Þjóðmál - 01.09.2017, Side 29

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 29
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 27 Félagslegur markaðsbúskapur Hagsæld fyrir alla eða Wohlstand für Alle er einmitt titill á frægri bók Erhards frá árinu 1957. Upphafsorð hennar eru svohljóðandi: „Nokkru áður en ég varð efnahagsráðherra Vestur-þýska sambandslýðveldisins lýsti ég því yfir á landsfundi Kristilegra demókrata (CDU), í ágúst 1948 í Recklinghausen, að ég teldi fráleitt að hugmyndir um fyrri tekjuskiptingu í þjóðfélaginu næðu á ný að festa rætur, og myndi ég vinna gegn því. Þannig vildi ég taka af allan vafa um það að fyrir mér vekti og ég stefndi að skipan efnahagsmála sem væri þess megnug að færa fjölmennari stéttum þjóðarinnar aukna velmegun. Ég hugsaði mér að með því að skapa fjöldakaupgetu væri hægt að sigrast á hinni gömlu, íhaldssömu þjóðfélags- skipan.“ Kjarninn í kenningum Erhards er einstak- lingurinn sem neytandi og hvernig tryggja megi honum sem mesta hagsæld, og þá alveg án tillits til stéttar eða stöðu, þ.e. „hagsæld fyrir alla“ eins og kemur fram í titli bókarinnar. Þetta verði ekki gert nema með virku atvinnufrelsi, frjálsri samkeppni og frjálsu neysluvali. Til að ná fram þessum markmiðum verði að þroska með þjóðinni viljann til að bera ábyrgð á eigin örlögum. Erhard talaði mjög einarðlega á móti hug- myndum sósíaldemókrata um „velferðarríki“, sú hugsun gengi út á að sístækkandi hluti þjóðarinnar sækti sér framfærslueyri í vasa náungans með tilstyrk opinbers millifærslu- kerfis. Erhard lagði engu að síður áherslu á samhjálp á vegum hins opinbera en hún yrði ekki tryggð nema með stöðugleika í pen- ingamálum, eða eins og hann orðaði það: „Félagslegur markaðsbúskapur er óhugsandi án rökréttrar peninga mála- stefnu, sem miðar að því að tryggja verð- gildi peninganna.“ Erhard hafði forgöngu um afnám hafta og undir hans forystu sem efnahagsráðherra voru skattar lækkaðir verulega, hvort tveggja á einstaklinga og fyrirtæki. Um leið var dregið úr þrepaskiptingu í skattkerfinu, eignaskatt- ur var lækkaður umtalsvert og sömuleiðis erfðafjárskattur. Þá var komið upp hvötum til sparnaðar og fjárfestingar í skattkerfinu. Frelsi einstaklingsins er síðan lykilatriði í kenningum Erhards: „Neyslufrelsi og atvinnufrelsi eiga í hugum allra borgara að vera óskerðanleg mann- réttindi. Að brjóta í bága við þau ætti að teljast tilræði við þjóðfélagið. Lýðræði og frjáls efnahagsstarfsemi eru jafnóaðskiljan- leg og einræði og ríkisrekstur.“ Með áherslu á þessi grundvallaratriði varð þýska efnahagsundrið, Wirtschaftswunder, að veruleika, þegar úr rústum heimsstyrjaldar- innar reis á örfáum árum eitt nútímalegasta og framsæknasta þjóðfélag heims. Enga tilraunastarfsemi! Svona auglýstu Kristilegir demókratar í aðdraganda kosninganna 1957, en það ár fengu kristilegu flokkarnir hreinan meirihluta á sambands­ þinginu. Kosningabarátta þeirra nú var að mörgu leyti áþekk, og kjósendur vita hvar þeir hafa Angelu Merkel.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.