Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 26
Múlaþing
Gömul hústafla.(Eftir 1921) Ljósmyndari og eig-
andi myndar: Helgi Máni Sigurðsson
ársins. Sumarlokunin hófst 15. maí og lauk
1. ágúst. Frá 1. ágúst til 15. maí var
virkjunin í gangi á „venjulegum ljósatíma,“
þ.e. frá rökkurbyrjun og til kl. 2.00 um
nóttina. I mesta skammdeginu var virkjunin
einnig gangsett kl. 7.00 á morgnana og látin
ganga eins lengi og þörf var á. Svipað
fyrirkomulag var á Seyðisfirði fyrstu árin
sem raflýsing var þar, þ.e. frá 1913. Með
þessu náðist hámarks sparnaður í rekstri.16
Flelsta bilunin sem virkjunin varð fyrir
fyrstu árin kom upp árið 1913. Þá
eyðilagðist snúðvaf rafalans og þurfti að fá
annað nýtt, sem entist allt til ársins 1938.
Ekki kemur fram í heimildum hvað olli
biluninni, hún er sögð hafa verið óhapp, en
atvikið bendir til að rafalinn hafi ekki verið
alveg nýr þegar hann var keyptur.
Afl Ljósárvirkjunar dugði ágætlega til
að lýsa upp kauptúnið, einkum framan af,
meðan íbúar voru um 400 talsins. Fíeimilin
hafa þá líklega verið um 80 talsins og ef
gert er ráð fyrir að 20 kW hafi farið til
þeirra þá fengu heimilin 240 W að
meðaltali, þ.e. heldur meira en bauðst á
Seyðisfirði tveimur árum síðar. Styrkur
algengustu ljósapera var 25 W. Sumar
fjölskyldur létu sér nægja 3-5 perur meðan
aðrar greiddu fyrir 10-15 eða jafnvel fleiri,
enda húsakynni og Ijárráð mismunandi.
Meðan hemlarnir voru við lýði þurfti
ekki að lesa af mælum og rafmagnsgjöld
voru innheimt aðeins einu sinni til tvisvar á
ári. Bókhaldið var því einfalt. En ókostur-
inn við þetta fyrirkomulag var að reikning-
amir vom nokkuð háir þegar þeir bámst.
Maður að nafni Friðrik Klausen fékk t.a.m.
reikning haustið 1913 sem hljóðaði upp á
kr. 35,78. Það var að stærstum hluta
greiðsla fyrir átta ljós, sem kostuðu kr. 4,00
hvert um sig, samtals kr. 32.00. Einnig vom
innheimt 10% af kostnaði við innlagningu í
hús hans, kr. 3,78. Heildampphæðin nam
um hálfs mánaðar launum verkamanns.17
Hálftíma í senn
Strax fyrsta veturinn sem Ljósárvirkjun var
starfrækt, 1911-12, tók að bera á vatnsskorti
þegar kaldast var og var svo ætíð síðan.
16 Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, Amþór Jensen 82, Reglugjörð um notkun rafmagns 1916, Kristján Kristjánsson
viðtal, Helgi M. Sigurðson: Aflstöðin í Fjarðarseli 91.
^ Amþór Jensen 80-81, Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, Reikningur til Friðriks Klausen 1913.
24