Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 27

Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 27
FISKIFRETTIR 14. desember 2001 27 FRETTIR Jólin Nýtt ár 2001 2002 Okkar bestu óski um gleðileg jól oc farsælt komandi á r 3 r ■4’- = HÉÐINN Stórás 6 • 210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 Mest hefur gengiö á sandkoiann Langmest hefur gengið á sandkolakvótann af einstökum kvótategundum það af er fisk- veiðiárinu, en 11. desember voru aðeins 29% óveidd af hon- um. Þetta skapar fljótlega vandræði í veiðum eins og áður hefur verið fjallað um hér í blaðinu. Búið er að veiða um 50.000 tonn af þorski og eftir eru 71% af kvót- anum eða hlutfallslega svipað og eftir er af fiskveiðiárinu. Aðeins er búið að veiða 63.000 tonn af síld en óveidd eru 80.000 tonn eða 56% kvótans. Skipin munu reyna áfram við síldina í desember og janúar en hætt við að sóknin í síldina dragist verulega saman þegar loðnan fer að gefa sig til á nýju ári. Áskríft 515 5555 Noregur: Kóngakrabbinn gefur 590 m. kr. Norðmenn hafa leyfi til að veiða 100.000 stykki af kónga- krabba við strendur sínar á þessu ári og nemur útflutnings- verðmætið um 590 milljónum ís- lenskra króna. Miðað við 60% nýtingu fást 270 tonn af afurðum en fyrir kílóið eru greiddar sem svarar rúmlega 2.200 ísl. krónur, að því er fram kemur í Fiskeribladet í Noregi. Eins og áður hefur komið fram hefur kóngakrabbinn smám saman verið að fikra sig lengra vestur með strönd Norður-Noregs á undan- förnum árum, en hann kemur úr rússnesku lögsögunni og var fluttur þangað frá Alaska fyrir nokkrum áratugum í tilraunaskyni. Ljóst er að töluvert meira er drepið af kóngakrabbanum en leyfilegt er því krabbinn fæst sem meðafli í önnur veiðarfæri og er ekki alltaf aufúsugestur. Skipamiölun Þuríðar og Hreiörið sameinast Fasteignasalan Hreiðrið ehf. og Skipamiðlun Þuríðar Hall- dórsdóttur hdl. hafa verið sam- einaðar í eitt fyrirtæki. Nýja fyr- irtækið heitir Híbýli og skip og tekur við rekstri áðurgreindra fyrirtækja. Engar áherslubreytingar verða við sameininguna. Híbýli og skip verða í sama húsnæði og áður- greind fyrirtæki við Hverfisgötu 105 og munu annast sölu- og leigu- miðlun á öllum gerðum fasteigna, skipa og báta. Fluguveið- ar á íslandi Út er komin bókin Flugu- veiðar á íslandi eftir Loft Atla Eiríksson og Lárus Karl Inga- son. Þar er fjallað um allar helstu ár og vötn landsins með lluguveiði að leiðarljósi. Frásögnin er krydduð sögu- legum fróðleik og brugðið er birtu á náttúru og staðhætti. Fjallað er um helstu veiðistaði og aðstæður og nálgun við hvert vatnasvæði. Bókinni fylgir margmiðlunardiskur sem er ein- faldur leiðarvísir um flest sem viðkemur fluguveiðum á meira en eitt hundrað vatnasvæðum. hÁTA _____5MIDJA_ BunmjNDAR Eyrartröð 13 • Hafnarfirði • Sími: 565 1088 www.somiboats.is • E-mail: somi(a)soniiboats.is

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.