Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 67
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 65
af repjuolíu og 2,0 t/ha af repjumjöli. Nægur
markaður verður innanlands fyrir repju ræktun
á 50 kha lands, þar sem repjuolía fer á skip
og vinnuvélar og repjumjöl í dýrafóður, t.d.
laxeldi.
Íslenzku flugfélögin eru farin að nota meiri
orku á ári en allur iðnaðurinn hérlendis og
nemur losun millilandaflugsins 59% af heildar-
losun Íslands í kolefnisjafngildum. Hlutdeild
fiskiskipa, strandsiglingaskipa og ökutækja á
landi hverfur í skugga millilandaflutninganna
og nemur aðeins 33% af heildarolíunotkun
landsmanna. Orðræða stjórnmálamanna um
gróðurhúsaáhrifin snýst mest um umferðina
innanlands, en hún sendir aðeins frá sér 8% af
heildarlosun landsmanna á gróðurhúsaloft-
tegundum. Skyldu hinir sömu stjórnmála-
menn og sett hafa umferðinni algerlega
óraunhæf markmið um losun síðan árið 2010,
og halda áfram á sömu braut, gera sér grein
fyrir því hversu lágt þetta hlutfall er?
Á landi mun rafhreyfillinn (jafnstraumsmótor-
inn) leika lykilhlutverk í orkuskiptunum. Hann
er jafngamall nýtingu rafmagnsins, sem hófst
af alvöru um 1880. Aftur á móti eru rafgeymar-
nir enn tæknilegur og fjárhagslegur Akkilesar-
hæll innleiðingar rafbílanna, en um 2020
verður sennilega búið að ráða bug á því.
Brýnt er að yfirvöld styðji með ráðum og
dáð (fjárframlögum) við öfluga rafvæðingu
hafnanna, sem dugi fyrir öll skip við landfestar
og til að hlaða stóra rafgeyma minni fiskiskipa
fyrst um sinn og síðar hugsanlega togaranna.
Yfirvöld fljóta sofandi að feigðarósi með upp-
byggingu rafkerfisins, sem anna þarf auknu
álagi vegna orkuskiptanna. Landsvirkjun
virkjar bara fyrir þarfir Norðausturlands sem
stendur og til að nýta vaxandi innrennsli í
Þórisvatn. Orkuveita Reykjavíkur er í lamasessi
og á fullt í fangi með að viðhalda gufuforða
fyrir orkuvinnslu Hellisheiðarvirkjunar.
Landsnet fer með hraða snigilsins og er á
eftir áætlun með allar aðalframkvæmdir sínar
vegna kærumála.
Eina orkufyrirtækið sem hið opinbera á ekki
ráðandi hlut í, beint eða óbeint, þ.e.a.s. HS
Orka, er með tilburði til að virkja fyrir orku-
skiptin, t.d. á Vestfjörðum. Þessi doði hins
opinbera kristallast í óvandaðri markmiðs-
setningu og engri sjáanlegri framfylgd
aðgerðaráætlana fyrir hvert markmiðstímabil.
Afleiðingin er að ríkissjóður er skuldbundinn
til greiðslna á milljörðum króna í refsingar-
skyni fyrir of mikla losun landsins á CO2.
Fjárfestingarþörf raforkugeiranna þriggja fyrir
orkuskiptin nemur 611 ma.kr. (5,5 ma. USD).
Þessar fjárfestingar munu verða mjög hag-
kvæmar fyrir neytendur, þær eru gjaldeyris-
sparandi og þjóðhagslega hagkvæmar.
Höfundur er rafmagnsverkfræðingur
Heimildaskrá
(1) ppm: einn hlutur af milljón („parts per million“).
(2) 4,4 t/ha (tonn á hektara) er meðaltal bindingar á CO2
úr andrúmsloftinu samkvæmt rannsókn Skógræktarinnar
á koltvíildisbindingu ræktunarskóga.
(3) Kostnaður við skógrækt: K = 300 kISK/ha samkvæmt
Pétri Halldórssyni hjá Skógrækt ríkisins.
(4) „Iceland: transition to clean energy, limitations of the
electric transmission system“, maí 2017. Meistaraprófsrit-
gerð Gnýs Guðmundssonar, rafmagnsverkfræðings, við
Háskólann í Reykjavík.
(5) The Economist, 15. júlí 2017: „A green red herring“.
(6) Morgunblaðið, 21. júlí 2017: „Losunin eykst þvert á
markmiðin“. Baksviðsgrein Baldurs Arnarsonar.
(7) Heildareldsneytisnotkun samgöngutækja innanlands
2016 var 295 kt, þar af 93% til ökutækja, 5% til innanlands-
flugs og 2% til strandsiglinga.
(8) Miðað er við eldsneytisverð til notenda 175 ISK/l. kISK
= 1.000 ISK.
(9) Gildandi rafmagnsverð ON: Orkuverð 6,09 ISK/kWh,
flutningsgjald 1,73 ISK/kWh, dreifingarverð 3,99 ISK/kWh,
alls 11,81 ISK/kWh, skattlagning 3,79 ISK/kWh, heild 15,6
ISK/kWh.
(10) Morgunblaðið, 21. júní 2017: „Verð á heimsmarkaði og
gengi lykilþættir“, Axel Helgi Ívarsson: „Um 111 kr/l renna
til ríkisins fyrir hvern l af benzíni“. Benzíngjaldið hækkaði
um 3,0 ISK/l 1. janúar 2017. Nokkru lægri gjöld voru af
dísilolíu. Notað er meðalgjald til ríkisins 105 ISK/l.
(11) The Economist, 15. júlí 2017: „Free exchange – It´s not
the heat, it´s the cupidity“.