Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 12
Múlaþing
Gísli Sigurðsson á Strýtu. Eigandi myndar:
Ingimar Sveinsson.
Ég man eftir skemmtilegu jólakvæði
eftir hann, sem sungið var á fyrsta bama-
ballinu sem ég lenti á. Jakob hirti lítið um
að halda skáldskap sínum til haga og mun
flest gleymt af því, sem hann gerði. Er
það leitt, því vísur hans vom merkilegt
menningarframlag í þorpinu á þessum
árum.
Berklaveikin lék marga grátt snemma á
tuttugustu öldinni. Jakob Gunnarsson var
einn af þeim, sem lenti í klónum á henni.
Endaði sú barátta með því að annar fótur
Jakobs var mun styttri en hinn. Þess vegna
gekk hann ævinlega á skórn, sem voru með
misþykkum sólum. Ég held að hann hafi
smíðað þessa skó sjálfur. Jakob stíflaði
Fögmhliðarlækinn, sem var lítil spræna og
sást varla í þurrkatíð. Þama byggði hann sér
lítið hús, sem gekk undir nafninu
Fabrikkan.
Stíflan í læknum nægði til að mynda
bunu, sem var nógu kraftmikil til að snúa
hjóli með sandpappír. Með þessu hjóli
raspaði hann gúmmí áður en lím var borið á
það. Undir gólfinu í Fabrikkunni mun hann
hafa komið fyrir litlum rafal (dynamó), sem
nægði til að hafa ljós á einni lítilli pem.
Aður hafði hann sniðið til gúmmí,
þannig að partamir límdir saman mynduðu
skó. Skómir vom af ýmsum stærðum og
þóttu hentugir til hversdagsbrúks við vinnu,
einkum í vætutíð og í fjallgöngum. Þeir
vom kallaðir Kobbasíur. Kobbasíurnar vom
léttar og flestir krakkar gengu á þeim.
Kobbi átti líka tæki til að sóla slitna
spariskó (danska skó, stígvélaskó). Þannig
aflaði hann sér lifibrauðs, auk þess sem
hann greip í að vinna létta verkamanna-
vinnu, t.d. í sláturtíð.
Oft kom ég í Fabrikkuna til Kobba.
Bæði var ég sendur með skó til viðgerðar,
og jafnvel til að kaupa nýja skó. Alltaf var
mér ljúfmannlega tekið og gott var að
setjast niður í ylnum og suðinu frá skó-
vélinni og hvíla sig áður en gangan inn
með Hálsum var hafin eða stigið á hjól-
hestinn. Kobbi átti stundum Bismark-
brjóstsykur í kramarhúsi. Stefán Jónsson
fréttamaður og rithöfundur segir nokkuð frá
Jakobi í Fögruhlíð í bókinni „Að breyta
fjalli“.
Og nú hefur mér áskotnast mynd af
þessum gamla vini mínum, Jakobi í Fögm-
hlíð, og Fabrikkunni hans.
Næstu myndir í albúminu em af þeim,
sem ég kalla fjárhirðana, vegna þess að
þeirra aðalstarf var að gæta sauðfjár, fóðra
það og hirða. Þessir menn vom nágrannar
mínir, Gísli Sigurðsson á Strýtu og Sigurður
Þórlindsson á Hamri. Þeir voru þaul-
kunnugir í hinum löngu dölum og bröttu
fjöllum syðst í Suður-Múlasýslu og áttu þar
mörg spor. Auðvitað vom þeir ekki alltaf
einir á ferð og á fleirum en þeim hvíldi
þungi og ábyrgð starfsins. Með þeim í för
voru oftast skyldmenni, vinir og félagar.
10