Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 36
Múlaþing
Kristján Kristjánsson rafveitustjóri við vatnsvélina árið 2004. Ljósmyndari
og eigandi myndar: Helgi Máni Sigurðsson.
Starfsnám um síðir
Kristján Kristjánsson var ráðinn til RARIK
samtímis því að yfírtakan átti sér stað. Starf
hans breyttist ekki mikið, hann sinnti sem
fyrr aðallega rafveitunni á Eskifírði. En við
bættist línan upp á Hérað. Þótti honum
stundum óárennilegt að fara í leiðangra til
viðgerða á heiðum uppi í verstu veðrum. En
meðan línan var ný þurfti þess sjaldan.
Forráðamenn RARIK vildu að Kristján
kynntist starfsemi íyrirtækisins sem best og
einnig að hann fengi fagleg réttindi. Þvi var
það að sumarið 1958 dvaldi hann á
Seyðisfirði og Neskaupstað um skeið og
kynnti sér það sem þar fór fram. Þótti
honum það góður tími, kynntist m.a.
skemmtilegu fólki. Ennlfemur var Kristján
skráður nemi hjá Sigurði Auðunssyni
rafvirkjameistara og var
veitt leyfi frá störfum til
að fara i Iðnskólann á
Neskaupstað veturinn
1958-9. Þaðan tók hann
sveinspróf og fékk síðar
meistararéttindi.
Kristján starfaði hjá
rafveitunni í 42 ár eða
til ársins 1989. Saman-
lagður starfstími hans
og fyrirrennara hans,
Jónasar, varð því 78 ár.
Hann var farsæll í starfi
en lenti þó einu sinni í
slysi, seint á ferlinum.
Þá var Magnús Péturs-
son, síðar arftaki hans,
byrjaður að vinna hjá
RARIK. Þeir voru að
mæla spennu milli fasa
í einu húsinu. Sennilega
hefur verið illa gengið frá vír því að
Kristján brann mjög á höndum og í andliti,
fékk annars og þriðja stigs bruna. Gleraugu
hans brunnu og urðu eins og suðugleraugu.
En þau björguðu sjóninni. Það sem bjargaði
lífi Kristjáns var að hann komst fljótt undir
læknishendur.32
Síðasti kaflinn
Mikilvægi Ljósárvirkjunar fyrir Eskifjörð
hafði minnkað stig af stigi. Virkjunin var þó
rekin áffam til loka sjöunda áratugarins,
aðallega sem varavirkjun en einnig látin
framleiða inn á kerfið. Elsti sonur Kristjáns,
Friðrik, sem tók sveinspróf 1967 í
rafvirkjun, sinnti henni nokkuð síðustu árin.
Um 1968 var stíflan farin að gefa sig
talsvert. Botnrásin var sömuleiðis fost og
32 Kristján Kristjánsson viðtal, Magnús Pétursson viðtal.
34