Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 25
Ljósá fagmenntaður maður mundi ekki fást. Sex manns sóttu um og var Jónas Pétur Jónsson, f. 1875, ráðinn samhljóða. Oddvita var falið að gera samning við Jónas í samráði við Halldór Guðmundsson raffræðing. Árslaun Jónasar skyldu vera 250 krónur. Vinnutími skyldi vera frá 1. ágúst til 15. maí, þ.e. á Ijósatíma. Árið 1910 var Jónas titlaður tómthús- maður í skilabók hreppsins, þ.e. sjómaður. Hann var sennilega óskólagenginn en ýmislegt hefur þó mælt með honum í starfið, m.a. hefur hann þótt áreiðanlegur, og ekki hefur heldur spillt fyrir að hann bjó steinsnar frá fyrirhuguðu stöðvarhúsi, í húsinu Brekku. Með því að Jónas var ráðinn svo snemma, við upphaf fram- kvæmda, gafst honum færi á að fylgjast náið með þeim. Einnig vann hann með rafvirkjum staðarins, bæði Halldóri Guð- mundssyni, sumarið 1911, og Indriða Helgasyni, veturinn 1911-12, sem miðluðu honum af þekkingu sinni. Eftir það lærði hann upp á eigin spýtur, að eigin sögn. I áranna rás var hann titlaður á ýmsa vegu í heimildum, stöðvarstjóri, rafstöðvarstjóri og rafmagnsstjóri, en hafði umsjón með öllum þáttum rekstrarins nema bókhaldi og innheimtu. Laun verkamanna voru 25-30 aurar á klst. árið 1911. Samkvæmt því hafa 250 kr. jafngilt 3-4 mánaða verkamannalaunum. Af því má ljóst vera að Jónas átti aðeins að sinna rafveitunni í hlutastarfí yfír veturinn og ekkert á sumrin. En líklegt er að launamálin hafi verið endurskoðuð fljótlega.14 Jónas hafði eftirlit með virkjuninni sjálfri og götulínunni, eins og það var orðað, þ.e. línunum frá stöðvarhúsinu að húsunum í þorpinu. Hann hafði heimild til að kalla til aðstoðarmenn þegar bilanir urðu á línunum og voru þeir allt að fímm talsins þegar mest bar út af. Þetta var ekki fastur hópur. I húsunum hafði rafveitan ekkert eftirlit nema um það væri beðið. Þeir sem sinntu húsarafmagni voru sjálflærðir heimamenn. Þeir keyptu efni til raf- virkjunar af rafveitunni sem hafði einka- leyfi til að versla með það. Jónas sinnti starfí rafveitustjóra í 35 ár, til 1946. Þá gerðist hann vélgæslumaður og var það enn árið 1950, þá 75 ára gamall. Var hann án lítils vafa sá maður sem hafði lengsta starfsreynslu við rafveitu á íslandi á sinni tíð. Jónasi er lýst svo að hann hafí verið „einn af þessum hæglátu, yfírlætis- lausu mönnum sem jafnan fínnst lítið til um það sem þeir afreka sjálfir.“ Ennfremur að hann hafi: „alla sína tíð verið mesta snyrtimenni, enda ber umgengni hans um vélar og stöðvarhús því fagurt vitni.“15 I gangi á ljósatíma Fyrstu tíu árin var rafmagnsnotkuninni á Eskifírði stýrt með straumtakmörkurum, þ.e. hemlum. Menn greiddu fyrir tiltekinn Ijölda af ljósakúlum þ.e. perum. Taxtinn var kr. 4.00 fyrir 25 W peru og kr. 6.00 fyrir 75 W peru á ári. Ef menn reyndu að nota meira en þeir höfðu greitt fyrir þá sáu hemlamir til þess að ljósin á staðnum byrjuðu að blikka og slokknuðu síðan alveg. Hins vegar fólst enginn spamaður í því að nota minni orku en hemlamir leyfðu og greitt var fyrir og hafði það í för með sér ákveðna sóun. Ljósárvirkjun var stöðvuð yfír sumarið, enda raflýsing talin óþörf á bjartasta tíma 14 15 Amþór Jensen 80, Kristján Kristjánsson viðtal, Hreppaskilabók 1910-27, Einar Bragi: EskiQörður í máli og myndum 24-5, Manntal 1. desember 1910 og 1920, Hagskinna 610, Tilkynning um raforkuveitu 1930. Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, Arnþór Jensen 84. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.