Þjóðmál - 01.09.2017, Side 53

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 53
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 51 Clark bendir einnig á að fólk undir 35 ára aldri hefur ekki kynnst þeirri neikvæðu ímynd sósíalismans sem eldri kynslóðir þekkja svo vel. Og það er rétt hjá honum. Nú eru nær 30 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins og sú kynslóð hefur, sem betur fer, ekki kynnst þeim hryllingi sem sósíalisminn hefur upp á að bjóða. Þessi kynslóð þekkir ekki Austur- Þýskaland nema í sögubókum – og þær fjalla ekki endilega um það sem raunverulega átti sér stað austan járntjaldsins. Kynslóðin sem nú hefur áhyggjur af því að Google fylgist með henni hefur aldrei kynnst Stasi og þeim aðferðum sem stofnunin notaði. Sú kynslóð á erfitt með að ímynda sér að fyrir 40 árum hafi jafnaldrar hennar verið skotnir fyrir að reyna að klifra yfir múrinn. *** Nú er það ekki svo að unga kynslóðin sé illa upplýst. Það mætti með góðum rökum halda því fram að hún sé jafnvel betur upplýst en eldri kynslóðir. Hún hefur í það minnsta betri aðgang að upplýsingum en foreldrar hennar höfðu á sama aldri. Svo má auðvitað velta því fyrir sér hvaða upplýsingar hún fær. Fréttastofa RÚV reyndi t.d. lengi að halda því fram að „efnahagserfiðleikarnir“ í Venesúela væru afleiðingar af lækkandi olíuverði. Á öld upplýsingaflóðsins er ekki sjálfgefið að upplýsingarnar séu réttar. Samkvæmt könnunum hér á landi njóta Vinstri græn mikils stuðnings meðal ungs fólks. Þá skiptir engu að Vinstri græn og for- verar þeirra studdu þá sem skutu unga fólkið sem reyndi að klifra yfir Berlínarmúrinn, þau dýrkuðu Fidel Castro sem tók pólitíska andstæðinga sína af lífi eins og enginn væri morgundagurinn og þau höfðu lítið út á það að setja að skoðanabræður þeirra í Kína og Sovétríkjunum væru ábyrgir fyrir dauða tugmilljóna manna. *** Ekkert af þessu skiptir þó máli í stóra sam- henginu, enda löngu liðnir atburðir. Hægri- menn geta endalaust rifjað upp syndir kommúnistanna en þeir tala fyrir daufum eyrum. Enginn heilvita Íslendingur ætlar Katrínu Jakobsdóttur að styðja eða sam- þykkja aðferðir Castros, Maós eða Stalíns – jafnvel þó að hún sé í grunninn sammála stjórnmálaskoðunum þeirra. Hægrimenn þurfa því að líta í eigin barm. Þeim hefur mistekist að sannfæra ungt fólk um ágæti kapítalismans. Þeir stjórnmálamenn eru teljandi á fingrum annarrar handar sem tala um vinnu og dugnað sem dyggð, sem tala fyrir minni ríkisafskiptum og auknum tækifærum fyrir þá sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Fyrr eða síðar verða hægri- menn að taka á þessu fráhvarfi ungs fólk frá kapítalisma. *** En hægrimenn þurfa líka að tryggja það að allir hafi sömu tækifæri. Það er til lítils að predika um ávinninginn af frjálsum markaði ef hann gerir heilli kynslóð ekkert gagn, sbr. fyrrnefndur húsnæðisvandi ungs fólks í Bret- landi, sem er svipaður hér á landi. Ungt fólk þarf að fá tækifæri til að vera þátttakendur í kapítalismanum. Það er engin ástæða til að ætla annað en að ungt fólk í dag sé duglegt og framsækið. Það þarf þá að hafa fullvissu fyrir því að dugnaður þess borgi sig. Ungt fólk er ekki eigingjarnt og það er ekki drifið áfram af græðgi – en það vill fá tækifæri til að njóta afraksturs vinnu sinnar. Sósíalisminn mun ekki færa unga fólkinu það tækifæri. Kynslóðin sem nú hefur áhyggjur af því að Google fylgist með henni hefur aldrei kynnst Stasi og þeim aðferðum sem stofnunin notaði. Sú kynslóð á erfitt með að ímynda sér að fyrir 40 árum hafi jafnaldrar hennar verið skotnir fyrir að reyna að klifra yfir múrinn.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.