Þjóðmál - 01.09.2017, Side 31
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 29
Mitt í allri pólitískri upplausn síðustu ára
hefur Þýskaland notið sérstöðu. Það segir sitt
um stöðugleika stjórnarfars í Vestur-
Þýskalandi og sameinuðu Þýskalandi að frá
stofnun sambandslýðveldisins hafa kanslar-
arnir aðeins verið átta talsins, þar af fimm úr
flokki Kristilegra;
Kondrad Adenauer, 1949-1963,
Ludwig Erhard 1963-1966,
Kurt Georg Kiesinger 1966-1969,
Helmut Kohl 1982-1998
og loks Angela Merkel frá árinu 2005.
Til samanburðar má nefna að forsætisráð-
herrar Breta frá stríðslokum eru orðnir 14
talsins og stjórnarskipti hafa orðið 42 sinnum
á Ítalíu á sama tímabili. Kristilegir hafa verið
við völd í þýska sambandslýðveldinu í 50 ár
af þeim 68 sem liðin eru frá stofnun þess.
Enginn flokkur hefur því haft viðlíka áhrif á
þróun landsmála og enginn flokkur hefur haft
meiri áhrif á þróun mála í Evrópu á sama tíma.
Öflugasti leiðtogi Vesturlanda
Enginn kjörinn þjóðarleiðtogi í Evrópusam-
bandinu hefur verið lengur við völd en
Angela Merkel sem tók við embætti kanslara
2005. Á þeim tíma var George W. Bush
Bandaríkjaforseti, Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti. Þegar Merkel varð formaður Kristilegra
demókrata árið 2000 var Bill Clinton enn
forseti Bandaríkjanna. Hún hefur því verið
kanslari í bráðum tólf ár, en það er ekki met,
því Helmut Kohl sat að völdum í rúm 16 ár og
Konrad Adenauer var kanslari í 14 ár.
Óhætt er að segja að Merkel sé ólík flestum
stjórnmálaleiðtogum Vesturlanda. Faðir
hennar var lútherskur prestur og hún er
trú lútherskum gildum í einkalífi sínu. Hún
berst ekki á, vill vera hjálpsöm við náung-
ann og ekki skulda fjármuni. Hún er ef til
vill frekar innblásin af lútherskri siðfræði
en pólitískri hugmyndafræði. Sjálf hefur
hún lýst sinni pólitísku sýn svo að hún sé
um sumt frjálslynd, um annað íhaldssöm
og um enn annað christlichsozial, sem
þýða mætti sem kristileg jafnaðarstefna.
Angela Merkel er alinn upp í Austur-Þýska-
landi og er doktor í eðlisfræði. Hún sneri sér
að stjórnmálum við fall alþýðulýðveldisins og
var kjörin á sambandsþing sameinaðs Þýska-
lands 1990. Sama ár var hún skipuð ráðherra
í ríkisstjórn Helmuts Kohls sem bar hana á
höndum sér og kallaði hana „stúlkuna“, die
Mädchen, enda var hún yngsti ráðherra í
sögu sambandslýðveldisins. Sósíaldemó-
kratar tóku við valdataumum árið 1998 og
nýr formaður flokks Kristilegra var Wolfgang
Schäuble, núverandi fjármálaráðherra.
Flokkurinn var þar með utan ríkisstjórnar í
fyrsta skiptið frá árinu 1982.
Snemma árs 2000 kom upp styrkjahneyksli,
þekkt sem Schwarzgeldaffäre, sem skók
flokkinn. Kristilegu flokkarnir höfðu mælst
með um 45% fylgi á landsvísu í könnunum
áður en styrkjamálið var gert opinbert, en
fylgið féll niður í um 30% á örskömmum tíma.
Merkel steig þá fram og gagnrýndi Kohl opin-
berlega. Hún þótti svo sköruleg í framgöngu
að svo fór hún var kjörinn nýr formaður flokk-
sins í stað Schäuble 10. apríl 2000. Merkel varð
leiðtogi stjórnarandstöðu kristilegu flokkanna
á þýska sambandsþinginu 2002 og fyrir
kosningarnar 2005 var hún útnefnd
kanslaraefni þeirra.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands frá árinu 2005