Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 7

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 7
í kapphlaupi við tímann Tíminn líður hratt. Tuttugasta og fyrsta öldin hefur nú þegar lagt barnahosunum og eignast fyrstu skóna. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og sú tuttugasta hafí kvatt okkur í gær. Þegar ég flutti til Austurlands fyrir rúmum 40 árum var eins og ég kæmi í aðra veröld, það var svo mikil ró yfir samfélaginu. A fyrstu árum mínum hér eystra voru harðir vetur og oft dögum saman ófært út í sveitir og um þorpið. Vinnufélagar mínir í Mjólkurstöðinni á Egilsstöðum létu alveg vera að æsa sig þó seint gengi að flytja mjólkina til og frá vinnustaðnum. Þeir helltu bara upp á meira kaffi og biðu þess með stóískri ró að mjólkurbíll með brúsa á palli skilaði sér á staðinn. Mér datt á stundum í hug dátinn dauðadæmdi í ævintýrinu Eldfærin eftir H.C. Andersen, sem bað fólk um að flýta sér hægt því ekkert yrði gert fyrr en hann kæmi. Á þessum árurn var endurvarpsstöð sjónvarpsins á Gagnheiði ekki risin, maður var manns ganian, það var spiluð félagsvist og farið reglulega í heimsóknir til vina og ættingja. Ég sakna þessa tíma í erli nútímans. Við Austfirðingar, a.m.k. þeir sem á stærstu stöðunum búa, fylgjum straumnum og erum á stöðugum þeytingi í kapphlaupi um veraldleg gæði. Nýlega barst sú frétt á öldum ljósvakans að við íslendingar trónuðum á toppi á lista Sameinuðu þjóðanna, þegar svokölluð lífsgæði eru metin. Víst er, að flest höfum við það gott og njótum góðrar samfélagslegar þjónustu, en ég spyr mig á stundum: Er þetta hraða líf, sem við lifuin, lífsgæði í raun? Þegar litið er til byggðaþróunnar á Austurlandi síðustu 100 árin hefur margt breyst, bændabýli á afskelcktum stöðum heyra sögunni til. Sömu örlög biðu nokkurra lítilla byggðakjama sem byggðust upp í kringum sjósókn, þar em nú rústir einar. Enn harðnar á dalnum, atvinnuhættir taka breytingum, fólkið flykkist þangað sem fjölmennið er. Ég óttast því á stundum að fámennustu byggðakjarnarnir verði sagan ein þegar líða fer á öldina. Viljum við það? AÞ 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.