Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Síða 53

Fiskifréttir - 14.12.2001, Síða 53
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 53 FRETTIR Nýja hafrannsóknaskipið í smíðum hjá Ferguson skipasmíðastöðinni í Skotlandi. Naust Marine: Afgreiöir aiian vindu búnaö í skoskt hafrannsóknaskip Ferguson Shipbuilders Ltd. í Skotlandi hafa pantað hjá Naust Marine allan vindubúnað fyrir nýtt hafrannsóknaskip sem Ferguson er að smíða fyrir CEFAS hafrannsóknastofnunina í Skotlandi. Um er að ræða 8 sérhæfðar kap- alvindur fyrir allt að 24 iínu kapal með 3 ljósleiðurum fyrir rann- sóknatæki, auk ATW togvindukerf- is og hefðbundinna hjálparvinda. Að sögn forráðamanna Naust Mar- ine náði fyrirtækið þessum árangri þrátt fyrir harða samkeppni við helstu vinduframleiðendur heims. Verðmæti samningsins er um 130 milljónir króna en jafnframt hefur Naust Marine í vinnslu fleiri er- lendar pantanir upp á rúmlega 200 milljónir króna samtals. Kraninn á bryggjunni í Grindavík. Samherji - Fiskimjöl & Lýsi: Nýr löndunar- krani í Grindavík Athygli ehf: Sjó- manna- almanak 2002 Athygli ehf. hefur sent frá sér Sjómannaalmanakið 2002, en þetta er í 77. skipti sem þessi handbók kemur út. Hún er í tveimur bindum, annars vegar hefðbundið almanak og hins vegar skipa- og hafnaskrá. I almanakinu eru m.a. flóða- töflur, vitaskrár, sjómerkjaskrá, sólartöflur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir sjófarendur. I skipa- og hafnaskránni eru ítar- legar upplýsingar um íslenska skipaflotann með myndum ásamt upplýsingum um kvóta, útgerðir, hafnir, þjónustuaðila o.fl. Þá fylgir með geisladiskur með skipa- og hafnaskránni og er hægt að fá sendan uppfærsludisk með nýjustu upplýsingum fjór- um sinnum á árinu 2002. Nýlega var tekinn í notkun öfl- ugur löndunarkrani við fiski- mjölsverksmiðju Samherja hf. í Grindavík. Kraninn er fram- leiddur af fyrirtækinu ACTA í Danmörku, en umboðsaðili þess á Islandi er Framtak véla- og skipaþjónusta í Hafnarfirði. Kraninn er afar stór, tæpir 12 metrar á hæð og með 20 metra langri bómu. Hann er útbúinn þráðlausri fjarstýringu, sem gerir stjórnanda hans mögulegt að vera um borð í því skipi sem verið er að landa úr og stjórna honum því af fyllstu nákvæmni. Á honum eru tvö glussaspil fyrir ftskidælu og flutningsbarka og dælustöð er inn- byggð í undirstöðu kranans. Vegna stærðar sinnar nýtist kraninn við löndun úr jafnvel stærstu fiskiskipum og segir Oskar Ævarsson rekstrarstjóri Samherja í Grindavík að tilkoma kranans sé geysimikilvæg viðbót við tækja- búnað verksmiðjunnar og auðveldi mikið alla vinnu við löndun. Starfsmenn Fiskimjöls & Lýsis og Framtaks sáu í sameiningu um uppsetningu kranans. Myndin var tekin eftir að samningur hafði verið undirritaður. Frá vinstri: Árni Möller efnaverkfræðingur, Per Törnqvist frá Interna- tional Paint, Birgir Mikaelsson sölumaður og Omar Gunnarsson efnaverkfræðingur. Harpa Sjöfn: Áfram meö Inter- national málningu Þegar málningarverksmiðj- urnar Harpa og Sjöfn sameinuð- ust þann 1. september sl. og til varð Harpa Sjöfn hf. var hið sameinaða fyrirtæki bæði með umboð fyrir Sigma og Interna- tional skipamálningu. Ljóst var að ekki gengi að þjóna báðum þessum framleiðendum og varð niðurstaðan sú að ákveðið var að vinna með International. Var samstarfssamningur fyrirtækj- anna undirritaður á Islandi í lok síðasta mánaðar. Samningurinn miðast við að Harpa Sjöfn hf. veiti íslenskum sjávarútvegi og öðrum skipaeig- endum hámarksþjónustu í sam- ræmi við alþjóðlega staðla Interna- tional en fyrirtækið er með þjón- ustunet um allan heim. Internation- al Paint er stærsti framleiðandi skipamálningar í heiminum með um þriðjung heimsmarkaðarins. Ráðgjöf og sérfræðiþjónusta stend- ur viðskiptavinum Hörpu Sjafnar hf. til boða í söludeildum félagsins bæði í Reykjavík og á Akureyri. Sjómannaalmanak Skerplu 2002 Sjómannaalmanak Skerplu 2002 er komið út. I bókinni eru rúmlega eitt þúsund litmyndir af íslenskum skipum auk tækni- legra lýsinga á þeim. Myndirnar eru fieiri en áður og upplýsingar um skipin ítarlegri. Skipaskráin er í tveimur hlutum, annars vegar þilfarsskip og hins vegar opnir bátar. Auk skipaskrár- innar er bókin fullgilt íslenskt sjó- mannaalmanak. í bókinni er m.a. að finna kafla um aflaheimildir, hafnir, kort, sjávarföll, vita, fjar- skipti, veður, öryggi, siglingar og lög og reglur. Bókinni fylgir marg- miðlunardiskur sem hefur að geyma skipaskrána, hafnaskrána og gular síður með fjölmörgum tengingum. SJÓMAIMIMA RALMANAK ffSis m sinum wtamonnum man

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.