angela Merkel og Sjálfstæðisflokkurinn Sunnudaginn 24. september síðastliðinn gengu Þjóðverjar að kjörborðinu og kusu sér nýtt sambandsþing. Sem mikill áhuga- maður um þýsk stjórnmál hélt ég í júlí til Þýskalands til að kynna mér kosningabaráttu langstærsta stjórnmálaflokks landsins, Kristilegra demókrata (CDU), sem er einmitt systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Ytra átti ég áhugaverð samtöl við starfsmenn CDU og hitti einnig einn helsta fræðimann Konrad Adenauer Stiftung, sem er vísindastofnun í pólitískum fræðum, hliðsett flokki Kristilegra demókrata. Ég notaði sömuleiðis tækifærið til að fræðast um starfsemi flokksins og um þýsk stjórnmál almennt. Mig langar hér í fáeinum orðum að fjalla um nýloknar þingkosningar í Þýskalandi, um stefnu Kristilegra demókrata og systurflokksins í Bæjaraland, um flokks- formanninn Angelu Merkel kanslara og tengsl Kristilegra við Sjálfstæðisflokkinn. En áður en lengra er haldið er rétt að gera lítils- háttar grein fyrir uppruna flokks Kristilegra demókrata og þýska flokkakerfisins. Hún er „ein af okkur“ segja Þjóðverjar gjarnan um Angelu Merkel og kalla hana margir Mutti eða mömmu. Hún er því ekki lengur Mädchen heldur orðin Mutti, og nota mætti orðið „landsmóðir“ í þessu samhengi.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.