Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 35
Samband upp á Hérað
Framboð á rafmagni tífaldaðist á Eskifirði á
árunum 1945 til 1954 en þó hélt áfram að
vera skortur á því. Svipaða sögu var að
segja frá öðrum þéttbýlisstöðum í lands-
ijórðungnum og fyrir bragðið var hafinn
undirbúningur sameiginlegrar vatnsafls-
virkjunar fyrir Austurland. Hún átti einkurn
að þjóna Seyðisfirði, Egilsstöðum,
Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og
Fáskrúðsfírði og nærliggjandi héruðum.
Þær virkjanir sem fyrir voru á þessum
stöðurn afköstuðu 1,5 MW og var talin þörf
fyrir nýtt orkuver af stærðinni 1,0-2,5 MW.
Þá þegar höfðu svæðisvirkjanir séð dagsins
ljós í öðrum landsíjórðungum og þótti
Austfirðingum röðin vera komin að sér.
Besti virkjunarkosturinn reyndist vera
Grímsá í Skriðdal og var Grímsárvirkjun
gangsett árið 1958. Hún var 2.8 MW.
Samhliða virkjunarframkvæmdum voru
háspennulínur lagðar til fyrmefndra bæja
og kauptúna. Um sama leyti keypti RARIK
bæjar- og þorpsveitumar í ljórðungnum,
þ.e. annarra en Reyðarljarðar, og tók við
rekstri þeirra. A Eskifírði gerðist það 1.
janúar 1958. Hreppurinn hafði átt þess kost
að kaupa raforkuna frá Grímsá við vegg
aðveitustöðvar sem reist yrði skammt innan
við kauptúnið og reka rafveitu sína áfram
en kaus að gera það ekki, m.a. fyrir orð
Guðjóns Guðmundssonar rekstrarstjóra
RARIK.
Þessi umskipti höfðu í för með sér
ótvíræðan ávinning fyrir Eskfirðinga. Þeir
þurftu ekki lengur að reka rafveitu.
Þjónusta RARIK var ekki ókeypis en
talsverðir fjármunir mnnu úr ríkissjóði til
niðurgreiðslna á rekstri þeirra ár hvert og
Fyrsti rafmagnsofn sem vitað er til að tekinn hafi
verið í notkun á Islandi. Tekinn í notkun 1912 á
Eskifirði. Hitinn kom firá perlum og er aðeins ein
þeirra heil. Ljósmynd: Pétur Sörensson
nutu Eskfírðingar góðs af því ásamt öðmm.
Enn meiri ávinningur fólst þó í því að
Eskifjörður tengdist Grímsárvirkjun. Við
það stórjókst framboð á rafmagni og auk
þess varð rafmagnið mun tryggara en áður.
Afram kom fyrir að straumur færi en það
gerðist miklum mun sjaldnar en áður. Við
tenginguna við Grímsárvirkjun urðu dísil-
vélarnar jafnframt ónauðsynlegar og vom
þær fljótlega fluttar á aðra staði. Þar með
fékk Ljósárvirkjun nýtt hlutverk, hún varð
varastöð Eskfírðinga.31
31
Amþór Jensen 83, Helgi M. Sigurðsson: Vatnsaflsvirkjanir 18, Guðjón Guðmundsson o.fl. 2.1.63, Helgi Kristjánsson 87.