Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 27

Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 27
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 25 Flokkakerfi verður til Í lok síðari heimsstyrjaldar var Þýskalandi skipt í fjögur hernámssvæði, Bandaríkja- manna, Breta, Frakka og Sovétmanna, auk þess sem höfuðborginni Berlín var skipt sérstaklega. Hernámsstjórnirnar völdu forystumenn úr hópi Þjóðverja og höfðu mikil afskipti af starfsemi stjórnmálaflokka sem þá voru óðum að verða til að nýju eftir tólf ára einræði. Á sama tíma var þjóðinni haldið niðri efnahagslega, svo stór hluti hennar var við hungurmörk. Glöggir menn í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar sáu að þessi stefna myndi leiða til ófarnaðar og því voru kannaðir möguleikar á sameiningu hernámssvæðanna. Sovétmenn tóku þessum hugmyndum fálega sem best sást á umferðar- banninu til Vestur-Berlínar sem stóð frá 1. apríl 1948 til 5. maí 1949. Því fór svo að stofnað var þýskt lýðræðisríki á hernáms- svæðum Bandaríkjamanna, Breta og Frakka sem var skipt í sambandslönd, Bundesländer, sem nutu og njóta enn sjálfsforræðis að mörgu leyti, en á hernámssvæði Sovétmanna var komið á fót kommúnistaríki, Austur- þýska alþýðulýðveldinu. Fyrstu kosningar til sambandsþingsins fóru fram 14. ágúst 1949 á grundvelli nýrrar stjórnarskrár. Sigurvegari fyrstu kosninganna var Kristilegi demókrataflokkurinn, sem á þýsku nefnist Christlich Demokratische Union (CDU), og notið hefur mest fylgis vesturþýskra flokka frá stríðslokum. Nasistar höfðu barist gegn kirkju og kristni sem varð til þess að fylgis- menn kristinnar trúar og siðalögmála hennar stofnuðu með sér samtök hvarvetna í stríðs- lok. Fulltrúar þessara samtaka eða flokks- brota komu saman í Godesberg dagana 14.-16. desember 1945 og samþykktu að starfa saman undir merkjum Kristilegra demókrata. Kristilegir í Bæjaralandi mynduðu þó sinn eigin flokk, Christlich­Soziale Union, og hefur sú skipting haldist fram á þennan dag. Í kosningum til sambandsþingsins hafa kristilegu flokkarnir tveir þó alla tíð haft með sér bandalag og mynda einn þingflokk, Unionsparteien. Næststærsti flokkur Vestur-Þýskalands var frá upphafi Sósíaldemókrataflokkurinn, Sozial­ demokratische Partei Deutschlands (SPD). Flokkurinn á rætur að rekja aftur til ársins 1863 en hafði verið bannaður á árum Þriðja ríkisins, líkt og aðrir stjórnmálaflokkar. Forystumenn hans andæfðu mjög hinni frjálslyndu efnahagsstefnu sem kristilegu flokkarnir fylgdu á eftirstríðsárunum en sneru snemma frá áformum um þjóðnýtingu þegar lýðum varð ljós sá glæsilegi árangur sem náðst hafði í efnahagsmálum. Þriðji höfuðflokkur sambandslýðveldisins var frá upphafi flokkur Frjálslyndra demókrata, Freie Demokratische Partei (FDP). Hann var stofnaður 1946 og boðaði sem mest frelsi í menningar- og efnahagsmálum, baráttu gegn ríkisafskiptum og myndun einokunar- hringja. Frjálslyndir demókratar hafa því frá stofnun átt mikla samleið með flokki Kristilegra demókrata og samsteypustjórn þeirra hélt völdum fyrstu 17 ár sambands- lýðveldisins. Fjárhagslegt sjálfstæði borgaranna Kristilegir demókratar voru frá upphafi mið- flokkur, flokkur allra stétta. Konrad Adenauer varð fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands og færði flokkinn meira til hægri og flokkurinn varð enn markaðssinnaðri er hinn snjalli hagfræðingur, Ludwig Erhard, gekk til liðs við hann. Að mati Erhard skyldi atvinnulífið vera sem frjálsast og einstaklingunum sköpuð skilyrði til að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Flokkurinn hafnaði áætlunarbúskap, höftum og vöruskömmtun og greindi þannig veru- lega á við höfuðandstæðing sinn í stjórn- málum, Sósíaldemókrataflokkinn. Flokkarnir voru einnig á öndverðum meiði í utanríkismálum. Kristilegu flokkarnir aðhylltust frá upphafi náið samstarf við Vesturveldin. Fyrir atfylgi Adenauer var Vestur- Þjóðverjum veitt innganga í Atlantshafs- bandalagið og komið var á nánu samstarfi á efnahagssviðinu við önnur ríki Vestur-Evrópu. Framan af stefndu Sósíaldemókratar aftur á móti að sameiningu hlutlauss Þýskalands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.