Þjóðmál - 01.09.2017, Page 54

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 54
52 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Það er mál margra að loftslagsbreytingar séu mikilvægustu viðfangsefni mannkyns í bráð og lengd. Margar ríkisstjórnir og þjóð- höfðingjar taka undir þetta og líklega allar ríkisstjórnir þróaðra landa, a.m.k. í orði kveðnu, nema ríkisstjórn og þjóðhöfðingi þess ríkis sem talið er næstmesti áhrifavaldur á hlýnun jarðar ef kenningin um gróðurhúsaáhrif kol- tvíildis, CO2, er tekin trúanleg. Það var sænskur vísindamaður sem árið 1896 lagði fyrstur manna fram rökstudda tilgátu um samband styrks koltvíildis í andrúmslofti og lofthitastigs við yfirborð jarðar. Nú þykir óyggjandi að jákvætt samband sé á milli hitastigsþróunar á jörðinni frá upphafi iðnbyltingar árið 1750, er kolanotkun jókst fyrir alvöru og olíubrennsla rúmri öld síðar, og styrks CO2 í andrúmslofti, sem vaxið hefur yfir 40% á tímabilinu upp í um 410 ppm(1). Heildarlosun CO2 af völdum orkunotkunar manna nam árið 2016 um 34 milljörðum tonna og óx aðeins um 0,1% frá árinu áður, sem er lítið miðað við árlega meðalaukningu undanfarinna 10 ára, eða 1,6%. Mest munaði Umhverfismál Bjarni Jónsson Loftslagsmál, orkuskipti og tengdar fjárfestingar Áður fyrr var hlutdeild endurnýjanlegra orkulinda í orkunýtingu landsmanna lengi vel um 85%, en vegna gríðarlegrar aukningar á notkun flugvélaeldsneytis á undanförnum fimm árum er ekki lengur hægt að slá um sig með þessari háu tölu, heldur var hún komin niður í 75,6% í árslok 2016 og virðist enn vera á niðurleið.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.