Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 49

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 49
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 47 Burtséð frá því hvað telst eigingjarnt og hvað ekki, þá liggur fyrir að ungt fólk efast stórlega um kapítalismann og þau tækifæri sem hann hefur upp á að bjóða – fyrir alla. Það er búið að telja því trú um að það eigi rétt á hinu og þessu, alveg óháð því hvað það þarf að leggja á sig. Ungt fólk lítur á það sem sjálfsagðan hlut að eiga rétt á ókeypis menntun og ríkisstyrktum lánum á meðan það menntar sig. Það á rétt á því að ríkið greiði því fæðingar- orlof og krefst þess að upphæðirnar séu hærri. Svona mætti áfram telja. Þetta er ekki alslæmt að mati Fjölnis. Það eru forréttindi að búa í landi þar sem þessir hlutir eru í boði, t.a.m. á Íslandi. En það er ekki hægt að saka aðra um að vera eigingjarnir á sama tíma og maður krefst þess að einhver annar sjái fyrir helstu þörfum sínum. *** Það eru fleiri vinklar á þessu. Það er að myndast gjá á milli kynslóða. Með einföldum hætti mætti segja að við séum annars vegar með ungu kynslóðina sem vill fá allt upp í hendurnar, ekki seinna en í gær, og hins vegar með foreldra þeirra, ömmur og afa sem hafa allt sitt líf unnið fyrir því sem þau eiga og vita að ekkert er ókeypis í lífinu. Þessi ein- földun er vissulega ekki með öllu sanngjörn og gefur ekki endilega rétta mynd af raun- veruleikanum – en hún er þó ekki með öllu fjarstæðukennd. *** Þetta má skoða nánar og horfa til Bretlands. Eftir að meirihluti breskra kjósenda ákvað í fyrra að Bretland gengi úr Evrópusambandinu (ESB) fór af stað undarleg stjórnmálaskýring á niðurstöðum kosninganna (Brexit). Þeir sem aðhylltust áframhaldandi veru Breta í sambandinu horfðu til þess, og gerðu mikið úr, hvernig mismunandi kynslóðir greiddu atkvæði gagnvart Brexit. Í stuttu máli kaus unga fólkið með áframhaldandi veru í ESB en eldri kynslóðir studdu útgöngu. Andstæðingar Brexit hófu í framhaldinu áróður þar sem meginkjarni skilaboðanna var á þá leið að gamla fólkið hefði kosið um framtíð unga fólksins – og sú framtíð fæli í sér að standa utan ESB. Í takt við dramatískar og digur- barkalegar yfirlýsingar nútíma stjórnmála var látið að því liggja að eldri kynslóðir hefðu sett þær yngri út á Guð og gaddinn og stolið af þeim framtíðinni. Það fór þó minna fyrir því í umræðunni að unga fólkið, sem samkvæmt fyrrgreindum rökum glataði framtíð sinni, mætti illa á kjörstað til að kjósa um framtíð sína. Það er mögulega einföldun, en staðreyndin er þó sú að þátttaka ungs fólks í kosningunum var lítil. Það er skammt stórra högga á milli. Brexit- kosningarnar vöktu ekki meiri áhuga meðal ungs fólks en svo að flest af því sat heima, en nokkrum dögum seinna var búið að taka framtíðina og alla von um lífshamingju frá því. *** Bretar gengu aftur að kjörborðinu á þessu ári, nú fyrir þingkosningar. Þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til kosninga snemma í vor (þremur árum áður en kjörtímabilinu lauk) leit allt út fyrir að kosningarnar myndu snúast um Brexit. May hafði tekið við embætti forsætisráðherra eftir að David Cameron sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna, og hún mat það (rétti- lega) sem svo að hún þyrfti að fara sjálf í gegnum kosningar til að auka pólitíska vigt sína og afla sér aukins þingmeirihluta. Í fyrstu leit út fyrir að Íhaldsflokkurinn, flokkur May, myndi sigra auðveldlega í kosningunum. Annað kom á daginn. Íhaldsflokkurinn tapaði töluverðu fylgi en Verkamannaflokkurinn, undir forystu hins tæplega sjötuga sósíalista Jeremy Corbyn, jók fylgi sitt til muna. Leið- angur May misheppnaðist og hún kom löskuð út úr kosningunum þó að henni hafi tekist að mynda ríkisstjórn með Lýðræðislega sambandsflokknum (DUP) á Norður-Írlandi. *** Allir þeir sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin, svo valið sé orðatiltæki af handahófi, eru í augum vinstrimanna eigingjarnir og gráðugir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.