Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 14

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 14
Múlaþing leiki með krökkunum. Hann gat svarað eftirminnilega fyrir sig, ef því var að skipta og eldri rnenn muna enn tilsvör hans. Tveir yngri bræðumir á Strýtu, Stefán og Sigurjón, voru mikið að heiman til sjós fyrr á árum, oftast á bátum frá Seyðisfírði eða Norðfirði. Á styrjaldarámnum upp úr 1940 vom þeir meira heima við, enda systkini þeirra tekin fast að eldast. Þeir eignuðust lítinn, meðfærilegan bát. Var oft róið á honum til veiða innanijarðar og jafnvel út á Papeyjarála, þegar veður vom góð. Eftir að Júlíana systir þeirra féll frá 1950, tók Sigurjón að sér matreiðslu og önnur störf innanhúss á Strýtu. í bók Þorsteins Geirssonar frá Reyðará í Lóni, „Gamla, hugljúfa sveit“, segir nokkuð frá fólkinu á Strýtu, en þau mistök hafa orðið í prentun, að þar er ekki mynd af Gísla, en tvær myndir af bróður hans Guðmundi og önnur sögð vera af Gísla. Eru þetta eðlileg mistök því nokkur ættarsvipur var með þeim bræðrum, þótt þeir væru annars ekki líkir og rnyndir af Gísla, eins og áður segir, ekki á hverju strái. Sigurður Þórlindsson (f. 11.6.1886) átti, þegar ég man eftir mér á þessum slóðum, lengst af heima á Hamri. Hann var fæddur í Hamarsseli, þar sem foreldrar hans höfðu búið. Eftir lát þeirra bjó hann í nokkur ár með ráðskonu á Þvottá í Álftafirði og í Jórvík í Breiðdal. Hann mun hafa verið á Hamri frá 1935 í sambýli við Ólaf bróður sinn og hans fjölskyldu og í skjóli þeirra þegar aldur færðist yfir. Eftir að Sigurður kom að Harnri átti hann tjárhús á svo- kölluðum Húsabala austur af bænum á Hamri, rétt við Skipakílinn, þar sem bátar lentu stundum með vörur frá versluninni á Djúpavogi. Þama er nú golfvöllur (árið 2007). Sigurður var natinn ljármaður og hélt fé sínu til vetrarbeitar frá Húsabala, mest út með Hamarsfirði að austan. Sigurður fór sér að engu óðslega, talaði kindur sínar til og kom öllu heim til húsa með friði og spekt. Oft hittumst við og tókum tal saman og verið getur að ég hafi einhverntíma, á meðan ég var léttur á fæti, tekið á sprett á eftir einhverri fjallafálunni, sem tók sig út úr hópnum, en þær voru ekki margar ljallafálurnar í fjárhópi Sigurðar, sem höfðu þann hátt á. Til þess höfðu þær fengið of gott uppeldi. Sigurður var afskaplega gjafmildur maður og vildi launa margfalt það, sem honum var vel gert. Vinafólki sínu í Djúpavogsþorpi, sem reynst hafði honum vel, gaf hann oft slátur og kjöt í sláturtíð. Eitt sinn gaf hann mér fallega gimbur að hausti fyrir einhvem lítinn greiða, sem ég hafði gert honum. Því miður felldi bráða- fárið þetta fallega lamb. Á efri árum bagaði það Sigurð nokkuð að heym hans dapraðist. Vildi hann þó fylgjast með því, sem fram fór í kringum hann. Á mannamótum greip hann oft til þess ráðs að ganga nær mönnum, sem fluttu mál sitt, t.d. þegar þingmenn vom á ferð. Vildi hann ekki missa af neinu, sem fram fór. Höfðu menn yfirleitt skilning á þessari fötlun hans. Hugsanlegt er að fötlun af þessu tagi leiði til þess að menn verði næmari á öðmm sviðum, svo sem fyrir þeim kröftum sem í landinu búa. Ég vissi þó ekki til þess að hann byggi yfir því sem kallað er skyggni- gáfa, en merkilega sögu sagði mér góður kunningi Sigurðar. Það var eitt haust seint, næni jólaföstu, að Sigurð vantaði þrjár ær. Þær munu hafa komið í haustréttir, en haldið inn í dalinn eftir það. Hann hafði gmn um að þær héldu sig innarlega í Hamarsdal, í nánd við Þrándarnes, en Þrándames takmarkast af Ytri- og Innri- Þrándará. Eina nóttina dreymir hann æmar. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.