Þjóðmál - 01.09.2017, Side 75

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 75
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 73 Sagan endurtekur sig ekki en hún rímar – Rússland tekur aftur upp utanríkisstefnu níunda áratugarins Daniel Fried Alþjóðastjórnmál Stjórnvöld í Rússlandi eru aftur farin að beita kaldastríðsaðferðum gegn Bandaríkjunum. Vert er að minnast þess að þær komu Sovét- ríkjunum ekki að gagni þegar þeim var áður beitt. Nýlegur brottrekstur Rússa og Bandaríkja- manna á starfsliði sendiráða hvors annars (Rússar sendu mörg hundruð starfsmenn bandaríska sendiráðsins heim í stigmögnunar- aðgerð vegna þess að Bandaríkjamenn sendu 35 rússneska sendiráðsstarfsmenn heim í desember síðastliðnum) minna á stórfelldan brottrekstur starfsmanna sömu sendiráða árið 1986. Fáir muna smáatriðin í þeim aðgerðum í forsetatíð Ronalds Reagan en margir muna að níunda áratugnum lauk illa fyrir Sovétríkin. Það er einmitt málið: Ráðamenn í Moskvu hafa valið myrka leið ágreinings við Banda- ríkjamenn og yfirgangs annars staðar. Eins og í Sovétríkjunum og hjá afturhaldssömum keisurum hefur ágreiningur við erlend ríki verið samfara, og ef til vill bætt upp fyrir, stöðnun heima fyrir.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.