Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 22

Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 22
22 FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 ÆXLUN FISKA Þorskur á íslandsmiðum: Getur makast annan eöa þríöja hvern dag á hrygningartímanum — rætt við Guðrúnu Marteinsdóttur, prófessor og fiskifræðing á Hafrannsóknastofnunni Meðfylgjandi myndir tók Erlendur Bogason kafari í Þistilfirði sl. vor og sýna þær mökunarferli þorsks þar sem hængur og hrygna snúa kviðum saman. Myndin hér að ofan er tekin af myndbandi og framhald- ið sést í myndaröðinni hér að neðan. Þorskurinn er mikilvægasti nytjastofn á Islandsmiðum og þjóðin á mikið undir vexti hans og viðgangi. Mökun þorsks hefur lítið verið rannsökuð en þó hafa fræðimenn nú á tímum nokkuð glögga hugmynd um hvernig hún fer fram í aðalatriðum. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor og fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnunni, hefur rannsakað hrygningu og klak þorskseiða og er manna fróðust um atferli þorsksins í því flókna ferli sem á sér stað allt frá því hrogn fara að þroskast þar til seiðin eru komin á uppeldisslóð. „Þorskurinn verður kynþroska á mjög breiðu aldursbili, frá 3 ára aldri allt til 8 ára aldurs. Stærð ftsksins og ástand hafa mikið um það að segja hvenær hann verður kynþroska. Þannig er kynþroska þorskur bæði stærri og í betra ástan- di en ókynþroska þorskur á sama aldri,“ sagði Guðrún í samtali við Fiskifréttir. „Þorskurinn byrjar að ganga í átt að hrygningarstöðvunum við suður- og suðvesturströndina síðla vetrar en í raun og veru má segja að undirbúningur hrygningar- innar sé hafinn strax að hausti. I október og nóvember hefjast breyt- ingar í hrognasekkjunum, m.a. með upptöku næringarefna. Þegar í des- ember eru hrognin farin að þroskast en þau taka eggjahvítu og fitu til sín alveg fram að hrygningu. Þeir gömlu í forystu Fram kom hjá Guðrúnu að ekki væri nákvæmlega vitað hvernig fari þorsksins er háttað á hrygn- ingaslóðirnar, í hvernig flokkum fiskarnir hópa sig og hvernig þeir eru samsettir. Kanadamenn hafa rannsakað þetta hjá sér og hafa séð í sumum tilfellum að ftskurinn ferðast um í flokkum og er jafnvel talið að gömlu þorskarnir séu í for- ystuhlutverki. „Nú veit ég ekki hvort þessu er þannig farið í ís- lenska þorskstofninum en það er hugsanlegt að svipað eigi sér stað hér. Það er heldur ekki vitað hvern- ig þorskar finna hrygningarstöðv- arnar og við vitum ekki með nein- ni vissu hvaða atferli fer í gang þegar þorskurinn er kominn þang- að sem snýr að hrygningunni. Eg held þó að hrygning hefjist tiltölu- lega fljótlega eftir að þeir eru komnir á slóðina. Það hefur verið athugað í tilraunaeldisstöð hvernig pörun og hrygning þorsks fer fram og þar hefur fengist mikill fróð- leikur um atferli hans að þessu leyti og við gerum ráð fyrir að það endurspegli það sem á sér stað í náttúrunni," sagði Guðrún. Spinna sig upp tugi metra Þorskurinn hrygnir oft í ljósa- skiptunum. Nokkru áður en hrygn- ing á sér stað eru hængur og hrygna farin að synda hlið við hlið og þrýsta kviðunum saman af og til. Sjálfur pörunin hefst með því að þau snúa sér saman nokkrum sekúndum áður en hrygning á sér stað. Þau klessa þá kviðum saman og hængurinn tekur utan um hrygnuna með eyruggunum. Gotraufarnar liggja þétt saman til þess að auka líkurnar á því að hrognin frjóvgist. Þrýstingurinn er svo mikill að fiskarnir verða nær flatir og þeir spinna sig upp í mikl- um hamagangi í einskonar spíral. Þegar þessi leikur nær hámarki sprautast hrogn og svil út á sama tíma og eru hvað innan um annað. Svilin eru ein fruma með smáhala og ef þau finna hrogn verður sam- runi eggs og sæðis eins og hjá manninum. „Þegar þessi leikur hefst eru hængurinn og hrygnan laus frá botninum og ég hugsa að við nátt- úrulegar aðstæður spinni þau sig nokkra tugi metra upp í vatnssúl- unni.Við tókum einnig eftir því í þessari tilraun að meðan mökun fór fram syntu nokkrir hængar í kring um parið og þegar hrognin komu út í sjóinn syntu þeir inn í hrogna- kássuna og sprautuð sviljum yfir allt. Það var eins og þeir væru að reyna að frjóvga eitthvað af þeim hrognum sem hugsanlega höfðu ekki frjóvgast.