Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 13
Myndir af cinum skósmið og tveimur fjárhirðum
Þessir menn og þeirra félagar önnuðust
íjárleitir í sláturtíð á haustin og á rýinga-
tíma á sumrin. Þeir voru ekki bara að leita
að sínu fé, heldur leituðu þeir líka að fé
annarra, ef á þurfti að halda. Þeir vom
fljótir að bregðast við, ef til þeirra var
leitað. Þeir Sigurður og Gísli giftust aldrei
og eignuðust ekki afkomendur. Þeir voru
alltaf í fremstu víglínu í önn dagsins. Og
mér hefur fundist að myndin af þeim hafí
stundum gleymst. Vil ég nú bæta úr því.
Það má kannski segja að þessar
fjallaferðir hafi verið þeirra starf. En eitt er
víst, aldrei urðu þeir ríkir af þessu starfi.
Þeir voru ekki í rónni í vetrarbyrjun fyrr en
allt svæðið, sem þeir töldu tilheyra sér, var
þaulleitað. Dalirnir á milli Lónsheiðar og
Breiðdalsheiðar eru margir og sumir lang-
ir. Brekkur brattar og klettóttar. Þar verður
hestum ekki auðveldlega að komið. Til að
smala Hamarsdal, svo vel væri, veitti ekki
af þrem til fjórum dögum. Ein smölun á
hausti dugði ekki. Talað var um þrjár
löggöngur og svo eftirleitir.
Einn þáttur í starfi þessarra manna
verður seint metinn að verðleikum. Mér
virðist hann alveg ómetanlegur. Það var, að
halda öllum örnefnum til haga. Þegar
gengið var um landið blöstu örnefnin
allstaðar við. Að vita örnefni tengir okkur
við sögu íslands. „Landslag yrði lítils virði,
ef það héti ekki neitt“, sagði skáldið. Við
eigum að vísu góðar örnefnaskrár, en þær
munu tæpast koma að fullum notum, ef við
höfum ekki aðgang að staðkunnugum
mönnum. Sennilega eru þær ömefnaskrár,
sem til em, að einhverju leyti þeirra verk.
Gísli Sigurðsson (f. 29.07.1894) bjó á
Strýtu ásamt fjórum systkinum sínum, rétt
utan við bæjarlækinn á Hálsi, þegar ég var
að alast upp í Hálsþorpinu. Hann var oftast
forystumaður í þeim verkum sem vinna
þurfti og talinn húsbóndinn á heimilinu.
Sigurður Þórlindsson á Hamri. Eigandi myndar:
Ingimar Sveinsson.
Hann var jafnlyndur og rólegur og fór
ekkert á taugum þó eitthvað færi úrskeiðis
í smalamennsku.
Þeir unnu vel sarnan faðir minn og hann
og marga ferð fóm þeir í ljallið eftir að
snjóaði og frysti til að bjarga ferfætlingum,
sem héldu sig þar sem þeir áttu ekki að
vera. Eg held að þetta hafi stundum verið
háskaferðir, þegar svell mynduðust í
snarbröttu fjallinu. Þá bjuggu þeir sig út
með broddstengur og mannbrodda
(fjórskeflinga) og sýndu fulla aðgæslu.
Þeir fóm oft og ráku fé frá hættulegustu
stöðunum, þegar leit út fyrir kólnandi
veður á haustin. „Við verðum að skreppa í
Lambarákina og Rákina undir Hamrinum
áður en frystir“, sögðu þeir á stundum.
Ef ráðist var í húsbyggingu þótti sjálf-
sagt að Gísli væri yfirsmiður, enda var hann
vel lagtækur og viðaði að sér nauðsyn-
legum verkfæmm. Gísli var félagslyndur,
kom oft til að spjalla, gekk jafnvel i ærsl og