Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 50

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 50
48 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Kosningarnar áttu að snúast um Brexit og forystu May til að leiða þær viðræður af krafti. Þær fóru þó að snúast um allt aðra hluti og að lokum mætti segja að kosningarnar hafi í raun endurspeglað gjá á milli kynslóða, annað árið í röð. Ross Clark, pistlahöfundur breska tímaritsins The Spectator, skrifaði fyrr í sumar um hið svokallaða Kynslóðastríð (e. Generation war) og bendir réttilega á að til að byrja með hafi Corbyn ekki verið talinn eiga nokkra möguleika á sigri í kosningunum. „Hann er mun vinstrisinnaðri en nokkur for- maður Verkamannaflokksins sem nokkru sinni hefur sigrað í formannskjöri, og efnahags- stefna hans var að margra áliti einfaldlega ósamræmanleg gildum hinnar nútímalegu og framsæknu bresku þjóðar,“ segir Clark í grein sinni. Hann veltir einnig upp þeirri spurningu hvort Tony Blair hafi ekki sannað það að flokkur vinstra megin við miðju yrði að afneita sósíalisma til að geta sigrað í kosningum; eða að minnsta kosti að gera það í orði kveðnu og fela hann undir feldi jafnaðarstefnu. *** Eftir því sem leið á kosningabaráttuna dró saman með flokkunum. Eftir að Íhaldsflokkur- inn viðraði þá hugmynd að leggja sérstakan eignarskatt á verðmæti heimila missti flokkur- inn fylgi meðal eldri kynslóða, kynslóða sem höfðu lengi kosið flokkinn, en voru á sama tíma húsnæðiseigendur sem sáu fram á aukna skattbyrði. En skoðanakannanir sýndu þó fram á aðra og merkilegri sögu. Vissulega færði margt eldra fólk sig yfir til Verkamannaflokksins en sú tilfærsla var ekki jafn sláandi og tilfærslan meðal ungs fólks. Skoðanakönnun ICM frá 18. apríl, við upphaf kosningabaráttunnar, sýndi að yfir 75% eldra fólks hygðust kjósa Íhaldsflokkinn en aðeins 4% Verkamannaflokkinn. Þann 29. maí hafði fylgið við Íhaldsflokkinn dregist saman og stóð í 52% en fylgi Verkamannaflokksins hafði aukist í 18%. Fyrri skoðanakönnunin hafði sýnt að 28% fólks á aldrinum 18-24 ára hygðust kjósa Verkamannaflokkinn og 16% Íhaldsflokkinn. Í skoðanakönnun sem birtist 29. maí sagðist 61% þessa hóps styðja Verka- mannaflokkinn en aðeins 12% Íhalds flokkinn. Nú er rétt að taka þessum tölum með fyrir- vara, þar sem um könnun var að ræða og við vitum ekki enn hvernig mismunandi aldur- shópar greiddu að lokum atkvæði. *** Við höfum hins vegar næg gögn til að sjá að mikil breyting hefur orðið á stjórnmála- skoðunum ungs fólks á síðustu mánuðum. Clark bendir í grein sinni á að svo seint sem árið 2015 var ungt fólk í Bretlandi ekki sérlega hallt undir vinstristefnu. YouGov- greining á kosningum þess árs gaf til kynna að 36% fólks á aldrinum 18-29 ára hefðu kosið Verkamannaflokkinn og 32% Íhalds- flokkinn. Í nýlegum skoðanakönnunum „Hann er mun vinstrisinnaðri en nokkur formaður Verkamannaflokksins sem nokkru sinni hefur sigrað í formannskjöri, og efnahagsstefna hans var að margra áliti einfaldlega ósamræmanleg gildum hinnar nútímalegu og framsæknu bresku þjóðar,“ segir Clark í grein sinni um Jeremy Corbyn. leiðtoga Verkamannaflokksins. Þróunin í Frakklandi er með svipuðum hætti. Í nýlegum forsetakosningum þar í landi naut Jean-Luc Mélenchon, vinstrimaður sem talaði fyrir því að hækka tekjuskatt í 90%, mest stuðnings fólks á aldrinum 18-24 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.