Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 90

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 90
88 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Miðað við opinberar heimildir virðast 406 þýskir, austurrískir og tékkóslóvakískir gyð- ingar hafa sótt beint um dvalarleyfi á Íslandi árin fyrir seinni heimsstyrjöld en einstakar umsóknir voru um 235. Þessi niðurstaða er þó ekki tæmandi vegna þess að margir umsækjendur sóttu jafnframt um dvalarleyfi fyrir óskilgreinda fjölskyldu sem ekki er talin með. Þó eru tvítaldar umsóknir þegar hjón sóttu um undir nöfnum beggja. Einnig má nefna að ræðismenn Danmerkur í Þýskalandi, Austurríki og Tékkóslóvakíu þurftu að vísa ókunnum fjölda gyðinga frá. Ræðisskrifstofurnar spurðust einnig árangurs- laust fyrir um dvalarleyfi fyrir bæði einstak- linga og hópa gyðinga. Síðast en ekki síst þurftu Sveinn Björnsson í Kaupmannahöfn og Helgi P. Briem í Berlín að snúa frá tölu- verðum fjölda gyðinga. Sumir umsækjendur útskýrðu í bréfum sínum að þeir ættu enga framtíð í hinu nýja Þýskalandi og báðu auðmjúklegast um hæli. Stundum mátti greina örvæntingu í bréfum þessa fólks enda má ætla að það hefði þá þegar reynt að fá hæli í nokkrum öðrum löndum Vestur-Evrópu en verið synjað. Einstaka menn leituðu eftir íslenskum ríkis- borgararétti og aðrir sóttu um slíkan rétt fyrir hönd ættingja í fanga- eða þrælkunarbúðum. Aðrir báru sig mannalega og höguðu bréfum sínum eins og um atvinnuumsókn væri að ræða. Rafeindavirkinn Fritz Hahlo, sem sótti hér um dvalarleyfi í desember 1938 fyrir sig og konu sína Edith (f. Pinner), var einn þeirra, en hann hafði mátt sæta ofsóknum vegna ætternis síns. Svar ráðherra var samkvæmt venju „Nei HJ“. Hahlo-hjónin áttu síðan eftir að kynnast ofsóknum nasista betur á komandi misserum. Þau styttu sér aldur í janúarlok 1942 eins og um hundrað aðrir gyðingar í Berlín og fækkaði því um tvo væntanlega farþega í gripaflutningalestum nasista til Póllands. Annar „starfsumsækjandi“ var Berlínarbúinn Erich Salinger sem óskaði eftir dvalarleyfi í Reykjavík fyrir sig og fjölskyldu sína um svipað leyti og Hahlo. Hann hafði á undan- gengnum misserum starfað við fatahreinsun og viðgerðir og vonaðist þannig til að sjá sér farborða á Íslandi. Hann óskaði eftir bráðu svari í ljósi aðstæðna þar sem hann gæti þurft að yfirgefa landið hið fyrsta. Bókakynning Erlendur landshornalýður? Flóttamenn og framandi útlendingar á Íslandi, 1853–1940 Útgefandi: Almenna bókafélagið. Snorri G. Bergsson sagnfræðingur skrifar um framandi útlendinga á Íslandi frá miðri 19. öld allt til hernámsins 1940. Hann lýsir umræðum um ímynd og hlutverk útlendinga í íslensku samfélagi og hvernig Íslendingar brugðust við komu þeirra hingað. Drjúgur hluti bókarinnar fjallar um við- brögð við þýska flóttamannavandanum 1933–1939 þegar bæði stjórnmálaflóttamenn og gyðingar flúðu Þýskaland. Við grípum hér niður í kafla þar sem greint er frá dvalarleyfisumsóknum gyðinga til Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.