Fréttablaðið - 04.11.2021, Síða 36
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Margrét Halldóra
Sveinsdóttir
Sóltúni 1 í Reykjavík,
andaðist mánudaginn 1. nóvember.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 16. nóvember kl. 15.00.
Guðný Ásgeirsdóttir Stäuble Markus Stäuble
Patrick Julian, Anna Margret og Klemenz
Ásgeir Ásgeirsson Ingibjörg Ýr Pálmadóttir
Sunna Dögg, Pálmi Ragnar, Ásgeir Orri, Skúli Thor
og langömmubörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Bjarni Guðráðsson
bóndi og organisti,
Nesi í Reykholtsdal,
lést á Landspítalanum 31. október sl.
Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju
laugardaginn 6. nóvember kl. 11.
Útförinni er streymt beint á feisbókarsíðu
Reykholtsprestakalls og á facebook.com/snorrastofa.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki taugalækningadeildar
Landspítalans fyrir hlýhug og góða umönnun.
Sigurður Bjarnason Vaka Kristjánsdóttir
Einar Bjarnason
Sigrún Benediktsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Helga Björk Bjarnadóttir Birgir Hlíðar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir
frá Hrappsstöðum í Dalabyggð,
síðast til heimilis að Gullsmára 9,
Kópavogi,
lést 31. október.
Kveðjustund verður frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn
11. nóvember klukkan 15.
Leifur Steinn Elísson Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir
Bjarnheiður Elísdóttir Kári Stefánsson
Alvilda Þóra Elísdóttir Svavar Jensson
Gilbert Hrappur Elísson
Guðrún Vala Elísdóttir Arnþór Gylfi Árnason
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn og besti
vinur, faðir, afi, tengdafaðir og fóstri,
Sævar Ólafsson
Sigtúni 27, Patreksfirði,
sem lést á líknardeild LSH 24. október
verður jarðsunginn frá Patreksfjarðar-
kirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Athöfninni verður streymt á bit.ly/patreksfjardarkirkja
Guðný Elínborgardóttir
Vilhelm Snær, Stefán Pálmi, Guðný Ólafía,
Páll Janus
Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar
um útför þína af nærgætni og virðingu
– hefjum samtalið.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Hinsta óskin
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín Jósteinsdóttir
Núpalind 6, Kópavogi,
sem lést 9. október, verður jarðsungin
frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn
6. nóvember klukkan 13.
Ingibjörg Björgvinsdóttir Hörður Ingi Jóhannsson
Brynja Björgvinsdóttir Vilbergur Magni Óskarsson
Svandís B. Björgvinsdóttir Þórir Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Magnús Grétar Ellertsson
mjólkurfræðingur,
lést á dvalarheimilinu Sólvöllum,
Eyrarbakka, 29. október. Jarðarförin
fer fram frá Eyrarbakkakirkju
föstudaginn 5. nóvember klukkan 13.
Ellert Ágúst Magnússon
Ragnheiður Þórunn Magnúsdóttir Indriði Ingvarsson
Heimir Magnússon Brit Helen Leikvoll
Sólveig Magnúsdóttir Ari Jóhannes Hauksson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkæri eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, stjúpfaðir og afi okkar,
Stefán B. Ólafsson
(Stebbi í Crawford)
framkvæmdastjóri,
varð bráðkvaddur 13. október.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
5. nóvember klukkan 15.
Athöfninni verður streymt á mbl.is/andlat
Ingunn Magnúsdóttir
Valgerður Stefánsdóttir Kristján Þór Hlöðversson
Agla Marta Stefánsdóttir
Daníel Traustason
Róbert Traustason Anna Einarsdóttir
og afabörn.
Guðni Ágústsson safnaði sögum
frá hinum og þessum úr dreif-
býlinu og tók saman í nýútgef-
inni bók sinni.
arnartomas@frettabladid.is
Það eru fáir sem þekkja króka og kima
landsbyggðarinnar jafn ítarlega og
Guðni Ágústsson, en hann segir frá
ferðum sínum um landið í nýútgefinni
bók sinni, Guðni – á ferð og flugi. Þar má
finna viðtöl frá heimsóknum Guðna um
dreif býlið og þær oft kostulegu sögur
sem heimamenn höfðu honum að segja.
