Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 42

Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 42
42 FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 HVALVEIÐAR viðureignum Svíanna við ramm- eflda Islendinga sem létu þá ekkert eiga hjá sér. I ævisögu Magnúsar Gíslasonar sem vann á hval- vinnslustöð Lauretz Bergs á Fram- nesi í Dýrafirði á þessum tíma kemur fram að þar var helsta tóm- stundagaman manna að fá lánaða árabáta og róa yfir fjörðinn til Þingeyrar. Þangað fóru Norðmenn- irnir til þess að fá sér á flöskuna. „En Islendingar gerðu lítið af því. Þeir fóru stundum á sunnudögum eitthvað til bæja þar í kring, og voru það helst Dýrfirðingar, sem unnu þar um sumarið," segir hann. Frásögn Magnúsar ber það með sér að stöðin á Framnesi hefur ekki verið eins vel búin tækjum og stöð- in á Sólbakka. Þegar hvalveiðibát- ar komu þangað inn með hvali var þeim lagt við bauju fyrir framan stöðina og urðu flensararnir að sæta sjávarföllum við skurðinn. Flutt frá Vestfjörðum til Austfjarða Aldamótaárið 1900 var svo komið að segja mátti að búið væri að gjöreyða öllum hval við Vest- firði og voru hvalveiðiskipin farin að sækja langt austur með Norður- landi og öfluðu miklu minna en áður. Fóru Norðmennirnir þá að hugsa sér til hreyfings. Enn var töluverð hvalagengd við Austfirði og lá því beint við fyrir þá að flytja starfsemi sína þangað. Vorið 1901 lét útgerð Ellefsens hefjast handa við að reisa stöð í Mjóafirði, Lauretz Berg varð sér einnig út um aðstöðu eystra og raunar fleiri út- gerðarmenn. Þau urðu endalok stórverksmiðjunnar á Sólbakka að 6. ágúst árið 1901 kviknaði í henni og brann hún til kaldra kola á skömmum tíma. Bryggjurnar og vinnslusvæðið við þær stóðu þó eftir, svo og íbúðarhús Norðmann- anna og nokkrir kofar. Þegar þetta gerðist var vertíðin í gangi og þótt hún væri heldur aum þurfti að vinna þá hvali sem komu að landi. Það sem eftir lifði vertíðarinnar var farið með þá á stöðina í Framnesi og á fleiri stöðvar þar vestra. Ekki kom til greina að endurbyggja stöðina á Sólbakka, þar sem aflinn var orðinn svo lítill að auðséð þótti að fyrir því var enginn fjárhagsleg- ur grundvöllur. Var þar með lokið þætti norskra hvalveiðimanna við Vestfirði. Þar höfðu þeir farið ráns- hendi um hvalaslóðir og engu eirt. Meira að segja hvalkýrnar sem Arnfirðingar litu nánast á eins og húsdýrin sín urðu bráð þeirra. Það tók Norðmennina ekki lang- an tíma að koma sér fyrir á Aust- fjörðum og þar ráku þeir veiðar og vinnslu með svipuðu sniði og verið hafði er þeir voru fyrir vestan. Langstærsta vinnslan var í eigu Ellefsens og var hún við Asknes í Mjóafirði og var getum að því leitt að um tíma hefði hún verið stærsta hvalvinnslustöð í heimi. Þar voru reist 22 verksmiðju, - geymslu- og íbúðarhús og dráttarbrautir fyrir 7 hvalveiðibáta. Þegar mest var um að vera voru starfsmenn stöðvar- innar í Asknesi um 400, flestir þeirra komu frá Noregi en Islend- .. mmisk? 3 22 Stöðvarhúsin í Asknesi í Mjó- afirði. Þetta þóttu miklar byggingar og glæsilegar á sínum tíma. Hvalur flensaður í Asknesstöðinni. Oft var farið að slá verulega í hræin er þau komu til vinnslu. Hvalhræ í flæðarmál- inu við stöðina að Svínaskálastekk við Reyðarfjörð. ingar sem störfuðu hjá stöðinni voru flestir um 100 talsins. Önnur hvalveiðistöð var við Hamarsvík við fjarðarbotn Mjóafjarðar sunn- anverðan og umfangsmikil vinnsla var einnig um tíma í stöðvum sem reistar voru í Reyðarfirði og Hellis- firði. Ótrúleg umgengni Norsku hvalveiðimennirnir höfðu talið sig komast í feitt er þeir hófu veiðar frá Vestfjörðum en enn betur gekk þó hjá þeim í byrjun fyrir austan. Vertíðin 1902 sem stóð frá apríl og fram í miðjan sept- ember mun hafa gefið mesta afla sem sögur fara af hér við land en þá veiddust 483 hvalir. Þá var verk- smiðja Ellefsens á Asknesi ekki enn orðin fullbúin og gat engan veginn tekið við öllu sem þangað barst. Var þá lögð áhersla á að hirða spikið og það verðmætasta af hvalnum en sjálfum hvalskrokkn- um var síðan ýtt aftur út í sjó og lágu oft hrannir af dauðum hval í flæðarmálinu og rotnuðu þar. Bar nokkuð á því að búfénaður sótti í hvalinn og var það