Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Page 7

Fiskifréttir - 20.12.1996, Page 7
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember1996 7 Erlent Namibía: Kvótar skornir niður Stjórnvöld í Namibíu hafa tilkynnt mikinn niðurskurð á kvótum helstu fisktegunda á næsta ári. Áður hefur komið fram hér í Fiski- fréttum að lýsingskvótinn verði minnkaður úr 170 þús. tonnum í 110 þús. tonn, en auk þess hefur makrflkvótinn verið skorinn niður úr 400 þús. tonnum í 250 þús. tonn og engar veiðar verða leyfðar á sardínu (pilchard). Þetta kemur fram í blaðinu Fish- ingNews International. Veiðibann á sardínu kemur ekki síður illa við fiskvinnsluna í Namibíu en kvóta- niðurskurður á öðrum tegundum, því 60% þeirra 10 þúsund manna sem starfa í namibískum fiskiðn- aði, vinna við vinnslu á sardínu. Fram kemur í blaðinu að á síðasta ári hafi verið gefinn út 20 þús. tonna kvóti á sardínu sem einungis mátti veiða í júnímánuði, en gall- inn var bara sá að þá var enga sar- dínu að fá. Hins vegar varð vart við mikið af henni í mánuðum á undan þegar ekki mátti snerta hana. Kvótaniðurskurðurinn á lýsingi birtar hart á Seaflower Whitefish Corp. í Namibíu, sem Islendingar stjórna og eiga hlut í. Kvótinn fyrirtækisins á þessu ári er alls 13 þús. tonn að meðtöldum viðbótar- úthlutunum, en verður milli átta og níu þúsund tonn á næsta ári. Barentshaf: Spánverjar óánægðir með sinn hlut Spánverjar eru afar óánægðir með hlut sinn í þorskveiðunum í Bar- entshafi og við Svalbarða og hafa farið fram á það við Evrópusam- bandið að fá úthlutað stærri veiði- kvátaeiðiheimilda.**CHAR** Bent er á að nú sé lag til að rétta hlut þessa flota því þorskstofninn í Barentshafi sé á uppleið. Af 700 þús. tonna heildarþorskkvóta í Barentshafi á þessu ári hafi aðeins 11.500 tonnum verið úthlutað til Spánverja eða 1,6% af heildinni. Þetta sé alltof lítið. Minnt er á að áður en Spánverjar gengu í ESB hafi þeir takmarkað afla sinn á þessum slóðum við 15 þús. tonn en þá hafi heildaraflinn verið mun minni eða 300 þús. tonn. Spænskir útgerðarmenn átelja ESB harð- lega fyrir að hafa sæst á það í samn- ingum við Norðmenn og Rússa, að bandalagið fái aðeins 3,4% af heildarkvóta þorsks í Barentshafi. Af 700 þús. tonna heildarkvóta sé hlutur bandalagsins aðeins 24.200 tonn sem deilist á margar þjóðir. Veiðarfæri og rekstrarvörur GÆÐAKERFI 8 IST ISO 9001 íslenskar sjávarafurðir hf. Þjónusta okkar byggir á víðtækri reynslu og sérþekkingu. Við leggjum metnað okkar í að veita góða og skjóta afgreiðslu og eigum ávallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af vönduðum veiðarfærum og rekstrarvörum. Leitið upplýsinga og látið okkur um að auðvelda ykkur störfin. ® VÖRUHÚS ÍS GÆBASTJÓkNUNAkFÉLAG ISLANDS l!,V „.!!.! I \il » !!.|li.lU-l MARXr Mapkaösvenðlaun VÖRUHÚS ÍS - HOLTABAKKA V/HOLTAVEG • 104 REYKJAVÍK • UMBÚÐIR - REKSTRARVÖRUR -VEIÐARFÆRI IMARKS1995 SÍMAR 568 1050 OG 581 4667 • FAX 581 2848

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.