Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 33

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 33
Ljósá Á stríðsárunum, 1940-45, var rafmagnið í auknum mæli notað til fleiri hluta en lýsingar. Það kallaði á að vélar virkjunar- innar væru látnar ganga stærri hluta sólarhringsins. Þær höfðu gengið á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Árið 1946 varð sú breyting á að þær voru aðeins stöðvaðar að næturlagi, kl. 1.00-7.00. Næstu árin voru þær þó af og til einnig gangsettar um nætur vegna skipakomu. Skipin þurftu að panta Ijós sérstaklega hverju sinni og greiða fyrir það. Á þessum tíma hafði rafveitan enn einkasölu á öllu sem tilheyrði rafmagni. Þar á meðal voru eldavélar, straujám, hraðsuðu- katlar og fleiri heimilistæki. Eitt af því íyrsta sem hinum nýja rafveitustjóra var falið í ársbyrjun 1947 var að fara til Reykjavíkur og kaupa nokkur almenn heimilistæki, meðal annars eldunarplötur og katla, auk raflagnaefnis. Þessu var haldið áfram þar til um 1950. Þá tíðkaðist einnig enn að íbúamir kæmu með rafgeyma fyrir útvarpsviðtækin til hleðslu í stöðvarhúsið. En viðtækjum með 220 V spennu fór ijölgandi.28 Olíubrennsla færist í aukana Á ámnum 1945-50 fækkaði Eskfirðingum nokkuð en þrátt fyrir það jókst rafmagnotkunin því að raftækjum fjölgaði bæði á heimilum og í fyrirtækjum. Því fór svo að árið 1949 var önnur Buda-dísilvél keypt, 128 kW, með 100 kW rafala. Vélin fékkst fyrir Marshall-styrk, þ.e. íjárhags- aðstoð frá Bandaríkjunum. Til að unnt væri að koma henni fyrir í gamla stöðvarhúsinu var það stækkað. Endurnýjunin á raflínum hreppsins 1945-46 varð til þess að bilunum á þeim fækkaði mjög í nokkur ár. Þær voru þó aldrei alveg úr sögunni og færðust aftur í aukana eftir því sem árin liðu. Línumar slitnuðu oftast þegar veður var verst eins og gengur og var oft erfitt um vik fyrir rafveitustjórann að gera við þær í miklum veðurham. Einnig olli mikið álag á kerfinu því stundum að rafmagnið sló út. Helstu hátíðisdagar ársins, aðfangadagur og gamlársdagur, voru erfiðastir hvað það varðaði. Þá bmnnu rofar og slógu út tíðar en nokkm sinni. Þurfti þá að standa vaktina í stöðvarhúsinu samfellt og gátu starfs- mennimir einungis skroppið stutta stund heim á matmálstímum. Kristján var ljölskyldumaður, eignaðist ijögur böm, og gat lítið umgengist þau á jólum. Þegar dísilvélunum fjölgaði jókst öryggið en rafmagnið hélt þó áfram að slá út af og til. Árið 1952 var framboð á rafmagni enn orðið óviðunandi á Eskifirði. Var Magnúsi Reyni Jónssyni, verkfræðingi hjá Raf- orkumálaskrifstofunni, falið að kanna stöðu mála og leggja fram tillögur til úrbóta. Farið var eftir þeim í meginatriðum á ámnum 1953-4. Reist var nýtt rafstöðvar- hús í námunda við væntanlega sundlaug og dísilvélasamstæðurnar sem fyrir voru fluttar í það, tvær úr gamla rafstöðvar- húsinu og ein Intemational samstæða, 57 kW, úr frystihúsinu. Einnig var keypt ný dísilvélasamstæða, 125 kW. Uppsett afl varð við það alls 382 kW. Með Ijölgun dísilvélanna fjölgaði verkefnum vélstjóra hjá rafveitunni. Meðal þeirra var Gunnar Hallgrímsson, sem starfaði hjá rafveitunni í a.m.k. 4 ár.29 28 29 Gjörðabók Rafveitunefndar 1944-47, Kristján Kristjánsson viðtal. Amþór Jensen 83, Kristján Kristjánsson viðtal, Guðjón Guðmundsson o.fl. 2.1.63, Skrá yfir eignir Rafveitu EskiQarðar í sept. 1956, Skrá yfír starfsmenn hjá Rafveitu Eskifjarðar 1. apríl 1957. 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.