Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 76

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 76
74 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Aðgerðir Pútíns, svo sem þær að djöfulgera Bandaríkjamenn í opinberum fjölmiðlum í Rússlandi, virðast endurtekið efni frá kalda- stríðstímanum. Tölvuinnrásir Rússa og vísvitandi villandi upplýsingar minna á „virkar aðgerðir“ sovéttímans á níunda áratugnum. Lágkúruleg átök Rússa í Úkraínu eru frá- brugðin innrás Sovétmanna í Afganistan (í fyrsta lagi vegna þess að Úkraínumenn berjast fyrir evrópskri framtíð), en hvor tveggja þessara átaka vöktu upp mótspyrnu í viðkomandi löndum og á Vesturlöndum. Leiðtogar Rússlands geta reynt að sannfæra þjóð sína og sjálfa sig um að hæfni þeirra til að ráðskast með nágrannaríki, kveða niður andóf og steyta hnefann framan í Bandaríkja- menn sé merki um styrk þeirra. En þetta mun ekki virka, ekki frekar en um miðjan níunda áratuginn. Þrátt fyrir vonir Sovétstjórnarinnar þá og stjórnar Pútíns nú eru Vesturlönd ekki komin að fótum fram. Franski and-Evrópusinninn og Rússavinurinn sem Pútín studdi tapaði illa í frönsku forsetakosningunum í vor. Og hver svo sem hann var, samningurinn sem Pútín sóttist eftir eða taldi sig hafa gert við Trump, er líklegt að styrkur bandarískra stofnana og þeir langtímahagsmunir Bandaríkjamanna sem liggja í tilteknum gildum – þar á meðal lögum og reglu, lýðræði og velmeguninni sem þessi gildi skapa – muni hafa yfirhönd- ina og það verður ekki Pútín í hag. Hvorki yfirgangur Pútíns erlendis né kúgunin heima fyrir munu bæta staðnaðan efnahag Rússa, sem enn er háður útflutningi á olíu, gasi og öðrum hráefnum, né stjórnmálakerfið sem er pikkfast í ótrúlegri spillingu skipulagðri að ofan. Rússar líta nú á (og gagnrýna) miðjan níunda áratuginn sem tímabil zastoi (stöðnunar). Eftir mörg hagvaxtarár (vegna hás olíuverðs) virðast þeir nú vera að hafna á svipuðum stað. Afleiðingin gæti orðið sú, eins og á miðjum níunda áratugnum, að hugsandi Rússar átti sig á því, og sumir segi það jafnvel upphátt, að land þeirra geti ekki haldið áfram á þessari braut; að Rússland verði að nútíma- væðast og að til þess að það gerist þurfi Rúss- land meira en ekki minna af lögum og reglu heima fyrir og meiri en ekki minni aðgang að erlendu fjármagni og tækniþekkingu. Rússland þurfi meiri uppbyggileg samskipti við Vesturlönd, þar á meðal Bandaríkin. Þeir Rússar sem hugsa þannig hafa rétt fyrir sér. Reynslan bendir til þess að Rússar verði að velja á milli nútímavæðingar og yfirgangs. Rússlandssérfræðingar í [bandaríska] utan- ríkisráðuneytinu og þjóðaröryggisráðinu eru að greina niðurskurð á sendiráðsstarfs- mönnum og ræðismönnum og sennilega að íhuga hvort skynsamlegt sé að svara í sömu mynt. Fagmennirnir geta fundið valkostina eins og ég og samstarfsmenn mínir í Sovét- deildinni gerðum á níunda áratugnum. Ég vona að farið verði að ráðum þeirra. En þegar allt kemur til alls eru það ekki viðbrögðin við þessum ögrunum sem skipta mestu máli. Viðbrögð okkar árið 1986 við því að Sovétmenn létu alla rússneska starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hætta þar störfum voru ekki mikilvæg. Það sem var mikilvægt var að Reagan-stjórnin skildi eðli Sovét- ríkjanna og þróaði stefnu til að takast á við hana – stefnu sem (eins og sérfræðingar hins ímyndaða og ófrægða „vonda ríkis“ fram- kvæmdu hana) virkaði. Leiðtogar Rússlands geta reynt að sannfæra þjóð sína og sjálfa sig um að hæfni þeirra til að ráðskast með nágrannaríki, kveða niður andóf og steyta hnefann framan í Bandaríkjamenn sé merki um styrk þeirra. En þetta mun ekki virka, ekki frekar en um miðjan níunda áratuginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.