Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 19

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 19
Ljósá annarra slíkra er að rennslið er sveiflukennt. Þær minnka á vissum tímum, á sumrin vegna þurrka og á vetrum vegna frosta. Grjótá er meira miðsvæðis en gegn henni mælti að mikið hlaup hafði orðið í henni árið 1849 sem sópaði burt kotinu Klofa og varð þremur manneskjum að bana. Aðalástæðan fyrir vali Ljósár var þó rennslið. Samanburður var gerður á ánum og ennfremur var Ljósá mæld allan veturinn 1910-11. Hönnuður Ljósárvirkjunar var norskur verkfræðingur, Paul Srnith, fæddur árið 1881. Hann hóf nám í símaverkfræði 17 ára gamall og tók próf í Oslo tveimur árum síðar, árið 1900. Árið 1905 var hann ráðinn til símalagningar á íslandi ásamt fleiri norskum verkfræðingum. Meginverkefnið var að leggja línu frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. En Paul fékk sérverkefni sem var að leggja einkalinu fyrir Thor E. Tulinius kaupmann frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar og Eskitjarðar. Thor hafði árið 1903 stofnað skipafélag,Thorefélagið, sem hafði gufuskip í förum milli Islands og annarra landa, einnig með ströndum fram. Skipafélag þetta, sem mátti heita undanfari Eimskipafélags íslands, hafði aðalbækistöð sína hérlendis á Eskifirði.4 Símalagningin 1906 þótti mikið afrek og voru norsku verkfræðingarnir í hávegum hafðir fyrir að Ijúka henni á jafn stuttum tíma og íslenskt sumar er. Ennfremur opnaði síminn augu manna betur fyrir þeirri tækniþróun sem orðið hafði á meginlandi Evrópu að undanfómu. Við línulögnina til Eskifjarðar kynntist Paul þorpinu og forráðamönnum þess. Ekki er vitað til að hann hafi haft afskipti af virkjanamálum og uppsetningu rafveitna áður en kom að Ljósárvirkjun 1911. En hann hafði greinilega kynnt sér þau af gaumgæfni og eftir uppsetningu henn- ar kom hann einnig við sögu nokkurra annarra virkjana og veitna, gerði t.a.m. tilboð í Fjarðarselsvirkjun árið 1912, annaðist virkjun og rafvæðingu Siglu- íjarðar 1913, stóð ásamt fleirum að opn- um fundi í Reykjavík um Elliðaárvirkjun 1914 o.s.frv.5 Raflýsing samþykkt Líklegt er að hugmyndum um raflýsingu Eskiljarðar hafi skotið upp fljótlega eftir komu símans, 1906. En árið 1910, hinn 27. júní, er fyrst getið áforma um rafstöð í gögnum Eskitjarðarhrepps. Þá er haldinn hreppsnefndarfundur þar sem allir nefndar- menn eru mættir en þeir vom: Friðjón Jensson læknir, Jón C.F. Amesen konsúll, Skarphéðinn Sigurðsson verkamaður, Tómas P. Magnússon útvegsbóndi og Bjami Sigurðsson útvegsbóndi. í fundagerð segir svo orðrétt: „Til umræðu kom lýsing og áætlun um raflýsingu á Eskifirði, eftir verkfræðing Paul Smith.“ Kostnaður var áætlaður kr. 14542,- sem lauslega reiknað nam um 20 árslaunum verkamanns. Ratlýsingarmálið var rætt fram og aftur og áætlun Pauls síðan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Jafnframt var kosin nefnd til að fylgja málinu eftir og í hana voru þessir kosnir: Axel V. Tulinius sýslumaður, Friðrik Jensson læknir og Gumundur Ásbjarnarson fríkirkjuprestur. Axel var búsettur á Eskifirði, sonur Carls Daníels, sem verið hafði kaupmaður Paul Smith verkfrœðingur. 4 5 Steingrímur Jónsson 22, Grímur Grímsson, Sigurveig Jónsdóttir o.fl. 30, Einar Bragi: Eskifjörður í máli og myndum 14, 24 og 141, Tilkynning um raforkuveitu 1930, Kristján Kristjánsson viðtal, Jökull Hlöðversson viðtal. Austri 1912 s. 39, Guðjón Guðmundsson o.fl. 2.1.43, Sveinn Þórðarson 59. 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.