„Rauði þráðurinn í bókinni er auð-
vitað sauðkindin,“ segir Guðni. „Þetta
fólk á f lestallt kindur, enda eru sauð-
fjárbændur skemmtilegustu menn
landsins.“
Í för með Guðna var Guðjón Ragnar
Jónasson, kennari í Menntaskólanum
í Reykjavík, sem átti hugmyndina að
ævintýrinu. Félagarnir heimsóttu fólk
hér og þar og settu upp samkomur þar
sem lagt var upp úr góðum sögum og
Guðjón gerði sitt besta við að skrásetja
stemninguna.
„Við áttum samtöl við alls konar fólk
sem hafði frá svo mörgu að segja, en öllu
skemmtilegu,“ segir Guðni. „Guðjón
skrifaði þetta svo niður en umgjörðin
er okkar beggja.“
Grindvískur krimmi
Í bókinni fer Guðni um víðan völl og í
hópi viðmælenda kennir ýmissa grasa.
„Þarna koma fyrir hálfbrjálaðir sauð-
fjárbændur í Grindavík þar sem við upp-
lýsum glæpasögur af því hvernig þeir
stálu eigin kjöti af heimaslátruðu sauðfé
úr innsigluðum gámum lögreglunnar,“
lýsir Guðni. „Síðan fórum við í Vest-
mannaeyjar þar sem má finna magnaða
bændur sem hafa fé sitt í eyjunum. Við
fórum meðal Húnvetninga og hittum
sjálfan Geirmund Valtýsson í Skagafirði
sem hefur sungið fyrir þessa þjóð í sex-
tíu ár. Það hafa f leiri hjónabönd orðið
til undir vangalögum Geirmundar en
nokkurri annarri hljómsveit.“
Þá heimsóttu félagarnir Axel Rúnar
Guðmundsson á Valdarási sem gerðist
svo frægur að spila með Manchester
United. „Albert Guðmundsson ráð-
herra fór svo með hann til Frakklands,
enda gríðarlegt efni sem hann var þessi
drengur,“ segir Guðni. „Við heimsóttum
líka biskupssoninn, hagfræðinginn og
bóndann á Einarsstöðum, Jón Magnús
Sigurðarson, sem rekur sauðfé og leið-
segir í einni frægustu laxá landsins,
Hofsá.“
Þótt Guðni hafi í gegnum árin þvælst
út um landið og heimsótt hvert einasta
hérað var þó eitt og annað sem kom
honum á óvart á fyrrnefndri ferð og flugi.
„Suma ætluðum við ekkert að tala við,
en þeir urðu frábærir viðmælendur,“
lýsir Guðni. „Það var eins og við værum
leiddir af himnum ofan til sumra sem
við vissum ekki að væru til. Það var
vakað yfir okkur. Fyrir vikið er þetta
lifandi bók full af húmor og skemmti-
legu fólki og á erindi til fólks sem saga
þjóðar.“ n
Leiddir af himnum um dreifbýlið
Þetta fólk á flestallt kind-
ur, enda eru sauðfjár-
bændur skemmtilegustu
menn landsins.
Guðni fagnar útgáfunni ásamt dóttur sinni Agnesi og syni hennar Snorra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1890 Fyrsta neðanjarðarlestin fer á milli King William
Street og Stockwell í London.
1897 Fjórir bátar farast á Ísafjarðardjúpi í ofsaveðri og
einn á Skjálfanda og með þeim tuttugu og tveir
menn.
1942 Áhöfn Brúarfossi bjargar 44 skipbrotsmönnum
af enska skipinu Daleby sem sökkt hefur verið á
leiðinni milli Íslands og Bandaríkjanna.
1969 Tveir strætisvagnar skella saman á Skúlagötu í
Reykjavík og sautján farþegar slasast.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR