Þjóðmál - 01.09.2017, Side 64
62 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
Þessi flutningsmannvirkjakostnaður, 63,5 ma.kr.,
er verulegur en hann er sumpart uppsafnaður
og hann er óhjákvæmilegur til að raungera
orkuskiptin. Æskilegast er að ríkið kaupi orku-
fyrirtækin út úr Landsneti og styðji tímabundið
fjárhagslega við fyrirtækið svo að ekki þurfi að
koma til umtalsverðrar hækkunar flutnings-
gjalds til almennings umfram verðbólgu. Þetta
gjald er núna 1,73 kr./kWh. Stuðningurinn þarf
ekki að verða umfram arðgreiðslur orkufyrir-
tækjanna til ríkissjóðs um þessar mundir og
myndi vara í innan við áratug.
Mestur verður kostnaður við orkuskiptin á
Íslandi, eins og annars staðar, fólginn í nýjum
virkjunum. Íslendingar eru þó lánsamari
flestum öðrum að því leyti að þeir hafa tækni-
lega tiltæka sjálfbæra lausn í þessum efnum,
bæði umhverfislega og fjárhagslega.
Kostnaðurinn gæti orðið eins og hér greinir:
Dreifikerfi raforku eru sums staðar vanbúin
að takast á við aukna raforkuþörf almennra
notenda. Þar má nefna sveitir landsins, þar
sem víða eru afltakmarkanir og aðeins einfasa
rafmagn fáanlegt. Rafgeymar fara stækkandi
til að ná viðunandi drægni ökutækja og not-
endur rafmagnsfartækja munu almennt þurfa
aðgang að þriggja fasa rafmagni, 10-40 kW.
Að mörgum einbýlishúsum landsins er nú
stofnstrengur fyrir aðeins einfasa rafmagn.
Þar þurfa dreifiveitur að endurnýja jarðstreng
og eigendur að setja upp nýja stofntöflu.
Stofnstrengir að mörgum sambýlishúsum
munu ekki anna viðbótarálagi hleðslutækja
bílrafgeymanna svo að þar þarf að bæta við
stofnstreng fyrir hleðslutækin eða stækka
þann gamla. Marga aflspenna í dreifistöðvum
mun þurfa að endurnýja með öðrum stærri og
í sumum tilvikum mun þurfa að endurnýja eða
bæta við háspennustrengjum að dreifistöðvum.
Til að draga úr fjárfestingarþörf dreifiveitna
vegna aflþarfar rafmagnsökutækja er hægt
að beina hleðslunni að tímabilinu 1.00-6.00 á
nóttunni. Þá er álagið um 130 MW lægra en
frá morgni til hádegis, þegar það er mest, og
síðan er annar litlu minni toppur að kvöldi.
Hvatinn fyrir notendur væri lægra orkuverð.
Til að nýta rafkerfið til hins ýtrasta og lág-
marka þannig fjárfestingar þarf að setja upp
snjallorkumæla hjá notendum, sem skrá orku-
notkun á mismunandi tímum á mismunandi
einingarverði.
Í töflu hér að framan
er sýnt að viðbótar-
aflþörf árið 2050 vegna
orkuskipta og venju-
legs hagvaxtar verður
1.455 MW. Fjárfest-
ingar þörf dreifiveitna
gæti orðið 175 ma.kr.
Samantekin fjárfestingarþörf í orkugeirunum
þremur tímabilið 2018-2050 vegna orkuskipta
stækkunar hagkerfisins vegna fólksfjölgunar
er eftirfarandi:
Það er ekki nóg að virkja; það verður líka að vera hægt að flytja raforkuna á milli
landshluta með háu afhendingaröryggi. Fullnægjandi flutningskerfi með
220 kV hringtengingu er í raun aðeins fyrir hendi á suðvesturhluta landsins.
Orkulind
Virkjana-
fjöldi GWh/ár MW
Áætlaður kostnaður
ma. ISK
Fallvatn 7 3.241 456 140 ( = 1.280 m. USD)
Jarðgufa 8 6.016 730 210 ( = 1.898 m. USD)
Vindur 1 350 100 22 ( = 200 m. USD)
Alls 16 9.607 1.286 372 ( = 3.378 m. USD)
Orkugeiri
Áætluð fjárfestingarþörf
ma. ISK
Virkjanir 372 ( = 3.378 m. USD)
Flutningskerfi 64 ( = 577 m. USD)
Dreifikerfi 175 ( = 1.590 m. USD)
Alls 611 ( = 5.545 m. USD)