nokkuð títt að skepnur veiktust af því áti og drá- pust. Slíkt hið sama hafði gerst á Vestfjörðum þegar veiðin var mest þar. Þá voru þar oft hrannir af hval- skrokkum í fjöruborðinu, sem skepnur gengu í, urðu veikar af og drápust. Varð það til þess að árið 1896 voru sett lög sem kváðu á um að hvalveiðimönnum væri skylt að hreinsa allar fjörur einu sinni í mánuði og hafa lóðir stöðva sinnar girtar þannig að skepnur ættu ekki aðgang að þeim. Ekki var lögum þessum framfylgt heldur lágu skrokkarnir í fjörunni og voru hléin sem þar urðu notuð til þess að draga skrokkana í land til vinnslu. Fyrir kom þó að hræin voru hengd aftan í hvalbátana þegar þeir héldu út og sleppt þegar komið var hæfi- lega langt frá landi að mati skip- stjórnarmanna. En ljóst má vera að sóðaleg umgengni hefur verið á nánast öllum hvalveiðistöðvunum, bæði fyrir vestan og austan. Þannig getur Þorvaldur Thoroddsen þess í ferðasögu frá Vestfjörðum sem birtist árið 1888 að þegar hann kom í Álftafjörð hafi hann fljótt orðið var við að öll fjaran var þak- in af „hvalþvesti og innýflum; er það allt maðkað og úldið og leggur ódauninn langar leiðir á móti manni.“ Daninn Daniel Bruun sem ferðaðist um Island kringum alda- mótin og skrifaði síðan bækur um þær ferðir minnist einnig á óþefínn og illa umgengni við hvalstöðvarn- ar og segir um ferð sína að hval- stöðinni í Hellisfirði á Austfjörðum árið 1901 að þegar báturinn sem flutti hann þangað nálgaðist stöð- ina hafi hann siglt í gegnum blóð- rauðan sjó. Stöðin var var þá ekki fullbyggð og hafði verið gripið til þess ráðs að leggja hvalhræjunum við dufl inni á víkinni. „Aldrei mun ég gleyma þeirri sýn, sem við mér blasti. Um það bil hundrað af þessum risaskepnum hafsins lágu bundnar með taugum í land. Hæg undiraldan vaggaði þeim hægt upp og niður og frá þeim lagði hræði- legan óþef.“ Eftir aflasumarið mikla,1902, var tekin upp sú nýlunda í verk- smiðjunni á Asknesi að hún var starfrækt allan veturinn. Unnu menn þá við að ná upp hræjunum úr fjöru og flæðarmáli, brytja þau og sjóða. Var það heldur sóðalegt og erfitt starf. Var kjötið eins og mykjuklessa þegar hlýtt var í veðri og af því gífurlegur óþefur en þeg- ar frysti þurfti hins vegar að nota allskonar tilfæringar til þess að ná því í sundur og koma stykkjunum í verksmiðjuna. Vinnsluaðferðir í Asknesi og raunar öllum verksmiðjunum var mjög áþekk því sem verið hafði fyrir vestan. Megináhersla var lögð á að vinna lýsi en bæði kjöt og bein voru soðin og síðan möluð í mjöl, eftir því sem tími vannst til. Meðal þeirra sem störfuðu í Asknesi var Magnús Gíslason, en áður hefur verið vitnað í ævisögu hans. í henni gefur Magnús ágæt- lega greinargóða lýsingu af störf- um sínum í verksmiðjunni og því sem þar fór fram. Fyrsta sumarið sitt þar eystra vann Magnús við það sem erfiðast og óþrifalegast þótti í verksmiðjunni, að hreinsa kjötkatlana en þegar verksmiðjan var í mestum rekstri voru 24 slíkir katlar í henni. Segir Magnús m.a. svo frá búnaði og vinnunni: Héldust við í kötlunum í nokkrar mínútur „Undir lofti voru kjöt- og beinakatlarnir. Stóðu þeir á 2-3 álna háum trjábúkkum og sjálfir voru katlarnir um sjö álnir á hæð. Sýnir þetta að lofthæðin var all- mikil. Meðfram kötlunum var breiður gangur. Sneru hreinsunaropin á kötlunum að ganginum. Voru tvö op á þessari hlið ketilsins, annað rétt niður við botn, en hitt rétt ofan við miðju. Út um op þessi var mok- að úr kötlunum og niður í ganginn, en eftir ganginum lá sporbraut fyr- ir vagnana, sem kjöti og beinum var ekið í til þurrkofnanna, sem voru í annarri byggingu dálítið frá. Ketilopin voru rétt mátulega stór fyrir meðalmann, til að skríða í gegnum. Fyrir þeim voru þykkar járnhurðir og var þeim komið fyrir líkt og hurðum á ofni. En það varð að loka þeim vel, og skrúfa fast skrúfboltana, sem héldu lokunum að, áður en ketillinn var fylltur að nýju. Bak við katlana var mjór gangur, þar gekk suðumaðurinn um, er hann var við starf sitt. Þar voru kranar á kötlunum, annar niðri við botn, en hinn svolítið ofar. Um botnkranann var hleypt út vatni, sem pressaðist úr við suð-

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.