Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Qupperneq 25
Ljósá
fagmenntaður maður mundi ekki fást. Sex
manns sóttu um og var Jónas Pétur Jónsson,
f. 1875, ráðinn samhljóða. Oddvita var falið
að gera samning við Jónas í samráði við
Halldór Guðmundsson raffræðing. Árslaun
Jónasar skyldu vera 250 krónur. Vinnutími
skyldi vera frá 1. ágúst til 15. maí, þ.e. á
Ijósatíma.
Árið 1910 var Jónas titlaður tómthús-
maður í skilabók hreppsins, þ.e. sjómaður.
Hann var sennilega óskólagenginn en
ýmislegt hefur þó mælt með honum í
starfið, m.a. hefur hann þótt áreiðanlegur,
og ekki hefur heldur spillt fyrir að hann bjó
steinsnar frá fyrirhuguðu stöðvarhúsi, í
húsinu Brekku. Með því að Jónas var
ráðinn svo snemma, við upphaf fram-
kvæmda, gafst honum færi á að fylgjast
náið með þeim. Einnig vann hann með
rafvirkjum staðarins, bæði Halldóri Guð-
mundssyni, sumarið 1911, og Indriða
Helgasyni, veturinn 1911-12, sem miðluðu
honum af þekkingu sinni. Eftir það lærði
hann upp á eigin spýtur, að eigin sögn. I
áranna rás var hann titlaður á ýmsa vegu í
heimildum, stöðvarstjóri, rafstöðvarstjóri
og rafmagnsstjóri, en hafði umsjón með
öllum þáttum rekstrarins nema bókhaldi og
innheimtu.
Laun verkamanna voru 25-30 aurar á
klst. árið 1911. Samkvæmt því hafa 250 kr.
jafngilt 3-4 mánaða verkamannalaunum. Af
því má ljóst vera að Jónas átti aðeins að
sinna rafveitunni í hlutastarfí yfír veturinn
og ekkert á sumrin. En líklegt er að
launamálin hafi verið endurskoðuð
fljótlega.14
Jónas hafði eftirlit með virkjuninni
sjálfri og götulínunni, eins og það var
orðað, þ.e. línunum frá stöðvarhúsinu að
húsunum í þorpinu. Hann hafði heimild til
að kalla til aðstoðarmenn þegar bilanir urðu
á línunum og voru þeir allt að fímm talsins
þegar mest bar út af. Þetta var ekki fastur
hópur. I húsunum hafði rafveitan ekkert
eftirlit nema um það væri beðið. Þeir sem
sinntu húsarafmagni voru sjálflærðir
heimamenn. Þeir keyptu efni til raf-
virkjunar af rafveitunni sem hafði einka-
leyfi til að versla með það.
Jónas sinnti starfí rafveitustjóra í 35 ár,
til 1946. Þá gerðist hann vélgæslumaður og
var það enn árið 1950, þá 75 ára gamall. Var
hann án lítils vafa sá maður sem hafði
lengsta starfsreynslu við rafveitu á íslandi á
sinni tíð. Jónasi er lýst svo að hann hafí
verið „einn af þessum hæglátu, yfírlætis-
lausu mönnum sem jafnan fínnst lítið til um
það sem þeir afreka sjálfir.“ Ennfremur að
hann hafi: „alla sína tíð verið mesta
snyrtimenni, enda ber umgengni hans um
vélar og stöðvarhús því fagurt vitni.“15
I gangi á ljósatíma
Fyrstu tíu árin var rafmagnsnotkuninni á
Eskifírði stýrt með straumtakmörkurum,
þ.e. hemlum. Menn greiddu fyrir tiltekinn
Ijölda af ljósakúlum þ.e. perum. Taxtinn var
kr. 4.00 fyrir 25 W peru og kr. 6.00 fyrir 75
W peru á ári. Ef menn reyndu að nota meira
en þeir höfðu greitt fyrir þá sáu hemlamir til
þess að ljósin á staðnum byrjuðu að blikka
og slokknuðu síðan alveg. Hins vegar fólst
enginn spamaður í því að nota minni orku
en hemlamir leyfðu og greitt var fyrir og
hafði það í för með sér ákveðna sóun.
Ljósárvirkjun var stöðvuð yfír sumarið,
enda raflýsing talin óþörf á bjartasta tíma
14
15
Amþór Jensen 80, Kristján Kristjánsson viðtal, Hreppaskilabók 1910-27, Einar Bragi: EskiQörður í máli og myndum 24-5,
Manntal 1. desember 1910 og 1920, Hagskinna 610, Tilkynning um raforkuveitu 1930.
Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, Arnþór Jensen 84.
23