Þjóðmál - 01.09.2017, Page 98

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 98
96 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Að lokum Um Steingrím J. Sigfússon eftir að hafa orðið margsaga um Icesave og sitthvað fleira: Lygarnar Steingríms logsærandi. Öll loforða svikin mjög ærandi. En loks er hann þegir, Þá sannleikann segir. En það er í frásögur færandi. Um Örn Jónasson í reiðtúr með góðum hópi: Þá Örn sté í hnakkinn var einmuna blíða og þeir teyguðu af stút úr kútnum víða. Hann rifbeinin braut þegar reiðskjótinn hnaut. Réttast hann haldi sig heima að „sauma út!” Óður til skákgyðjunnar: Ég hugsa um pólitík, popp og kók, peninga, skáklist, biskup og hrók. Með gambítsins mætti mér verðast þætti, að máta þig innan við bol og brók. Heilræðavísur Á Þorláksmessu hafði góður vinur minn boð inni fyrir, að hann taldi, góða gesti og kurt­ eisa vel. Kvartaði hann þó sáran daginn eftir yfir því að boðið hefði farið úr böndunum og staðið til morguns. Kvað hann og heilsu sína og andlegt atgervi ekki til þess fallið að mæta á mannamót að sinni. Sá ég mig sem aðdáanda númer eitt knúinn til að senda þessum góða dreng eftirfarandi heilræðavísur: Brennivínið vel í lagt, verkuð skata svignuð borð, mikið blaðrað, minna sagt, mjög var ódýrt sérhvert orð. Litla greind þér laut í arf og lærist vart að sinni, þá allt er sagt er segja þarf, senn er mál að linni. Limrur og vísur eftir Jón Hjaltason #iseyskyr Nýtt nafn sama góða bragðið Til að heiðra þær íslensku konur sem miðluðu uppskrift og þekkingu á skyrgerð til dætra sinna í gegnum aldirnar, heitir skyrið okkar nú Ísey skyr. Frá móður til dóttur – og okkar allra

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.