Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Qupperneq 23
Ljósá
stimpil sem opnaði og lokaði fyrir
aðrennslispípuna. Hverfíll og rafali voru
ástengdir. Rafalinn var fyrir jafnstraum,
með fjórum pólum, afl 26 kW, spenna 2 x
115 V. Hann var frá fyrirtækinu a/s
Elektrisk Bureau, Oslo. í prentuðum
heimildum hefur rafalinn ítrekað verið
sagður 15 kW, þ.e. mun minni en
hverfíllinn. Það er ekki rétt og er villan
komin úr annars ágætri grein eftir Amþór
Jensen frá árinu 1951, þar sem virkjuninni
var í fyrsta skipti lýst nákvæmlega á prenti.
Ekkert hefur varðveist af upphaflegu véla-
samstæðunni.
Rafmagnstöflu var komið fyrir á vegg,
þar sem hún er enn. Hún er úr marmara,
merkt Elektrisk Bureau, þ.e. sama aðila og
framleiddi rafalinn. Einn hinna upphaflegu
mæla á töflunni var voltmælir, sem sýndi
spennuna út og varð mesta spennufall 20 V.
Enginn mælir sýndi útsendan straum. Nú
em þrír mælar á töflunni og em tveir þeirra
sennilega frá upphafsámnum.
Eftir að uppsetningu vélanna lauk fékk
Halldór Guðmundsson vélstjórana á
gufuskipinu Botníu, sem var á Eskifirði um
það leyti, til að taka þær út og einnig
yfírfara frágang í töflu. Að því loknu hvarf
Halldór á braut.10
Raflínur vom lagðar um þorpið sumarið
1911. Náðu þær frá Mjóeyrarvík og inn að
Bröttuhlíð eða um 2 km. Húsin stóðu við
eða stutt frá aðalgötu bæjarins, Strandgötu,
og hafa flestar heimtaugar verið teknar
beint frá línunni sem lögð var meðfram
henni. Götuljós, sem voru um tuttugu
talsins, hafa sömuleiðis flest verið við
Strandgötu. Þar sem um var að ræða
jafnstraumsvirkjun voru engir spennar í
kefínu. Spennan var alstaðar 115 V.
Ráðinn var maður til þess sérstaklega að
leggja húsarafmagnið. Var það Indriði
Helgson sem nýlokið hafði námi í
rafvirkjun. Hann var að störfum allan næsta
vetur og fram á sumarið 1912. Halldór
Guðmundsson hafði eftirlit með störfum
hans meðan hann var á staðnum.
Fimmtudaginn 30. nóvember 1911 var
byrjað að hleypa straumi á Rafveitu
Eskifjarðar. Fyrst var kveikt á götu-
ljósunum. Tveimur dögum síðar fengu all-
nokkur hús rafmagn og enn fleiri hús á
sunnudeginum. Mánudaginn 7. desember
var straumur kominn á alstaðar þar sem
lögnum var lokið og reyndist allt vera í
góðu lagi. Þar með tók Rafveita Eskiíjarðar
formlega til starfa, sú fyrsta á íslandi sem
náði til heils sveitarfélags. Heimildir greina
ekki frá opinberum veisluhöldum í tilefni
þessa merka atburðar. En ekki leikur vafí á
að rafmagninu hefur verið vel fagnað.11
Tímamót í rafsögunni
Gætt hefur tilhneigingar til að gera fremur
lítið úr þeim sögulegu tímamótum sem
þarna urðu. Jakob Gislason raforku-
málastjóri skrifaði til að mynda yfírlitsgrein
árið 1964 sem hann nefndi „Þróun rafveitu-
mála á íslandi.“ Þar telur hann upp 38
kaupstaða- og kauptúnarafveitur sem hafí
verið byggðar á árunum 1904-1934. Sú
fyrsta hafí komið i Hafnafirði, 1904, sú
næsta á Eskifirði 1911, sú þriðja á Siglufírði
1912 (reyndar 1913), sú fjórða á Seyðisfírði
1913 (reyndar nr. þrjú) o.s.frv. en gerir ekki
umtalsverðan greinarmun á þeim. Þessar
rafveitur voru æði ólíkar, höfðu nánast það
eitt sameiginlegt að vera staðsettar í
þéttbýli. Rafveitan í Hafnarfírði náði t.d.
aðeins til 16 húsa árið 1904, sem var vel
10 Kristján Kristjánsson viðtal, vettvangskönnun höfundar 2003, munaskrá RARIK: MR 7.305, Tilkynning um raforkuveitu 1930
og 1935, Amþór Jensen 81.
H Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, Amþór Jensen 80-81, Rafvirkjatal 500, Austri 1911 s. 173.
21