Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 19

Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 19
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 19 Hornsílið gerir sér hreiður á botninum. (Teikning úr bókinni fsiensk- ir ílskar). grimmi samkeppni. Fóstrin liggja laus í legi móðurinnar. Þegar fóstrið er 6 cm langt er forðanær- ing þess í kviðpokanum uppurin og það fer að éta ófrjóvguð egg og lítt þroskuð systkin sín. Við got er unginn um 60 cm en 1-5 ungar koma í heiminn í einu, þ.e. þeir sem lifa af samvistir við systkin sín í móðurkviði. Tvískiptur göndull Fiskar af skötuætt gjóta eggjum sem eru í stórum ferköntuðum hornhylkjum - pétursskipum - og eru festiþræði í hverju horni. Hængar eru minni en hrygnur. Mökun hjá skötu á sér stað á vorin og got að sumri. Egghylki eru 24 cm á lengd og 13 cm á breidd. Um leið og frjóvgun á sér stað byrjar hrygnan að mynda pétursskipið utan um frjóvgað egg úr hvorum eggjaleiðara fyrir sig og losar sig síðan við pétursskipin tvö í einu. I fyllingu tímans að nokkrum mán- uðum liðnum syndir skötuseiðið svo alskapað úr úr pétursskipinu. Meðal náttúrufyrirbæra sem þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson rannsökuðu á ferðum sínum um Is- land á 18. öld voru kynfæri skötu en þau voru þá enn lítt þekkt og þótti mönnum þá undarlegt að skötur skyldu hafa kynferðislegt samræði eins og spendýr og það meira að segja að hængurinn skyldi hafa tvo æxlunarlimi, en göndull hans er tvískiptur. Rækjan tvíkynja Hér hafa verið raktar helstu æxl- unarleiðir fiska en rétt er að hafa í huga að fleiri nytjastofnar eru á ís- landsmiðum en fiskar. Skal hér í lokin getið tveggja þeirra, rækju og humars. Hegðun rækjunnar er mjög sérkennileg því hún er kyn- skiptingur frá náttúrunnar hendi. Fyrstu árin er rækjan hængur en eftir það breytast hængarnir í hrygnur. Breytingin verður eftir 2- Háfafæðing um borð í Bjarna Sæmundssyni. (Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson), 4 ár hér við land en þetta er mis- jafnt eftir hafsvæðum; í Skagerak er rækjan hængur fyrstu 2 árin en fyrstu 4 árin við Grænland. Mökun fer fram á haustin. Hængarnir sprauta sæðinu með því að leggja líkamann að hrygnunni og sæðið festist á milli tveggja öftustu gang- lima hennar. Skömmu síðar hrygn- ir hún. Þau egg sem frjóvgast verða límkennd og hún festir þau á sund- fæturnar. Hrygnan ber 1-3 þúsund egg milli fótanna allan veturinn á grunnslóð og í Norðursjó og allt að 10 mánuðum á djúpslóð fyrir norð- an ísland. Eggin klekjast á vorin. Mökun á sér stað þegar skel hrygn- unnar er lin og geta fleiri en einn hængur átt mök við hverja hrygnu. Rækja hrygnir yfirleitt einu sinni á ári en annað hvert ár á köldustu svæðunum. Humarinn hrygnir hér við land annað hvert ár. Mökun á sér stað rétt eftir skelskiptingu hrygnunnar urn sumarið. Hængurinn notar fremstu halafæturnar sem lim og sprautar sæði í sérstaka sæðis- geymslu í búk hrygnunnar. Þar geymir hún sæðið yfir veturinn. Hrygning og frjóvgun á sér stað næsta sumar. Hrygnan leggst þá á bakið og eggin Kmast við halafæt- urna. Eggin klekjast á 8-9 mánuð- um. (Heimildir: Islenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1992. Fiskar og fiskveiðar, handbók frá Máli og menningu, Jón Jónsson og Gunnar Jónsson þýddu og staðfærðu, Reykjavík 1999. The Icelandic Capelin Stock eftir Hjálmar Vilhjálmsson, Hafrannsóknastofnunin, Reykjavík 1994. Samtöl við fiskifræðinga hjá Hafrannsóknastofnuninni.) | Afgas og kctilkerfl vatnshlið OBWT -3 Organk OBWT -4 Orgmlc Afgas og ketilkerfi (turbina) lAir cooler deaner Tölvustýrður stillibekkur fyrir ALLAR gerðir af olíuverkum Tramtaí véfa-og sfipaýjónusta og Tramtaíz - ‘BÍossí ósfa öffum víðsfíptavínum sínum gfecfífegrajófa, árs ogjríðar, zfa víðsfíptín á árínu sem er að fíða PUMPS FRAMTAK RAMTAK VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA ehf Drangahrauni l-lb Hafnarfjörður Sími: 565 2556 • Fax: 565 2956 Netfang: i n f o @ f r a m t a k. i s Heimasíða: http://www.framtak.is Drangahrauni l-lb Hafnarfjörður Sími: 555 6030 • Fax: 555 6035 Heimasíða: http://www.framtak.is OU þjónusta fyrir dieselvélar ó einum stad CJC OIL FILTER SYSTEMS, SHIP WIND0WS, AND METAL CASTINGS Alltaf fjölgar Framtaks(MKG)krönum MMXm

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.