“ Hrygnt í slöttum Þorskurinn hrygnir við suður- ströndina frá mars og fram í maí. Bæði hængar og hrygnur tæma sig ekki í fyrsta skiptið og eru að losa sig við svil og hrogn á mislöngum tíma. Hængurinn gerir aðeins hluta af sviljunum tilbúinn og framleiðir þann vökva sem þarf til að sprauta þeim út með í hvert skipti. A sama hátt losa hrygnurnar sig aðeins við hluta hrognanna við hverja hrygn- ingu. Um það bil sólarhring áður en hrygning á sér stað fer þessi hluti hrognanna að draga til sín vökva úr hrognasekkjunum. Þannig tvöfalda hrognin stærð sína áður en þau eru tilbúin til frjóvgun- ar. Hrygnan myndi ekki lifa það af ef öll hrognin drægju í sig vökva í einu þar sem ekki væri pláss fyrir öll fullþroskuðu hrognin í hrogna- sekknum. Ef hrygnan er stór og með mikið af hrognum í sér getur það tekið hana allt upp í tvo mán- uði að hrygna. Hún er þá að losa sig við hrognin í 20-30 slöttum þannig að ástarleikir hennar hæng- anna eiga sér stað annan eða þriðja hvern dag á hrygningartímanum. Varnarhimna á eggin Fljótlega eftir hrygningu verða efnabreytingar í ysta lagi hrognsins sem gera það m.a. að verkum að það verður ógegndræpt. Þessi hlíf utan um eggið gerir því kleift að lifa í breyttu umhverfi því seltu- hlutfall í sjónum er öðruvísi en í kviði hrygnunnar. Svil komast ekki inn í hrognin eftir að þau hafa myndað þessa vamarhimnu. Þess vegna verður frjóvgun að eiga sér stað á fyrstu mínútunum eftir hrygningu. I þeim tilraunum sem gerðar hafa verið er það mjög breytilegt hve stór hluti hrognanna frjóvgast við mökun. Einnig verður að taka með í reikninginn að ekki lifa öll egg sem frjóvgast. í til- raunaeldisstöðinni drápust frá 10% eggjanna upp í að meira eða minna leyti öll eggin á klaktímanum. Hvort slíkt gerist í náttúrunni er ekki vitað en þó talið að mikill fjöldi eggja fari forgörðum. Rekið mikilvægast Eggin eru um 1,2-1,6 mm að stærð og þau eru laus hvert frá öðru. Þau eru eðlisléttari en sjór og fljóta því strax upp. Ef sjór er mjög fersk- ur, t.d. í árósum, eru þau alveg uppi við yfirborðið. Ef sjór er fullsaltur eru þau á 15-20 metra dýpi. Hrogn- in rótast síðan í efstu lögum sjávar eftir veðri og vindum. Þar þroskast þau og undirbúa sig undir klakið en það tekur um 2 vikur hjá hrognum í 7°C sjávarhita sem er algengt á Sel- vogsbanka á vorin. í kaldari sjó tek- ur klakið lengri tíma. Þegar eggin verða fullþroska og lirfan vel mótuð inni í þeim á klakið sér stað. Lirfurnar eru einnig eðlisléttari en sjórinn og eru þær því sömuleiðis í efstu lögum sjávar. Fyrstu vikurnar eru lirfurnar leiksoppar örlaganna að því leyti að vindar og straumar stjórna ferðum þeirra. „Við teljum í raun og veru að flutningur á hrognum og lirfum af hrygningarslóð inn á uppeldissvæð- in út af Norðurlandi hafi hugsanlega einna mest áhrif á styrk hvers ár- gangs. Ef rekið heppnast má vænta þess að nýliðunin verði góð. Hins vegar getur margt farið úrskeiðis. Straumar geta borið eggin og seiðin suður á bóginn þar sem þau hafa ekki skilyrði til að lifa. Stór hluti getur einnig borist að ströndum Grænlands en þau geta lifað þar ef skilyrði eru góð. Sá þorskur sem vex upp af þeim kemur þá aftur til Islands sem fullorðinn fiskur til þess að hrygna,“ sagði Guðrún.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.