Þjóðmál - 01.09.2017, Side 41

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 41
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 39 Norski Verkamannaflokkurinn er nú aðeins rétt stærri en Hægriflokkur Ernu Solberg forsætisráðherra, sem hlaut 25,0% og tapaði 1,8% frá síðustu kosningum. Ljóst er að Verkamannaflokksins bíða erfiðir tímar, jafn- vel með innra uppgjöri. Undir forystu Jonasar Gahr Störe formanns klúðraði flokkurinn illilega tækifærum til að sauma nógu fast að sitjandi hægristjórn. Öðrum vinstriflokkum mistókst einnig Hinir vinstriflokkarnir fengu ekki það fylgi sem margir höfðu vonir um, þó að þeir bættu sig. Þannig hlaut Sósíalíski vinstriflokkurinn 6%, jók fylgið um 1,9% og fjölgaði þingmönnum úr sjö í ellefu. Vonir um að Græningjum og kommúnistunum í Rautt tækist að ná upp í 4% prósenta þröskuldinn sem þarf til að eiga rétt á uppbótarþingsætum brugðust einnig hrapallega. Rautt fékk 2,4% (aukning um 1,3%) og þingmann í fyrsta sinn í sögu sinni. Hann hefði getað náð um sjö sætum ef hann hefði fengið uppbótarmenn. Svipað gildir um Umhverfisflokk Græningja. Hann fékk aðeins 3,2% og einn þingmann. Þessi flokkur svaraði hvergi væntingum um fylgisaukningu í kosningunum. Hann jók fylgið aðeins um 0,4% frá 2013. Tæpara gat það vart orðið Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, sem hafa setið í ríkisstjórn síðustu fjögur árin, unnu báðir varnarsigra. Hægriflokkurinn missti sem fyrr greindi 1,8% og þrjú þingsæti. Hann á nú 45 þingmenn. Framfaraflokkurinn tapaði 1,2% og þingflokkur hans fór úr 29 í 27 þingmenn. Báðum litlu flokkunum sem studdu minnihlutastjórn þessa tveggja hægri- flokka á síðasta kjörtímabili og vörðu falli á norska Stórþinginu, það er Kristilega þjóðar- flokknum og Frjálslynda flokknum Vinstri, rétt tókst að komast yfir 4% múrinn og fá jöfnunarsæti. Vinstri fékk 4,3% og Kristilegir 4,2%. Hvor flokkur um sig hlaut átta þingsæti. Kristilegi þjóðarflokkurinn missti þó all- nokkurt fylgi frá 2013. Hann tapaði 1,4% og varð að horfa á eftir tveimur þingsætum. Vinstri missti eitt þingsæti. Þannig töpuðu þeir fjórir flokkar sem stóðu að ríkisstjórn Ernu Solberg á kjörtímabilinu 2013-21017 alls átta þingsætum í þessum kosningum. Ljóst er að vart gat staðið tæpar að sitjandi meirihluta í norska Stórþinginu tækist að halda stöðu sinni. Ef Kristilegi þjóðarflokkur- inn og Vinstri hefðu ekki náð upp fyrir 4% markið og fengið uppbótarþingsæti hefði stjórnin fallið.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.