Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 31

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 31
Ljósá afnotagjöldin. Þetta var gert með því að stinga nál eða prjóni á milli víra undir mælinum. Þegar von var á starfsmanni rafveitunnar til aflestrar var nálinni kippt í burtu. Ekki fer sögum af því að neinn hafi verið sektaður eða fengið aðra refsingu. En til að stöðva þetta ákvað rafveitunefndin að láta smíða kassa utan um alla mæla í hreppnum og hafa lás á þeim. Var samið við smið á staðnum um smíði á 150 kössum. Sá hængur var á kössunum að þeir lokuðu fyrir að húsráðendur gætu skipt um öryggi þegar þau sprungu. Til að leysa það var samið við rafvirkjann á staðnum um að hann skipti um öryggi gegn einnar krónu gjaldi. Þessu undu sumir húsráðendur ekki og neituðu að samþykkja uppsetningu kassanna. Þeim var sent ítarlegt bréf þar sem málið var reifað en við litlar undir- tektir. Á endanum var málið leyst með því að ganga frá öryggjunum þannig í kössunum að hægt væri að skrúfa þau í og úr án þess að það þyrfti að opna þá. Nokkrum árum síðar voru kassarnir orðnir óþarfir og urðu þeir þá vinsælir til ýmissa hluta, til að mynda sem nestisbox hjá sjómönnum.24 Geymaþjónusta Ríkisútvarpið hóf útsendingar árið 1930 og sýndu Eskfirðingar þeim strax mikinn áhuga. Á fjórða og fimmta áratugnum fengu útvarpstækin yfirleitt rafmagn frá rafhlöðum eða sýrufylltum rafgeymum, sömu gerðar og enn eru í bílum. Eskfirð- ingum bauðst að koma með geymana í rafstöðvarhúsið og fá þá hlaðna fyrir eina krónu. Fyrstu árin voru útvörp fá í kaup- túninu. Þau heimili sem bjuggu svo vel að eiga þau urðu stundum eins og samkomuhús meðan útsendingar stóðu yfir. Þessi þjónusta varð til þess að almenningur í kauptúninu fór að leggja leið sína í stöðvarhúsið, sem var nýmæli. Jónas rafveitustjóri mun hafa tekið því vel en þess er minnst að honum hafi ekki verið mjög vel við geymana. Sýran úr þeim hafði tilhneigingu til að slettast á föt hans og brenna göt á þau. Á sumrin, þegar rekstur virkjunarinnar lá niðri, fóru sumir útvarpseigendur með geyma sína nokkurra kílómetra leið að bænum Innstekk í Reyðarfirði þar sem einnig var vatnstúrbína. Þegar dísilvélar komu til sögunnar, 1946, þurfti rafgeyma til að ræsa þær. Þá var settur upp pallur úr jámi í vaktherberginu til að láta þá standa á meðan hleðsla stóð yfir. Þar em gólfflísar nú sýrubrunnar.25 Umskipti yfir í riðstraum Á ljórða áratugnum varð æ ljósara að þörf væri á nýrri vélasamstæðu í Ljósárvirkjun. Árið 1938 fékkst lán til kaupa á nýjum hverfli og kom hann frá Osnabrúcker Turbinenfabrik í Þýskalandi í árslok. Einnig fékkst nýr jafnstraumsrafali, 24 kW, 2x115 V. Hverfillinn reyndist illa þegar í byrjun. Olli það stundum löngum stöðvunum á virkjuninni, sem hafði í för með sér óþægindi fyrir notendur og tekjutap fyrir rafveituna. Því var það að árið 1939 var keypt dísilvél af Gray-gerð, 33 kW, til að hafa sem varavél. Var rafalinn tengdur við hana með reim þegar hverfillinn bilaði eða vatnsskortur var. Þótti að því mikil bót. Haustið 1944 virtist ekkert lát ætla að verða á bilunum í hverflinum. Þraut þá þolinmæði rafveitunefndarinnar og vildi hún ekki greiða mikið meira fyrir viðgerðir 24 Fundargjörðabók Rafveitunefndar 11.10. 1931, 26.7. 1932, 3.2. 1933, 6.12. 1934 og árið 1938, Einar Bragi: EskiQörður í máli og myndum 28-9. 25 Kristján Kristjánsson viðtal, Fundargjörðabók Rafveitunefndar 26. júlí 1932, Jökull Hlöðversson viðtal.. 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.