Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 26

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 26
Múlaþing Gömul hústafla.(Eftir 1921) Ljósmyndari og eig- andi myndar: Helgi Máni Sigurðsson ársins. Sumarlokunin hófst 15. maí og lauk 1. ágúst. Frá 1. ágúst til 15. maí var virkjunin í gangi á „venjulegum ljósatíma,“ þ.e. frá rökkurbyrjun og til kl. 2.00 um nóttina. I mesta skammdeginu var virkjunin einnig gangsett kl. 7.00 á morgnana og látin ganga eins lengi og þörf var á. Svipað fyrirkomulag var á Seyðisfirði fyrstu árin sem raflýsing var þar, þ.e. frá 1913. Með þessu náðist hámarks sparnaður í rekstri.16 Flelsta bilunin sem virkjunin varð fyrir fyrstu árin kom upp árið 1913. Þá eyðilagðist snúðvaf rafalans og þurfti að fá annað nýtt, sem entist allt til ársins 1938. Ekki kemur fram í heimildum hvað olli biluninni, hún er sögð hafa verið óhapp, en atvikið bendir til að rafalinn hafi ekki verið alveg nýr þegar hann var keyptur. Afl Ljósárvirkjunar dugði ágætlega til að lýsa upp kauptúnið, einkum framan af, meðan íbúar voru um 400 talsins. Fíeimilin hafa þá líklega verið um 80 talsins og ef gert er ráð fyrir að 20 kW hafi farið til þeirra þá fengu heimilin 240 W að meðaltali, þ.e. heldur meira en bauðst á Seyðisfirði tveimur árum síðar. Styrkur algengustu ljósapera var 25 W. Sumar fjölskyldur létu sér nægja 3-5 perur meðan aðrar greiddu fyrir 10-15 eða jafnvel fleiri, enda húsakynni og Ijárráð mismunandi. Meðan hemlarnir voru við lýði þurfti ekki að lesa af mælum og rafmagnsgjöld voru innheimt aðeins einu sinni til tvisvar á ári. Bókhaldið var því einfalt. En ókostur- inn við þetta fyrirkomulag var að reikning- amir vom nokkuð háir þegar þeir bámst. Maður að nafni Friðrik Klausen fékk t.a.m. reikning haustið 1913 sem hljóðaði upp á kr. 35,78. Það var að stærstum hluta greiðsla fyrir átta ljós, sem kostuðu kr. 4,00 hvert um sig, samtals kr. 32.00. Einnig vom innheimt 10% af kostnaði við innlagningu í hús hans, kr. 3,78. Heildampphæðin nam um hálfs mánaðar launum verkamanns.17 Hálftíma í senn Strax fyrsta veturinn sem Ljósárvirkjun var starfrækt, 1911-12, tók að bera á vatnsskorti þegar kaldast var og var svo ætíð síðan. 16 Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, Amþór Jensen 82, Reglugjörð um notkun rafmagns 1916, Kristján Kristjánsson viðtal, Helgi M. Sigurðson: Aflstöðin í Fjarðarseli 91. ^ Amþór Jensen 80-81, Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, Reikningur til Friðriks Klausen 1913. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.