Þjóðmál - 01.09.2017, Side 39

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 39
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 37 Norsk stjórnmál Magnús Þór Hafsteinsson Norska hægristjórnin vann nauman varnarsigur og heldur velli Erna Solberg, formaður Hægriflokksins (sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins) og forsætisráðherra Noregs síðastliðin fjögur ár, verður áfram við stjórnvölinn þar í landi. Minnihlutaríkisstjórnarsamstarf Hægri- flokksins við hinn frjálshyggjusinnaða Framfaraflokk, með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og frjálslynda flokksins Vinstri, hélt naumlega velli í norsku þing- kosningunum sem fóru fram 18. september síðastliðinn. Þetta kosningabandalag hlaut 88 þingsæti og hefur þannig aðeins þrjú sæti umfram þau 85 sæti sem þarf til að mynda meirihluta á norska Stórþinginu. Stjórnarandstaðan, það eru vinstriflokkarnir og Miðflokkurinn (systurflokkur Framsóknar á Íslandi), hlaut alls 81 þingsæti. Þetta eru, auk Miðflokksins, Verkamannaflokkurinn (systurflokkur Samfylkingar), Sósíalíski vinstri- flokkurinn (systurflokkur Vinstri grænna), Umhverfisflokkur Græningja (sem ekki á jafningja sinn á Íslandi) og kommúnista- flokkurinn Rautt (sem svipar líklega mest til Alþýðufylkingarinnar). Önnur minni framboð í Noregi hlutu ekki brautargengi og voru langt undir einu prósenti. Til dæmis fékk norski Pírataflokkurinn aðeins 0,1%. Erna Solberg hefur sannað sig sem þjóðarleiðtogi sem veldur því að stjórna jafnvel þó að stundum þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir. Hún virðist einnig njóta lýðhylli. Þrátt fyrir að hún fari í fararbroddi borgaralegra afla er hún afar blátt áfram í fasi og hún kemur úr röðum alþýðufólks í Björgvin á vesturströndinni.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.