Fiskifréttir - 14.12.2001, Síða 43
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001
43
una. En út um efri kranann rann
lýsið. Ekki þótti vera fullsoðið í
kötlunum fyrr en lýsi hætti að
koma úr þeim. Það tók 18-20
klukkustundir að sjóða kjötið. En
allt að því sólarhringinn að sjóða
beinin, og var þó alltaf 60-70
punda dampur á, á máli kyndar-
anna. En þá voru beinin líka orðin
svo meyr, að það var hægt að mylja
þau í lófa sínum og í katlinum
hafði lækkað allt að því um helm-
ing.
Uppi á loftinu var mikið gólf-
rými, enda þurfti þess með, þegar
kominn var þar stór hvalsskrokkur,
og margir menn að starfi. Meðfram
útveggjum voru katlarnir í röðum
og komu opin aðeins upp úr gólf-
inu, ásamt loki. Var það einna lík-
ast og ef askop kæmi upp í gegnum
borðplötu aðeins með barmana og
lokið."
Magnús getur þess að kjöt af
meðalstórum hval hafi fyllt tvo
katla af stærri gerðinni en bein úr
þremur hvölum hafi þurft til að
fylla beinaketilinn. Síðan segir
hann:
„Það unnu alltaf tveir menn við
hvern ketil. Fóru ofan í til skiptis,
því að engum var unnt að vinna
lengi í einu niðri í heitum katli.
Þegar suðumaðurinn var búinn
að hleypa mestu gufunni út, tókum
við að skrúfa laus lokin uppi og
niðri og opna ketilinn. Streymdi þá
upp sjóðandi gufa fyrst á eftir, svo
að varla var komandi nálægt götun-
um. Við fórum þó svo fljótt sem
hægt var, að braska við að krækja
upp plötum, sem lágu í lögum í
katlinum. Vöru þær lagðar jafnóð-
um og látið var í ketilinn og skipt-
ist rúmið þannig í nokkur hólf,
annars hefði kjötið ekki soðnað. -
Við höfðum langa járnkróka til að
krækja í plöturnar og draga þær
upp. Urðu þeir svo heitir að ekki
var unnt að halda um þá nema að
hafa tusku í höndunum til að hlífa
sér við hitanum. Þegar við höfðum
krækt það miklu upp af plötum, að
sambandið var fengið við efra opið
undir gólfí, fór annar niður til að
raka út, því sem hægt var að ná til,
með skaftlangri tindaröku. Að því
búnu varð að fara ofan í til að moka
út, notaði maður við það bæði kvísl
og skóflu. Kjötið var oftast í sam-
felldri kássu, sérstaklega þegar það
var af gömlum skrokkum, eins og
oft var þetta sumar, því að það
veiddist svo mikið að skrokkarnir
söfnuðust fyrir. Þegar maður fór að
róta í þessu, stigu upp hitabylgjur,
svo að mann sveið í andlitið og
stundum einnig í líkamann, í gegn-
um fötin. Við blotnuðum fljótt af
svita og gufu og tók þá að renna í
augun, og fylgdi því sár sviði, svo
að maður varð að halda augunum
aftur öðru hverju. Þegar maður
hafði unnið þannig eins og 10 mín-
útur, var maður að þrotum kominn
og varð að fara upp úr til að kæla
sig, fór hinn þá ofan í, og þannig
gekk þetta sitt á hvað, þar til ketil-
inn var tómur. - Ekki þurftum við
alltaf að fara í katlana svona heita,
en það var samt allt of oft. Þegar
við höfðum lokið dagsverkinu,
sem venjulega var um nónbilið,
fórum við inn til kyndaranna (í fýr-
HVALVEIÐAR
húsið) til að hafa fataskipti. Fórum
þar úr hverri spjör og kæddum
okkur aftur í þurr föt, sem biðu þar
SJÓVÁ-ALMENNAR
flncs *•
l the BIG VISH
will be there!
4 ^
fejnfí imiib Lzœumxjotsiijb i resi tmxu
95% Sýningarrýmis þegar pantað
Sýningin hefur sífellt farið stækkandi á 20 ára ferli
Metárið 1999 voru gestir 16.993 og sýnendur 851
Sýningin 2002 verður haldin í nýju knattspyrnuhöllinni og
►
í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi.
íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent á hátíðarkvöldi á Broadway
- enn er hægt að gerast stuðningsaðili að hátíðinni
Að íslensku sjávarútvegsverðlaununum standa tímaritin World Fishing og Fiskifréttir
Stuðningsaðili: Sjóvá-Almennar.
Frekari upplýsingar um sýningarrými, gestakomur og hátíðarkvöld veitir:
Marianne Rasmussen-Coulling tel: +44 1962 842 950 fax: +44 1962 842 945 email: marianne.nexus@btinternet.com
Bjarni Thor Jonsson tel: 354 567 6004 gsm: 354 896 6363 email: bjarni@icefish.is
!*•*
S* ■
eða skoðið heimasíðu okkar www.icefish.is
Fiski
HHíii'ií
0FFICIAL ICELANDIC PUBUCATION OFFlCIAL INTERNATIONAL PUBLICATI0N
N E X U S
COMMERCIAL FI5HING
EVENTS 0RGANISER
ICELANDAIR
0FFICIAL AIRLINE
AWARDS SP0NS0R