Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 21
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001
21
ÆXLUN FISKA
TEXTI: KS
Tilraun í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja:
Leiddi í Ijós innri
frjóvgun steinbíts
Umhyggja. Steinbítshrygnan hringar sig um eggin og gætir þeirra fyrstu einn til tvo dagana eftir hrygningu. Eftir það tekur hængurinn við
og gætir eggjanna þar til þau klekjast út. (Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson, Vestmannaeyjum).
í Náttúrugripasafni Vest-
mannaeyja fór fram merkileg til-
raun árið 1991 er fylgst var með
mökun og hrygningu steinbíts.
Það voru þeir Gísli Jóhannes
Oskarsson líffræðikennari í Vest-
mannaeyjum og Kristján Egils-
son forstöðumaður safnsins sem
stóðu að þessari tilraun. Gísli
kvikmyndaði allt atferlið og Sig-
urgeir Jónasson ljósmyndari
festi það einnig á fiimu.
Að sögn Kristjáns og Gísla tók
þetta atferli frá því hrygnan var
komin að hrygningu og þar til hún
var búin að ganga frá hrognunum
við botninn um 18 klukkustundir.
Það vildi svo til að hrygnan sem
fylgst var með var hvít á lit en al-
binóar þekkjast jafnt meðal fiska
sem annarra dýra. I fyrstu voru
steinbítarnir saman innan um aðra
fiska bæði af sömu tegund og af
öðrum tegundum. Fylgst var með
því þegar hrygnan var komin að
því að hrygna og ákveðinn hængur
var farinn að dragast að henni. Þá
voru þau tekin og aðskilin frá hin-
um fiskunum og sett tvö ein í búr.
Ekki þurfti að bíða lengi þar til
mökun hófst og stóð hún yfir með
stuttum hléum nær samfellt í 6
klukkustundir. Veltust þau hvort
um annað með miklum tilþrifum.
Var hængurinn ýmist ofan á eða
undir en hrygnan var þó orðin það
sver að hún valt oft til hliðar.
Gotraufarnar lágu þétt saman og
var talið að hængurinn losaði svilin
inn í hrygnuna með því að sprauta
þeim í nokkrum skömmtum. Tald-
ist mönnum til að hængurinn hefði
frjóvgað hrygnuna 15-20 sinnum á
þessum tíma. Eftir hvert frjóvgun-
arferli, sern stóð yfir í 3-4 mínútur
og líktist helst dansi, virtist hæng-
urinn vera alldasaður og tók hann
sér góða hvíld. Ekki var séð að
hængurinn notaði lim við mökun-
ina en það var þó eins og smátota
stæði rétt í raufaropinu að sögn
sjónarvotta. Hvernig sem því við-
víkur þá átti sér stað innri frjóvgun.
Frá mökun og fram að hrygningu
fóru kippir um kvið hrygnunnar
eins og hún væri að blanda saman
hrognum og svilum til þess að
frjóvgunin tækist sem best.
Að 4-8 tímum liðnum var komið
að goti og komu frjóvguð eggin út
eitt af öðru og héngu þau saman í
slími. Hrygningin tók um 15 mín-
útur. Þegar hrygningu var lokið
þjappaði hrygnan eggjunum saman
og bjó til kúlu á stærð við hand-
bolta sem hún hringaði sig utan
um. A sama tíma harðnaði slímið
þannig að lögun kúlunnar hélst
óbreytt út klaktímann. Fyrstu tvo
sólarhringana eða svo gætti hrygn-
an eggjanna en eftir það tók hæng-
urinn við. Hann gætti þeirra þar til
þau klöktust út. Eggjafjöldi hjá
steinbít er ekki tiltakanlega mikill.
Talning eggjanna leiddi í ljós að
fjöldi þeirra er nokkuð breytilegur,
eða frá 700 eggjum upp í 6000 egg.
Meðaltalið var um 2260 egg sam-
anborið við það að væn þorsk-
hrygna getur gefið af sér allt að 6
milljónir eggja.
Tilgangur rannsókanna var að
festa þetta atferli á filrnu en það
kom mönnum verulega á óvart að
þegar í ljós kom að steinbíturinn
fjölgar sér með innri frjóvgun.
Gísli og Kristján sögðu að líklega
hefðu Norðmenn búið yfir þessari
þekkingu en þeim var ekki kunnugt
um að þessi þekking hefði yfirleitt
verið tiltæk íslenskum fiskifræð-
ingum á þeirn tíma.
(Stuðst við óbirta lýsingu
Gísla J. Oskarssonar).
Forleikur á milli hængs og hrygnu áður en mökunin
byrjar.
Allt á fullu. Hængurinn og hrygnan veltast um með mikl-
um tilþrifum.
Saman fyrir hrygningu. Hrygnan er orðin nijög sver eins
og sjá má.