Fréttablaðið - 04.11.2021, Side 2

Fréttablaðið - 04.11.2021, Side 2
benediktboas@frettabladid.is REYKJAVÍK Í árslok 2022 verða skuldir á hvern Reykvíking 1,3 milljónir króna eða rúmar fimm milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Svo segir í bókun Vigdísar Hauks- dóttur, borgarfulltrúa Miðflokks- ins, sem reiknaði skuldir á hvern borgarbúa eftir að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var kynnt í borgarstjórn á þriðju- dag. Vigdís tekur fram að þetta sé vegna svokallaðs A-hluta borgar- innar, þegar borgarsamstæðan í heild sé skoðuð blasi við önnur og aðeins dekkri sýn. Þá sé talan 3,1 milljón króna á hvern íbúa eða 12,5 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. „Í árslok 2022 er áætlað að skuld- ir A-hluta verði 173 milljarðar og skuldir samstæðunnar samtals 423 milljarðar. Lántaka næstu 5 ár er áætluð 100 milljarðar í A-hlut- anum og því má áætla að í árslok 2026 verði skuldir komnar yfir 530 milljarða. Til samanburðar er áætlað að nýi Landspítalinn kosti 55 milljarða. Skuldastaðan er ógn- vekjandi,“ segir í bókun Vigdísar. Meirihlutinn benti á að grænum fjárfestingum hefði verið f lýtt og bætt sérstaklega við viðhaldsfé í skóla- og frístundahúsnæði þar sem 25-30 milljörðum á næstu fimm til sjö árum verður varið til þeirra 136 bygginga þar sem skóla- starf fer fram í Reykjavík. Það muni duga til að vinna upp það viðhald sem var sparað á árunum eftir hrun. n Í árslok 2022 er áætlað að skuldir A-hluta verði 173 milljarðar og skuldir samstæðunnar samtals 423 milljarðar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins Litadýrð í Hörpu Það var stórkostlegt um að litast í kjallara Hörpu í gær þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði en þar fer nú fram upplifunarsýningin Circuleight. Verk nýsköpunarhópsins Artechouse má berja augum á sýningunni undir tónlist Högna Egilssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Veitingafólk norður í Húna- vatnssýslu dó ekki ráðalaust í Covid. Óku pítsum heim til sveitafólks og hugsuðu í lausnum. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Þar sem eitt sinn stóð sjoppan Víðigerði á samnefndum stað í Húnavatnssýslunni er nú North West, hótel og veitingastaður, sem hefur líkt og staðir úti um allan heim þurft að laga starfsemi sína að heimsfaraldri Covid. Ag nes Bergþórsdótt ir stóð vaktina og þjónaði til borðs þegar blaðamaður Fréttablaðsins knúði kaffiþyrstur dyra á akstri milli Reykjavíkur og Norðurlands. „Við höfum þurft að laga okkur að faraldrinum. Til dæmis tókum við upp á því eftir stóra úrvinnslu- sóttkví að aka mat heim hér á bæina í kring. Bændur og aðrir tóku því mjög vel að fá heimsendar pítsur á þessum tíma og aðra rétti sem við bjóðum upp á,“ segir Agnes, en sumar matarferðirnar námu tugum kílómetra. „Maður verður að finna lausnir,“ bætir hún við. North West stendur mitt á milli tveggja N1-skála, Staðarskála og á Blönduósi. Nokkur ár eru síðan aðstandendurnir tóku sig upp og fluttu frá Reykjavík norður í Húna- vatnssýslu þar sem þeir umturnuðu Víðigerði sem áður var. Agnes segir að æ fleiri stoppi nú hjá þeim. Fólk sé ánægt með að þurfa ekki að láta sér duga sjoppufæði á löngum vegarkafla. „Við fundum að það var ákveðið gat á þessari leið. Um leið og við fórum að bjóða upp á alvöru mat hefur orðið rosaleg aukning.“ En hefur hún heyrt að Húna- vatnssýslur þyki enginn skemmti- akstur? „Nei, ég hef bara heyrt að við séum langbesti hluti leiðarinnar,“ svarar hún að bragði. Agnes segir að margt hafi komið sér á óvart þegar hún flutti af möl- inni í Reykjavík og norður. „Ég viðurkenni að ég var dálítið hrædd fyrst við að fara svona lengst út í sveit en hér er ég í meiri tengingu við náttúruna og allt mjög fínt.“ Agnes og félagar ætla að standa vaktina alla daga vikunnar fram í miðjan desember. Þá verður staðn- um lokað tímabundið, en opnað aftur 7. febrúar næsta ár. „Hvað ég ætla að gera í fríinu? Ætli við stefnum ekki bara að langri og góðri dvöl á Tene. Þá verður löng vinnutörn að baki og ætli okkur veiti nokkuð af góðu fríi,“ segir hún og hefur ekki meiri tíma fyrir spjall. Gestir bíða eftir matnum. n Keyrðu matinn langa leið heim til bænda í sóttkví Heimsending á pítsum þykir ekki sjálfsögð í sveitinni, en á Covid-tímum verður að bjarga sér, segir Agnes Bergþórsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN ÞORLÁKSSON Ég viðurkenni að ég var dálítið hrædd fyrst við að fara svona lengst út í sveit. Agnes Bergþórsdóttir Hver borgarbúi skuldi um milljón í lok næsta árs birnadrofn@frettabladid.is UPPLÝSINGAMÁL Dómsmálaráðu- neytinu ber að afhenda Samtökum áhugafólks um spilafíkn (SÁS) gögn sem samtökin kölluðu eftir en ráðuneytið neitaði að afhenda á grundvelli þess að þau innihéldu upplýsingar er vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni. Um er að ræða gögn sem borist hafa ráðuneytinu frá rekstrarað- ilum spilakassa hérlendis er varða úrbætur og spilakort. SÁS lögðu fram kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 1. mars vegna synjunar ráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að umrædd gögn hafi verið skoðuð og sé ráðuneytinu skylt að veita SÁS aðgang að gögnunum. n Ráðuneytinu ber að afhenda gögnin 2 Fréttir 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.